Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Side 13
DíV Fréttir
FIMMTUDAGUR 16. MARS2006 13
Dýrtað
vera sver
Gestir sem sækja Ost-
frieslandhótelið í Norden í
norðurhluta Þýskaiands
borga gjald eftir þyngd
sinni. Gjaldið er um 40
krónur á hvert kíló. Það
þýðir að maður sem vegur
60 kíló þarf að borga 2400
krónur fýrir nóttina, en sá
sem vegur 100 kíló borgar 4
þúsund krónur. Eigandi
þessa þriggja stjörnu hót-
els, Jurgen Heckroth, hefur
sínar ástæður fyrir gjald-
tökunni. „Fólk sem er létt-
ara lifir yfirleitt lengur og
getur komið oftar."
Þóttistfá
hjartaáfall
61 árs gamall Austurrík-
ismaður hefur verið ákærð-
ur fyrir þjófnað. Hann þótt-
ist fá hjartaáfall og var lagð-
ur inn á spítala. Þegar
þangað var komið rændi
hann meðvitundalausa
sjúklinga. Eftir að hafa
leikið þann leik á yfir 100
spítölum í Austurríki var
hans loksins fangaður.
Hjúkrunarkona kom að
honum þar sem hann var
að stelast í vasa þeirra sem
voru á stofu með honum.
Kolb vísað
úrstarfi
Caroline Kolb, kennara í
Bandaríkjunum, hefur ver-
ið rekin úr starfi sínu fyrir
að bíta nemanda sinn. 14
ára gamall nemandi henn-
ar, Garrick Hudson, var
með sælgæti uppi í sér og
neitaði að hrækja því. Hon-
um var vísað út úr stofunni,
en að sögn móður hans
beit Kolb hann þegar hann
sneri aftur í stofuna til þess
að sækja bækur sínar. Kolb
neitar sök, en hún hefur
verið kærð fyrir líkamsárás.
Fjöldasjálfs-
morðíJapan
Fjórir aðilar, sem
grunaðir eru um að hafa
framið sjálfsmorð, fúnd-
ust í gær. Þetta eru
þriðju fjöldasjálfsmorðin
í landinu á innan við
viku. Líkin, sem eru af
konu og þremur körlum,
fundust í bfl 150 kfló-
metrum vestur af Tokíó.
Þau voru öll á fertugs-
aldri. Bflnum var lagt á
afskekktum fjallavegi.
Níu manns eru taldir
hafa framið sjálfsmorð í
tveimur fjöldasjálfs-
morðum sfðastliðna
daga í Japan. Verið er að
rannsaka hvort fólkið
hafi kynnst á netinu.
Einhverfi unglingurinn Jason McElwain sló í gegn í Bandaríkjunum þegar hann
skoraði sex þriggja stiga körfur á fjórum mínútum í leik með framhaldsskólaliði
sínu. Saga hans hefur snert hjörtu margra, að sögn George W. Bush Bandaríkjafor-
seta sem hitti McElwain á þriðjudag. McElwain segist ekki hafa gert sér grein fyrir
áhrifunum sem hann hafði fyrr en tölvupóstunum fór að rigna inn frá fjölskyldum
sem eiga einhverf börn.
Sex þriggja stiga körfur á fjórum mínútum er stórkostlegt afrek.
Jason McElwain, eða J-Mac eins og félagar hans kalla hann, sló
heldur betur í gegn þegar hann komst í stuð í sínum fyrsta leik
fyrir skólaliðið sitt í framhaldsskólanum í Rochester í New York
fylki. McElwain var búinn að vera í kringum liðið í þrjú ár, sækja
vatn og hjálpa til við að stjórna æfingum. Þjálfarinn leyfði hon-
um að vera með í einum leik og McElwain nýtti tækifærið til hins
ýtrasta. Á þriðjudag fékk hann svo að hitta sjálfan George W.
Bush, sem segist vera snortinn yfír afreki J-Mac.
