Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 Fréttir DV Keyptu meira Baugur hefur keypt fleiri hlutabréf í bresku verslun- arkeðjunni Woolworths. Fram kemur á vef Við- skiptablaðsins að kaupin hafi átt sér stað á föstudag- inn og jók Baugur þar með eignarhlut sinn í 10 prósent úr rúmlega 8 prósentum. Baugur hefur einnig verið orðaður við hugsanlega yf- irtöku á Woolworths en samdráttur í sölu fyrirtæk- isins hefur orðið til þess að gengi hlutabréfa félagsins hefur sigið síðustu mánuði. Búist er við að hagnaður Woolworths í fyrra verði á bilinu 40-60 milljónir punda. Ölvuð með smábarn Lögreglan í Reykjavík handtók mjög ölvað par í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan eitt í gærnótt. Það sem þykir þó ótrúlegt er að parið var með eins árs gamalt bam í barnavagni með sér. Parið geymdi áfengisflösku í vagninum hjá baminu. Parið gistir nú fangageymslur og hefur barninu verið komið fyrir í umsjá barnavemdaryfir- valda. Ekki hefur verið gefið út hvaða skýringar parið gaf fyrir þessu vægast sagt undarlega atviki. Innbrot og íkveikja Brotist var inn í íbúðar- hús í Grindavík í fyrradag og rótað þar til að því er fram kemur á vef lögregl- unnar í Keflavík. Þá var einnig farið inn í iðnaðar- húsnæði í Keflavík en að sögn lögreglu var ekki sjá- anlegt að neitt hafi verið tekið. Um kvöldmatarleytið í fyrradag fékk lögreglan til- kynningu um lausan eld við Grunnskóla Grindavíkur. Um var að ræða eld í mslagámi sem stendur fyrir utan skólann en slökkvilið Grindavíkur var kallað á vettvang og slökktu eldinn. Mikið var um dýrðir á Bessastöðum síðastliðinn föstudag en þá buðu forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar fyrir ríkisstjórninay erlenda sendiherra, stjórnendur æðstu stofnana og forystumenn í þjóðmálum. Fögnuöur fyrirmennunnu á BnssnsMm Föst í bílnum S/V Friðleifsdóttir I heiibrigðisráðherra ienti i veseni meðjeppahurðina þegar hún renndi upp að Bessastöðum. Forseti íslands sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans Dorrit Moussaieff buðu til hátíðar- kvöldverðar á Bessastöðum sfðast- liðinn föstudag. Trúlega hefur marga langað til að sitja við borð- hald forsetans í þetta skipti en það var hugsað fyrir ríkisstjómina, er- lenda sendiherra, stjómendur æðstu stofnana og forystumenn í þjóðmálum. Góður matur í örskamman tfma leit út fyrir að sjálf Siv Friðleifsdóttir, sem nýlega tók aftur við ráðherrastól, kæmist ekki inn í huggulegheitin en hurðinn á bílnum hennar stóð á sér. „Læs- ingin var á. Þetta stóð eitthvað á sér," sagði Siv um atburðina og kippti sér lítið upp við þá enda vön að fást við erfiðari verkefni en óstýri- látar bílhurðir. Siv vildi lítið greina frá smáatrið- um veislunnar en virtist hafa skemmt sér hið besta í fögnuði fyrir- menna þjóðarinnar. „Ég er ekki með matseðilinn á hreinu en maturinn var mjög góður eins og venja er á Bessastöðum," sagði ráðherrann af þekkingu. Liprir ræðumenn Eins og venja er í forsetabústaðn- um stigu ýmsir liprir ræðumenn á stokk og héldu tölu yfir gestum. „Forsetinn og forsætisráðherrann héldu góðar ræður eins og þeir eru vanir og ég gat ekki séð betur en að gestir hefðu skemmt sér vel undir þeim. Annars var ég nú gestur þarna og vil lítið lýsa umræðuefnunum," sagði Siv Friðleifsdóttir kankvís að lokum en Ijóst er að ræðuhöld fóru vel í gesti eins og maturinn. karen&dv.is Foringinn og frú Halídór Asgrimsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir voru glæsileg. * . ■ " Sjónvarpsstjóri Páll Magnússon mætti gal vaskur í kvöldverðinn Ritstjóri Fréttablaðsins Þorsteini Pálssyni var boðið, enda á hann langan starfsferil hjá hinu opinbera að baki. Firring í Idolinu Svarthöfði hefur gaman af Idol Stjörnuleit og klæðir sig ávallt upp í búninga eftir því hvaða þema er í gangi. Svarthöfði bíður þó alltaf eftir tækifærinu til að læða sér í pardus G-strenginn, en það hlýtur að koma að því. Það sem veldur hins vegar töluverðum áhyggjum er meðvirkni dómarakvartettsins góða. Keppendurnir eiga virðingu skil- ið. Þeir standa uppi á sviði í Vetrar- garðinum viku eftir viku og syngja af lífi og sál fyrir framan þjóðina. Það virðist hins vegar ekki skipta máli hversu illa þessar elskur skíta í deig- ið, alltaf tekst dómurunum samt að Svarthöfði líkja þeim við einhvern af helstu stórsöngvurum tónlistarheimsins. Svarthöfða finnst stundum eins og þeir séu í hlutverki góðlegu fræn- kunnar frekar en þeirra sem eiga að meta frammistöðu keppenda. Svarthöfði bjó þess vegna til brandara: Sigga Beinteins var að labba a' Laugarveginum þegar gam- all maður datt og rak upp neyðaróp. Sigga rétti honum þá höndina og bauð plötusamning. Hvernig hefur þú þaö? „Ég hefþað bara mjög ffnt, “ segir Friðrik Stefánsson, körfuboltakappi úr Njarðvík. I gær tóku þeir Friðrik og félagar iið KR-inga í karphúsið í undanúrslitum i lceland Ex- press-deildinni.„Ég er mjög ánægður meö sigurinn og reikna meö að þetta verði Reykjanesbæjarslagur í úrslitunum. Annars stefnum við á að taka KR þrjú núll." Meira að segja Bubbi Morthens, sem er góður vinur Svarthöfða, virð- ist eiga erfitt með að sinna harð- jaxlahlutverki sínu. Keppendur fá klapp á bossann og koss á kinnina í stað raunsæs mats á frammistöðu sinni. Svarthöfði skilur ekki af hverju þau hætta ekki bara í Idolinu og fara strax á fullt í bransanum. Því ef mað- ur syngur jafnvel og LeAnn Rimes eða rokkar jafn þétt og Axl Rose, hvað hefur maður að gera í Idol Stjömuleit? Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.