Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Side 32
T1 / íll)j í 0 í Við tökum Wðl fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar J^mfnleyndar er gætt. QQ Q Sj QQ Q SKAFTAHLÍÐ24,10SKEYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMIS50S000 5 690710 TllTl7 v,'* ÞjóQverjarnir koma Gullæði í Súöavík Sjóstangaveiði Búist er við tæp- iega þúsund Þjóð- verjum í veiðina. fbúar í Súðavík og á Tálknafirði undirbúa nú komu nær eitt þúsund Þjóðverja á staðina í vor og sumar. - Um er að ræða sjóstangaveiðimenn á vegum þýska fyrirtækisins Angle- reisen sem sérhæfir sig í slíkum ferð- um utan Þýskalands. Sökum þess munu 10 Súðvíkingar vera sestir á skólabekk og eru á grunnnámskeiði í þýsku á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Það er nýstofnað fyrirtæki, Fjord Fishing, sem stendur að sjóstanga- veiðinni. Ómar Már Jónsson, sveitar- stjóri á Súðavík, er stjómarmaður þar en að sögn hans standa flest sveitar- félög á Vestijörðum að fyrirtækinu. „Við hófúm undirbúning að þessu dæmi á síðasta ári en ætlunin er að auka fjölbreytni í ferðamannaþjón- ustu á svæðinu," segir Ómar Már. „Það komu hingað aðilar frá Angle- reisen auk fjölmiðlafólks ffá sjóstangaveiðitímaritum í Þýskalandi og Anglelreisen hafa aldrei kynnst eins góðum viðbrögðum hjá með- limum sínum við nýjum stað. Við teljum okkur þvf vera með góða söluvöru í höndunum." Fram kemur í máli Ómars að samið hafi verið við Bátasmiðju Guð- mundar og Bátaland um sérsmíði á m'u Sómabátum, sjö metra löngum, fyrir veiðina auk þess að nota eigi tvær trillur, eða samtals ellefú báta. „Þar sem mikið magn af fiski veiðist yfirleitt í þessum ferðum verður að leigja kvóta fyrir bátana en selja svo aflann í landi á móti,“ segir Ómar Már. „Það má því segja að þarna sé komið alveg nýtt útgerðarmynstur þar sem fólk borgar útgerðinni fyrir að fá að veiða.“ Útgerð þessi hefst í byrjun apríl á Tálknafirði og mánuði seinna í Súða- vík. Ómar segir að þýska sjóstanga- veiðifólkið sé einkum á höttunum eftir ■ stórum fiskum eins og steinbít eða lúðu auk þess að reyna að krækja í stóran þorsk og ýsu. Ómar Már Jónsson „Það má því segja að þarna sé komið alveg nýtt útgerðarmynstur þar sem fólk borgar útgerðinni fyr- ir aðfá aöveiða." Klondike á kajanum? • Menntaskól- inn við Hamra- hlíð frumsýnir á morgun verkið íslenski fjöl- skyldusirkus- inn. Verkið þyk- ir einkar athygl- isvert en nem- endur sömdu allt sjálfir. Það sem vekur einna mesta athygli í þessum magnaða sirkus er sú staðreynd að Helgi Rafn Ingvarsson sér um að semja og útsetja alla tónlist í verk- inu. Skiptir litlu hvort þar er um sirkusstef eða kórsöng að ræða. Hann rúllar þessu öllu upp og er snöggur að. Helgi Rafn sýnir þarna áður ókunna takta og sannar um leið að það er líf eftir Idol-stjörnu- leit - ef sannir hæfileikar eru fyrir hendi... • Jóhannes í Bónus átti góðan dag í gær: Hrundið var ákærum í mála- ferlum gegn fyrirtækjum hans og fjölskyldunnar. Yfir sjö þúsund hlustendur Bylgj- unnar kusu Bónus vin- sælasta fyrirtæki lands- ins og tók Jóhannes á móti þeirri viðurkenn- ingu klukkustund eftir að sýknudómurinn féll á þessum degi neytenda. Auk Bylgjunnar stóðu Neyt- endasamtökin að vali vin- sælasta fyrirtæki landsins. Þar lét hann þess getið að þriðji hápunktur dagsins væri sá að mamma hans ætti afmæli í dag en Kristín Fanney móðir hans fæddist 15. mars 1918... 0 0 SÉ* vcrur, úc. sanmjarnt 0 S , . ,M hí mr að flœounum vísum! Dalvegi 4 • Sími 564 4700 Opið: Mánud.-föstud. 06:00 -18:00, laug. 06:00 - 17:00, sunn. 07:00-17:00 Hamraborg 14 • Sími 554 4200 Opið: Mánud-laugard. 08:00 - 18:00, laug. 08:00-16:00, sunn. 09:00-16:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.