Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 Fréttir DV Blá Reykjavík Sjálfstæðismenn eiga næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær. Þar kemur fram að Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa, vinstri grænir einn en frjálslyndir og Framsóknarflokkurinn fengi engan. Könnunin var gerð í fyrradag og var úr- takið 600 manns af báðum kynjum. 64 prósent svör- uðu spurningunni en Sjálf- stæðisflokkurinn mældist með langmest fylgi, eða tæp 54 prósent. Allt á floti Sveitarstjórn Súðavíkur- hrepps hyggst stækka bryggju bæjarins en hún hefur samþykkt tilboð frá Vestfirskum verktökum ehf. um stækkun flotbryggjunn- ar. Um er að ræða 8 metra langan kubb og er áætlaður kostnaður, að því er fram kemur á bb.is, um 562 þús- und krónur með virðis- aukaskatti. Flafnarstjórn Súðavíkur býst við að verk- ið verði framkvæmt fyrir 15. apríl næst komandi. Fleiri skip Sumarið 2007 verður metár í komu skemmti- ferðaskipa til ísafjarðar, að sögn Guðmundar M. Krist- jánssonar, hafnarstjóra í fsaljarðarbæ. Guðmundur segir í samtali við bb.is að miðað við forbókanir líti þetta mjög vel út og mörg stór skip séu væntanleg sem ekki hafa komið áður til fsa- fjarðar. Stærsta skip sum- arsins, Sea Princess, kemur þann 9. september en það ber um 1.950 farþega. Elsa Georgsdóttir lést á Meistaravöllum í Reykjavík í janúar á síðasta ári. Erlingur Helgi Einarsson, ellilifeyrisþegi og tónlistarmaður, hringdi i 112 og óskaði eftir að- stoð. Neyðarvörður neitaði að senda bíl nema Elsa veitti sjálf samþykki fyrir því. Þá var Elsa að missa meðvitund. Hún var svipt forræði vegna geðræns sjúkdóms og fór Erlingur með allt forræði yfir henni. Ósk hans eftir sjúkrabíl var samt ekki nóg. Erlingur Helgi Einarsson, ellilífeyrisþegi og tónlistarmaður, hringdi í Neyðarlínuna 3. janúar 2005 vegna þess að vinkona hans Elsa Georgsdóttir var að missa meðvitund. Hann bað um að sjúkrabíll yrði sendur umsvifalaust á Meistaravelli en að sögn Er- lings var honum svarað að sjúkrabíll yrði ekki sendur nema Elsa veitti samþykki sitt. Hún hafði verið svipt sjálfræði vegna geðræns sjúkdóms. Elsa Georgsdóttir lést sama kvöld. „Þeir neituðu að korna," segir Er- lingur um viðbrögð neyðarvarða hjá 112 þegar hann óskaði eftir aðstoð. Erlingur segir að veikindi Elsu hafi byrjað með uppköstum og slapp- leika. Þegar hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu ákvað hann að hringja í 112 og óska eftir sjúkra- bíl því honum leist ekki á blikuna. Svo virðist sem hugboð Erlings hafi verið á rökum reist. Sjúkrabíll ekki sendur Erlingur segir að þegar hann hafi hringt í 112 hafi neyðarvörður viljað fá það staðfest hjá Elsu að hún óskaði eftir sjúkrabíl. Elsa átti við geðrænan sjúkdóm að stríða og fór Erlingur með forræði yfir henni. „Hún átti ekki að þurfa gefa samþykki sitt því ég för með for- ræði yfir henni" Samkvæmt svari frá kvörtunar- og kærusviði landlæknisembættisins kemur fram að neyðarvörður hafi bent honum á að hringja í lækna- vaktina og ráðfæra sig við lækni. Látin þegar aðstoð barst Erlingur hringdi aftur í 112 tveimur tímum síðar og þá loks var sjúkrabfll sendur. „Hún var dáin þegar þeir komu,“ segir Erlingur en í ljós kom að Elsa hafði verið