„Jason, má ég kalla þig J-Mac?"
spurði George W. Bush Jason
McElwain í gær og hélt áfram: „Þú
mátt kalla mig George W."
Bush sagðist ekki hafa ráðið við
sig þegar hann sá fréttina af afreki
J-Mac. „Ég sá þetta í sjónvarpinu og
bara grét, eins og svo margir aðrir.
Þetta er saga sem snertir hjörtu
margra." Svo sneri hann sér að
McElwain og sagði: „Þú veist örugg-
lega ekki hversu mikil áhrif þú hef-
ur haft á fólk í Bandaríkjunum og í
raun um allan heim."
Allt er nú breytt
Síðan Jason McElwain átti stór-
leikinn er allt breytt, að sögn móður
hans Debbie. „Síminn hefur verið
rauðglóandi síðan, við getum varla
sofið. Við þurfum að taka símann
úr sambandi á nóttunni," segir
„Ég sá þetta í sjón-
varpinu og baragrét,
eins og svo margir
aðrir. Þetta ersaga
sem snertir hjörtu
margra."
móðirinn stolta. Þau hafa fengið 35
tilboð um að gera kvikmynd eftir
sögu Jasons og fréttamenn hafa
verið duglegir í að heyra í þeim.
Ein af breytingum í lífi Jasons er
að hafa fengið að hitta sjálfan for-
seta Bandaríkjanna. Debbie fór yfir
öllu helstu atriðin, áður en þau
hittu forsetann, það er að segja
hvernig ætti að hegða sér í kringum
valdamesta mann í heimi.
A toppi veraldar
Eftirleikinn var
McEiwain hyiitur,
enda varð allt vit-
laust I salnum.
Gerði sér ekki grein fyrir
áhrifunum
Jason segist ekki hafa gert sér
grein fyrir þeim áhrifum sem hann
hafði á fólk. „Það var ekki fyrr en
tölvupóstunum fór að rigna inn frá
fjölskyldum sem eiga einhverf börn
sem ég áttaði mig á þessu," segir
Jason sem segir einhverfuna ekki
hafa nein áhrif á sig.
Jason fylgist nú mikið með há-
skólakörfuboltanum, NCAA deild-
inni. Úrslitakeppninn fer að hefjast
og var Jason fljótur að setjast í spá-
dómsstól þegar hann var spurður
um hana. Móðir hans var þó öllu
rólegri. „Eins og sjá má, þá er
körfubolti hans ær og kýr."
kjartan@dv.is
Tvífari David Beckham er til sölu
Þykist vera Beckham
Tvífari Davids Beckham býður
enskum konum blíðu sína fyrir rúm-
lega 60 þúsund krónur. Maðurinn,
sem gengur undir nafninu Dave
Bradley, segist eiga enska lands-
liðsbúninginn og að honum sé
sama þó að konur kalli sig David
Beckham þegar hann sængar hjá
þeim.
Blaðamaður The Sun kom
upp um kappann í gær.
Hún hafði samband við
manninn og keypti
stefnumót hjá honum
fyrir um 25 þúsund krón-
ur. „Ef þú bætir við um
40 þúsund getum við eytt nóttinni
saman og þú mátt gera það sem þú
vilt við mig. Venjulega byrja ég á því
að nudda konur og svo kela ég við
þær. Eftir það sjáum við bara hvað
gerist."
Hann segir þó að margir sam-
kynhneigðir menn hafi samband.
„Margir samkynhneigðir hafa haft
samband við mig. Beckham er
goð í augum samkyn-
hneigðra. Þeir myndu þurfa
að borga 20 þúsund krónur
á klukkutímann. Ég held að
þeir vilji mig fremur, því ég
er gagnkynlmeigður."
Þykist vera Beckham
Dave Bradley þykist vera
David Beckham og sefur
hjá konum.
NYTT-NYTT-NÝTT
Hárspangir frá kr. 290
Síðar hálsfestar frá kr.990
Síðir bolir kr. 1990
Nýja vorlínan frá Pilgrim
komin Ný breið belti
og margt fleira
SKARTHUSIÐ