Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Side 12
12 FIMMTUDACUR 16. MARS 2006 Fréttir DV • Oddný Sturludótt- ir kom sá og sigraði í Karókíkeppni ríka og íræga fólksins, sem X-ið hélt á ölveri í síðustu viku. Áhorf- endur vissu varla hvert þeir ætluðu þegar hún steig á sviðið og söng gamla Oliviu - Newton John-smell- inn Xanadu eins og ekkert væri. Sigur virðist henni í blóð borinn þessa dagana en skemmst er að minnast góðs gengis í próf- kjöri Samfylkingar- innar. Aðrir kepp- endur í karókíkeppn- inni vom ekki jafn ánægðir með úrsliUn. Þórey Edda hélt hún væri ömgg með Beyonce-lagið sitt og Geir Ólafcson óð reiður um staðinn og sakaði dóm- ara um svindl... • Ragnar Kjartansson og félagar í hljómsveitinni Trabant hafa síðustu mánuði verið að fikra sig rólega inn á Englandsmarkað með meistaraverkið Emotional. Fóm í tónleikaferð um dag- inn og gáfu nokkur lög út í litlu upplagi. Platan sjálf kemur síðan út með pompi og pragt í sumar og er vonast eftir stjömum í endurhljóðblöndun á smáskífúm. Þangað tii ætla hljóm- sveitameðlimir að stilla saman strengi í nýju æfmgarhúsnæði og kokka upp nýtt efni. Á næstu dögum geta aðdáendur sveitarinnar einnig búist við því að sjá tónleikamynd- band við lagið Pump You Up á sjón- varpsstöðvum landsins... • Sýningu kvikmyndarinnar Börn eftir leikarana í Vesturporti og Ragn- ar Bragason leikstjóra hefur verið frestað ff am á haust. Upphaflega átti að setja hana í sýningu nú í marsmánuði en vegna markaðslegra pælinga var ákveðið að fr esta henni ff am í ágúst. Þangað til bíð- ur hópurinn eftir svari frá kvikmynda- hátíðinni í Cannes en vonast er eftir því að hún komist þar inn í vor. Hvemig sem það fer hefur aftur á móti verið ákveðið að setja hina myndina í tví- leiknum, Foreldra, í sýningu mánuði á eftir Börnum. Frést hefur að hjónin Gísli öm og Nína Dögg, Ingvar E. og fleiri fari á kostum í myndunum. Það er því hægt að byrja að hfakka til bíó- veislu í boði Vesturports í haust... • Útskriftarárgangur Leiklistarskól- ans hefur átt þmsuspretti í vetur og sér nú fyrir endann á lokaárinu. Eftir helgi byrjar hann að æfa bamaleikrit með Ágústu Skúladóttur leikstjóra á Litla sviði Þjóðleikhússins. Verkið Verður soðið saman úr ævintýmm, teiknimyndum og fleiru og ffumsýnt 4. maí. Skemmst er að minnast þess þegar hópurinn þurfti að hætta sýningum á Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson fyrir fullu húsi. Þeir sem af misstu fá nú annan séns því ffá 1. apríl sýnir hópurinn ellefu aukasýningar á Forðist okkur, á sama stað í Borgar- leikhúsinu... Matthildur Þorláksdóttir tekur fólk til meðferðar i stólpípuhreinsun á stofu sinni við Stórhöfða. Einkum eru það þeir sem eiga við húð- og gigtarvandamál að stríða eða fá ekki hefðbundna lækningu við kvillum sínum. Hún neitar að hún fái beiðn- ir frá ungum stúlkum um stólpípuskolun og kannast ekki við að anorexíusjúkling- ar misnoti stólpípur í megrunarskyni. Fer varlega í að veita stolpípuskolun „Til mín hafa ekki leitað ungar stúlkur með anorexíu og beðið um stólpípu. Enda myndi ég umsvifalaust hafna öllum slíkum beiðn- um,“ segir Matthildur en hún hefur veitt einstaka viðskiptavinum sínum meðferð með stólpípu á stofu sinni í Stórhöfða Matthildur er menntaður nátt- úrulæknir í Þýskalandi en þar er greinin löggild. Hér getur hún hins vegar ekki kallað sig lækni sam- kvæmt lögum.