Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Side 14
76 FIMMTUDAGUR 16. MARS2006 Sport DV 13 Evrópu- þjóðir fyrir neðan Island Nýr styrkleikalisti Al- þjóðaknattspymu- sambandsins, FIFA, var gefinn út í gær. ís- land féll um eitt sæti á listanum frá síðasta mánuði, eftir leikinn gegn Trinídad & Tóbagó sem ís- land tapaði, 2-0. ísland er nú í 97. sæti og eru alls þrettán Evrópuþjóðir neðar á listanum en 52 þjóðir taka þátt í næstu Evrópukeppni en undankeppni hefst næsta haust. Það þýðir að ísland er samkvæmt listan- um 39. sterkasta þjóð Evr- ópu en alls komast 16 lið í úrslitakeppni mótsins sem fer fram sumarið 2008. Andrés hættur hjá ÍA Knattspymumaðurinn Andrés Vilhjálmsson hefur fengið sig lausan undan þeim þriggja ára samningi sem hann skrifaði undir í haust við knatt- spyrnudeild ÍA á Akranesi. Andrés, sem er 23 ára gamall, er í krefjandi námi og bað um að hann yrði leystur undan samn- ingnum á þeim forsendum, eftir því sem kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins. Hann á m'u leiki að baki í efstu deild með ÍA en hann gekk til liðs við félagið árið 2003 frá KA á Akureyri. 19.15 Keflavík-Fjölnir í fyrsta leik liðanna í íjórðungsúrslitum Iceland Express-deild karla. 20.00 KR-Snæfell í ST=m fyrsta leik liðanna í fjórðungsúrslitum Iceland Express- deild karla. Leikurinn er í beinni á Sýn. ppr^i 20.00 Stuðnings- mannaþátturinn Liðið mitt á Enska boltanum. 21.40 HM 2006 í Þýska- ..... landi. Fjallað um lið Spánar og Kostaríku. 23.10 Þáttur um banda- Sl=fn rísku mótaröðina í golfi. Guðfinnur Arnar Kristmannsson, handboltakappi frá Vestmannaeyjum, hefur síö- astliðin fimm ár dvalið í Svíþjóð þar sem hann hefur spilað handbolta ásamt því að vinna fulla vinnu. Á mánudaginn vann lið hans, IK Heim, topplið Sávehof þar sem Guðfinnur skoraði fimm mörk. Hann segir í samtali við DV sport að hann ætli að hætta í vor og flytja heim i sumar. Hann telur að landslið Sviþjóðar van- meti ekki íslendinga en liðin mætast í vor í umspili um laust sæti á HM í Þýska- landi. | A HM í Frakklandi Guðfínnur lék með Is- lenska landsliðinu á HM í Frakklandi árið 2001. IK Heim hefur aðsetur í Gautaborg þar sem Guðflnnur og kærasta hans búa en hann hefur spilað með liðinu undanfarin tvö ár en fimm ár em liðin síðan þau fluttu til Svíþjóðar. Hann kallar Heim „hálfatvmnumannalið'* 1 en Guðfinnur vinnur fullan vinnudag ásamt því að leika með liðinu, líkt og tíðkast hér heima. „Sigurinn gegn Savehof var mjög óvæntur en afar kærkominn. Nú eru framundan leikir við lið úr 1. deild- inni um sæti í úrvalsdeildinni að ári og gott að fara með þennan sigur sem veganesti í þá leiki." Ein umferð er eftir í sænsku úr- valsdeildinni en Heim mætti í gær liði Hammarby sem er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar. Fjórtán lið spila í deildinni, tvö neðstu falla og liðin í 11. og 12. sæti mæta þeim liðum sem lentu í 3. og 4. sæti í 1. deildinni um hvort liðið spilar í úrvalsdeild- inni að ári. Heim á ekki möguleika að komast ofar en í 12. sæti. „Ég ætíaði reyndar ekkert að spila í vetur en eftir að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra lentu þeir í vandræðum með leikmenn og ákvað ég þá að taka skóna aftur fram," sagði Guðfinnur og segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að hafa flutt til Svíþjóðar. „Þetta hefur verið dýrmæt og góð lífsreynsla. Mig lang- aði bara að breyta til. En við ætíum þó að koma heim í sumar og flytjum þá til Reykjavíkur." Hættir í vor Aðspurður segir hann það þó al- gerlega eftir að koma í ljós hvort hann spili með liði á höfuðborgar- svæðinu á næsta tímabili en Guð- finnur hefur aðallega leikið í