Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2006 Fréttir DV Sigurður Þ. Ragnarsson, yfirveðurfræðingur NFS, hefur gert rannsókn á samspili veðurs og úrslita í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík síðastliðin 40 ár. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna, er sannfærður um að vorið sé tími Framsóknarflokksins, þegar grasið verður grænt og dagarnir fallegri. Tók löqreglu- mannnálstaki Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Ragnars Más Ómarssonar. Hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í miðbæ Reykjavíkur í maf síðast- liðnum, tekið hann hálstaki, snúið hann niður og haldið honum föstum um stund. Brotið er talið alvarlegt í ljósi þess að lögreglumaðurinn var að sinna skyldustörfum og hlaut nokkum skaða af en hann marðist á öxl, upp- handlegg, olnboga, fram- handlegg og tognaði þar að auki á hálsi. Brot af þessu tagi getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fullirtapa að- gangseyri Gestir á tónleik- um Rogers Waters í Egilshöll í júní mega eiga von á því að verða vísað frá hús- inu ef þeir hafa dmkkið áfengi. Þetta kem- ur fram í skilmálum sem fylgja aðgöngumiðum. „Húsið opnar klukkan átján. Tónleikar hefjast klukkan tuttugu. ATH: Að- göngumiðar fást ekki end- urgreiddir. ölvun ógildir miðann. Góða skemmtun!" segir með kvittun sem fylgir miðakaupunum. Miðar kosta 7900 og 8900 krónur þannig að það getur reynst dýrt spaug að mæta ekki ófullur í Egilshöll. Blómstrar í einokuninni Viðskipti Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis á Kópaskeri hafa blómstrað undanfama daga eftir að Landsbankinn lokaði útibúi sínu í þorpinu í síðustu viku. Þetta kemur fram á dettifoss.is. „Tugir reikninga hafa verið stofnaðir í Spari- sjóðnum síðustu viku af fyrrverandi viðskiptavinum Landsbankans sem lokaði útíbúi sínu hér á fimmtu- daginn," segir á dettifoss.is. Eins og áður hefur komið fram hætti Landsbankinn viðskiptum á Kópaskeri og Raufarhöfn í samráði við sparisjóðinn sem nú situr einn að bankaviðskiptum á svæðinu. Ef vindar blása úr vestri á kjördag í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor eru líkur á að Framsóknarflokkurinn nái manni inn og jafnvel tveimur. Eru þetta niðurstöður rannsóknar sem Sigurður Þ. Ragnarsson, yfirveðurfræðingur sjónvarpsstöðvar- innar NFS, hefur gert á samspili veðurs og kosningaúrslita í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík á fjörutíu ára trmabili; frá 1962 til 2002. „Ég lagði töluverða vinnu í þetta en allt er þetta til gamans gert," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, en það breytir ekki þeirri stað- reynd að Framsóknar- flokknum alltaf best í borgarstjómarkosning- um þegar vindar blása úr vestri. Þá fær flokkurinn tvo borgarfulltrúa en ef vindar blása úr öðrum áttum nær hann ekki nema einum. Hins vegar er árangur vinstrimanna í heild lakastur í vestanáttum. Bestum ár- angri náðu þeir í austan slagviðri og rigningu 28. maí 1978. Þá fengu vinstrimenn yfir 40 pró- sent atkvæða. geng- / Svandís Svavars dóttlr Slagveður hefur reynst vinstri mörmum best. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Suðvestanátt er áttin hans. Björn Ingi Hrafnsson Stlf vestanátt gæti fleytt honum í borgarstjórn við annan mann. Dagur B. Egg ertsson Aust- anátt, takk. Suðvestan X-D „Þetta var fyrir tíma R-listans en þar var Framsóknarflokkurinn að sjálfsögðu innanborðs. En í öllum borgarstjórnarkosningum frá 1994 hafa vestlægar áttir verið ríkjandi á kjördag og því er spurningin hvort velgengni R-listans megi þakka Framsóknarflokknum og vestan- áttunum," segir Sigurður Þ. Ragn- arsson. „Stærsti og sætasti sigur Sjálfstæðisflokksins vannst khins vegar í mildri, hægri og þurri suðvestanátt 26. maí 1 1990 en þá náði flokkurinn f yfir 60 prósentum atkvæða." Græna byltingin Bjöm Ingi Hrafnsson, sem skipar fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningun- um í vor, hefur þetta um rannsóknir veðurfræðings- ins á NFS að segja: „Þegar vorið kemur, grasið grænkar og dagarnir verða fallegri fer Framsóknar- flokknum að ganga bet- ur. Þegar græni lit- urinn verður meira áberandi umhverfinu stígur fylgi flokksins," segir Björn Ingi. Víman hjá Pink Floyd Svarthöfði hlustaði mikið á Pink Floyd þegar hann var ungur. Þá var oft fjör og reykinn lagði oftar en ekki út um skráargatið á táningaherberg- inu. Þetta var tónlist sem togaði í skilningarvitin. Því var Svarthöfði ekki að tvínóna við hlutina þegar hann frétti að Roger Waters, aðalsprautan í Pink Floyd, væri væntanlegur til landsins. Keypti sér miða á netinu og stað- greiddi með kortinu. Ilonum brá hins vegar í brún þegar hann sá að- göngumiðann sjálfan. í smáaletrinu stóð litíum en skýmm stöfum: „ölv- )i Svarthöfði un ógildir aðgöngumiðann!". Héldu tónleikahaldarar að ein- hver ætlaði að mæta fullur á Pink Floyd? Áfengi og tónlist Pink Floyd hefur aldrei farið saman og mun aldrei gera. Sá sem drakk sig fullan og hlustaði á Pink Floyd varð sjó- veikur um leið og ældi. Þess vegna drakk enginn með Pink Floyd. Þetta hefðu tónleikahaldararnir átt að vita og spara sér viðvörunina í smáaletr- inu. Nær hefði verið að tiltaka aðra Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö bara ágætt en þessa dagana er ég að koma mér fyrir í nýja húsinu minu hér á Isafírði," segir Ólína Þorvarðardóttir skólameistari. „Þetta er stórt og mikiö hús sem stendur á yndislegum staö i brekkunni fyrir ofan menntaskóiann. Héðan er mikiðútsýni yfir bæinn, yfir spegilsléttan pollinn, út fjörðinn og jafnvel inn dali. Flutningarnir gengu vel enda mætti vaskur hópur samkennara minna og létti okkur burðinn. Nú á ég bara eftir að koma öllu endanlega fyrir til framtíðar. Það stendur ekkert annað til,"segir Ólína. vímugjafa sem áttu miklu betur við tónlist Pink Floyd og eiga enn. Ber þar hæst marijuana sem var allt að því samheiti við tónlist Pink Floyd. Áhrifln runnu sem lygn lækur í takt við langdreginn gítaróm sem aidrei virtist ætla að taka enda frekar en víman. Pink Floyd höfðar til hugans líkt og kannabis. Því má búast við að reykinn leggi upp úr Egilshöll þegar Roger Waters stígur þar á svið með gítarinn og endurflytur þann óm sem áður ríkti í táningaherberginu hjá Svarthöfða. Þá rennur allt saman í eitt allsherjar algleymi æskuáranna sem nú eru fyrir löngu að baki. Hafi tónleikahaldararnir viljað tryggja allsgáða tónleika í Egilshöll hefðu þeir átt að skrá í smáaletrið á aðgöngumiðann sem Svarthöfði keypti: „Kannabisneysla ógildir að- göngumiðann!". En það hefði kannski verið held- ur djarft og hreinskilið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.