„í Þýskalandi er stól- pípuskolun mikið notuð í náttúru- lækningum." Hún segir að þar hafi hún lært að nota stólpípu þegar það eigi við. Hún tekur þó sérstaklega fram að hennar viðskiptavinir séu aðeins þeir sem hún sé með til með- ferðar vegna annarra kvilla og þekki sögu þeirra vel. Hún staðfestir að sumir viðskiptavina hennar þurfi að gangast undir meðferðina vikulega en það sé aðeins í einstaka tilfellum og sé þá hluti heildrænnar meðferð- ar. Stólpípa ekki fyrir þá sem hafa veikan ristil „Ég fer afar varlega í það veita stól- pípuhreinsun og geri það ekki í tísku- Matthitdur veitir viðskiptavinum stól- pípuhreinsun A þessari stofu geta einstaka viðskiptavinir Matthildar fengið skotun með stólplpu en aðeins þeim sem þurfa það. skyni. En það kemur ekld til greina að gefa stólpípu þeim sem em með veik- an ristil, þeim sem em með átröskun eða eitthvað viðlíka. Til mín kemur enginn af götunni og gengst undir stólpípuhreinsun og mér myndi aldrei detta í hug að veita þessa meðferð í megrunarskyni. Ég met það vandlega í hvert og eitt skipti hvort svona skol- un gæti komið að gagni en það em helst fólk með gigtar- og húðvanda- mál, eða jafnvel þegar fólk hefur ekki fegngið bót meina sinna á hefðbund- in hátt hjá lækni.“ Notar aðeins hreint vatn Matthildur leggur áherslu á að hún noti aðeins hreint vatn og á meðan sé fólki gefnir gerlar svo nátt- úrulega flóran í ristlinum raskist ekki. „Ég hef heldur ekki heyrt að stúlkur leiti í stólpípumeðferð, kannast bara ekki við það," segir hún og bendir á að skolunin sé til að hreinsa út gamlan saur sem ekki losni á eðlilegan hátt. Stólpípuskolun góð þegar við á Matthildur er svo- kallaður haulpraktiker og á þriggja ára nám að baki í Þýskalandi. Þar segist hún hafa öðlast þekkingu til ai meta hvenær og hvaða tilfellum gef< skuli stólpípu. „Þett; leikur sér enginn mei og ég veit ekki til þai sé gert nokkurs stað „Til mín kemur enginn afgötunni og gengst undir stólpípuhreins- un og mér myndi aldrei detta í hugað veita þessa meðferð í megrunar- skyni.1 ar," segir hún og játar að eigi að síður sé auðvelt fyrir þá sem vilja misnota þessa að- ferð við úthreinsun að kaupa sér stólpípu í ap- óteki og fá einhvern til að gefa hana í heimahúsi. „Það má misnota allt og þar á meðal þetta en ég er þeirrar skoðunar að þessi meðferð geti ver- ið mjög góð þeg- arhúnávið," segir Matt- hildur. Neitar að ungur stúlkur leiti til hennar Matthildur kannast ekki við oð ungar stúlkurmeð megrunar- óróttu noti stólpípu. Smári Sveinsson vill einkavæða meindýravarnir i borginni Segist geta útrýmt rottum í Reykjavík Þetta er bara spurning um hvort menn vilja setja verkefnið í for- gang," segir Smári Sveinsson, meindýraeyðir hjá Vörnum og eftirliti ehf. sem segist geta út- rýmt öllum rottum í Reykjavík á aðeins þrem til fimm árum og vísar til vel heppnaðs átaks í Búdapest sem hefur staðið yfir þeim málum. „Reykjavíkurborg er auð- vitað að gera eitthvað, en á meðan rottur halda til á milli veggja í híbýlum fólks og jafn- vel inni í íbúðum þá er það vandamál og íbúar sitja uppi með það. Borgin eyðir einhverj- um milljónum í þetta á ári og þarf að halda úti heilli deild og maður spyr sig af Smári Sveinsson Segir meindýravarnir borgar- innarstunda úrelt og gömul vinnubrögð. hverju þeir láta ekki bara einka- markaðinn sjá um þetta. Þarna eru einhverjir fjórir starfsmenn og hóp- ur skólakrakka á sumrin sem dreifir eitri hægri vinstri," segir Smári að- spurður um kostnað við að halda niðri rottugangi. „Það eru ekki neinar beinar sundur- liðanir um hvað þeir eru að eyða rottuna í dag, en þetta hlýtur að vera sparnaður til lengri tíma litið. Fyrir utan að við værum að losna við ákveðið heil- brigðisvandamál." „Við sjáum um þessa eyðingu og teljum okkur vera að gera góða hluti," segir Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykj avíkurb orgar. „Þrátt fyrir það sem Smári segir meiii Re hefur ástandið verið viðunandi og sáralítið um kvartanir:" En að sögn Guðmund- ar voru kvartanir vegna rottugangs 289 í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.