stöðu hægri skyttu. ,Ætli ég leggi samt ekki skóna á hilluna í vor." Þó svo að Svíar hafa átt afar sterkt landslið í handbolta í gegnum árin er áhugi á deildinni ekki ýkja mikill. „Við fáum um 400-500 áhorfendur á okkar leiki og er það með því minnsta sem gerist í deildinni. Stærstu klúbbarnir eru að fá um 1600-1700 áhorfendur að meðaltali. Handboltinn skipar heldur ekki stóran sess í íþróttaumfjöllun í sjón- varpi en það er þó að breytast og eykst áhuginn með því. En hér í Gautaborg er svo íshokkílið sem fær alltaf 12 þúsund áhorfendur á sína heimaleiki og það er líka erfitt að keppa við það," segir Guðfinnur í léttum dúr. Breiddin meiri í Svíþjóð En hann er þó viss um að bestu liðin á íslandi myndu spjara sig vel í sænsku úrvalsdeildinni. „Sænska deildin hefur vinninginn þegar kem- ur að breiddinni og tel ég líka líklegt að nokkur lið úr 1. deildinni gætu gert ágæta hluti í úrvalsdeildinni heima." En hann segir að landsliðin séu frekar svipuð að styrkleika en liðin mætast í umspili um laust sæti á HM sem fer fram í Þýskalandi snemma á næsta ári. Um er að ræða afar þýð- ingarmikla leiki en Svíar hafa átt brattann að sækja og misstu til mynda af EM í Sviss eftir að hafa tapað fyrir Póllandi síðastliðið vor í samskonar leikjum og gegn Islandi í vor. Sterkari heimavöllur „Þetta var kannski ekki draumamótherji okkar ís- lendinga en ég tel möguleika liðanna frekar jafna. Ég nokkra leiki með íslenska lið- inu í Sviss og finnst það vera ungt og sprækt. Það spilar einnig stórt hlutverk fyrir bæði lið að lykilmenn liðanna missi ekki leikjunum vegna meiðsla. En það er klárt að Svíarnir bera virðingu fyrir okkur. Þeir vita að við eigum þá Ólaf Stefánsson og Guðjón Val Sigurðs- son og eru þeir logandi hræddir við þá og fleiri leikmenn liðsins. Ég er einnig með því að Alfreð Gíslason sé tekinn við liðinu, fyrst að þjálfara- málin fóru eins og þau fóru." Fyrri leikur liðanna verður í Glo- ben-höllinni stóru í Stokkhólmi fyrstu helgina í júní en þrátt fyrir að höllin rúmi 12 þúsund áhorfendur segir Guðfinnur að heimavöllur ís- lenska liðsins sé sterkari. „Áhorfendur eru langt frá vellinum í Globen og myndast engin ofur- stemmning á vellinum eins og gæti vel gerst heima." eirikurst@dv.is Guðfinnur Arnar Krist- mannsson Hefurgertþað gott I sænsku úrvalsdeildinni I handbolta. Aganefnd KKÍ hefur dæmt í máli Hall- dórs Rúnars Karlssonar: ELÍSABET ER BARA í RAFRÆNUM VIÐSKIPTUM. 1 ÞAÐ VÆRI SVO SEINLEGT FYRIR SKJALDBÖKU AÐ BERA ÚT GREIÐSLUSEÐLA. BETRI KJÖR Á BÍLATRYGGINGUM OG BÍLALÁNUM elisabet.is Vitryggjandi er Tryg|lng«midttMin hf. Tveggja leikja bann Aganefnd KKI hefur dæmt Hall- dór Rúnar Karlsson, fyrirliða Njarðvíkur, í tveggja leikja bann en hann var rekinn út úr húsi í úrslita- leik Keflavíkur og Njarðvíkur um deildarmeistaratitilinn á dögun- um. Halldór mótmælti villu sem hann fékk, fékk fyrst tæknivillu og var svo rekinn út þegar hann hélt mótmælum sínum áfram. Halldór missir af leikjunum við ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en má taka þátt í oddaleiknum ef af hon- um verður. Halldór fékk tveggja leikja bann þar sem hann hafði áður verið kærður til aganefndar- innar á þessu tímabili. Halldór skoraði 11 stig að meðaltali og nýtti 83% skota sinna í eina deildar- leiknum sem hann spilaði gegn ÍR í vetur en í hinum tók hann einmitt út bann eftir að hafa verið rekinn A leiðinni ítveggja leikja bann Hall- dor Rúnar Karlsson, fyrirliði Njarövikur, I leiknum gegn Keflavík þar sem hann fór fyrrí sturtu en aðrir leikmenn. út úr húsi í tapi Njarðvíkur fyrir Keflavík í undanúrslitaleik bikars- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.