látin í töluverðan tíma og því var ekki reynt að lífga hana við. Bréf ári síðar „Þeir áttu að koma strax,“ segir Er- lingur sem finnst 112 bera ábyrgð á andláti Elsu. Hann sendi bréf til kvörtunar- og kærusviðs landlæknis- embættisins í apríl á síðasta ári. Svar barst honum í byrjun mars þessa árs þar sem land- læknisembættið telur að eðlilega hafi ver- ið staðið að mál- unum. í bréfinu stendur að Elsa hafi ekki ósk- að eftir að stoð sjálf og því var Erlingi bent á læknavaktina. Svipt sjálfræði vegna sjúkdóms „Hún átti ekki að þurfa að gefa samþykki sitt því ég fór með forræði yfir henni," segir Erlingur en Elsa hafði átt við alvarlegan geðrænán sjúkdóm að stríða alla sína ævi. Hún var svipt sjálfræði fyrir fjórtán árum. Erlingur hefur farið með forræði yfir henni síðan og hafði hann eftirlit með henni alla daga vegna þessa. Sorgin þung „Ég vil bara koma þessu frá,“ segir Er- Æ « lingur en * málið hefur legið afar þungt á honum síð- astliðið ár. j Hann beið svars frá ' landlækni í tæpt ár og á meðan hvfldi þung sorgin á herðum hans. Landlæknisembættið segir að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað og að neyð- arvörður hafi brugðist rétt við og vísar því ásökunum Erlings alfarið á bug. valur@dv.is Sjúkrabíll 112 vildi ekki senda bíl nema með samþykki Elsu. Stefán Stefánsson telur byggingu veiðihúss sem hann átti hlut í ekki samrýmast lögum Fékk ekki lögbann á eigið veiðihús Stefán Stefánsson höfðaði mál gegn Veiðifélagi Blöndu og Svartár vegna veiðihúss sem stjórn félags- ins ákvað að byggja á síðasta ári. Stefán á 4,65 prósenta hlut í félag- inu. Þar af leiðandi þarf hann einnig að standa straum af kostn- aði við byggingu hússins, sem hann segir að geti verið allt að 140 milljónir. Stefán telur byggingu hússins ekki samrýmast skyldum veiðifélaga og segist þurfa að bera kostnað upp á fjórar til sex og hálfa Hvað liggur á? milljón vegna verksins. f byrjun ársins dæmdi Héraðs- dómur Norðurlands stjórn Veiði- félagsins í hag. Stefáni var gert að greiða 325 þúsund krónur í máls- kostnað. Hann áfrýjaði dóminum. Hæstiréttur staðfesti aftur á móti dóm héraðsdóms og gerði Stefáni skylt að greiða 100 þúsund krónur til viðbótar. Fyrsta flugið Þota breska flugfélagsins Brit- ish Airways lenti í gær í fyrsta skipti á KeflavfkurflugveÚi í áætl- unarflugi félagsins á milli íslands og Bretlands. Flugfélagið hyggst taka farþega frá Keflavík fimm sinnum í viku yfir sumartímann en fjórum sinnum í viku yfir vetr- artímann. Víkurfréttir greina frá því að farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar muni að öllum lflc- indum fjölga um 60 til 70 þúsund á ári. Alp Mehmet, breski sendi- herrann á íslandi, leysti slaufu á borða fýrir landganginn út í vél af þessu tilefni. „Það er að fara skip frá Reykjavík til Namibíu. Það áað gera það út þaöan og mér fannst að það þyrfta að nýta ferðina. Þannig að ég sendi út tölvupósta og byrjaði að safna," segir Maria Kristjándóttir sem hefur ásamt dóttur sinni safnað varningi í skipið Hring.„Núna er búið að fylla skipið af varningi. Mér líður eins og Hróa hetti. Farmurinn á án efa eftir að kæta marga sem þurfa á honum að halda."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.