Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Side 10
10 MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 Fréttir DV Karl er hæfileikaríkur og fjöl- hæfur tónlistarmaður. Hann þykir hinn Ijúfasti maður og laus við alla fordóma. Karl hefur frábært hugmyndaflug og lætur verkin tala. Gallar Karls virðast helst vera þeir að vegna góð- mennsku hans á hann erfitt með að segja nei og tekur ofmikið að sér i einu „Já, Kalli vinurminn. Hann er bara yndislegur strákur. Frábær í sam- starfi. Ég hafði nú kynnst honum aðeins áður en leiðir okkur lágu saman í Það var lagið og það var bara eins og best verður á kosið. Efgallar hans eru einhverjir þá er það kannski eins og með marga aðra sem eru svona vinsælir og eftirsóttir að hann á það tilað taka ofmikið að sér í einu, en hann skilar þó öilu mjög vel frá sér.“ Hermann Gunnarsson, þáttastjórnandi og útvarpsmaður. „Kostirnir eru nú margir. Hann er með óendanlegt hugmyndarflug og óhræddur við að fram- kvæma hlutina, tónlistar- lega séð. Hann er iíka algjörlega fordómalaus og uppbyggilegur í samstarfi. Mér dettur nú varla galli í hug, en það væri þá helst að hann getur varla sagt nei. Þess vegna hefur hann oft of mikið að gera." Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona. „Kalli ereinn hæfileika- ríkasti og fjölhæfasti tón- listarmaður sem ég hef unnið með. Kalli hefur góða nærveru og er af- slappaður. Hann ber sér ekki á brjóst, heldur lætur verkin tala. Ég finn nú enga galla á honum, en hann hefur stundum unnið mig í ákveðinni keppni og virð- ist ekkert skammast sín fyrir það." Pálmi Sigurhjartarson tónlistarmaður. Karl Olgeirsson er fæddur 2 l.október 1972. Hann er í sambúO meö önnu M. Siguröar- dóttur. Þau eiga saman tvö börn, þau Berg- lindi Rós 14 ára og Fróöa 5 ára. Karl lauk á sínum tíma stúdentsprófi frá Menntaskól- anum viö Hamrahlfð. Tónlistin hefurátt hug hans allan og hefur hann stundað nám viö fjölda tónlistarskóla á ólíkum sviö- um. Hann hefur séð um tónlistina í mörg- um leiksýningum aukþess aÖ hafa unniö að ótal mismunandi verkefnum sem tengj- ast tónlist. Hjá Ásgerði Jónu Flosadóttur er hægt að kaupa óopnaðar jólagjafir sem skildar voru eftir handa efnalitlum fjölskyldum í Smáralindinni og Kringlunni í febrúar. Hagnað- urinn af þessu nýstárlegu fjáröflunaraðferð rennur til Fjölskylduhjálpar íslands. ! Jólapakkarnir í Fjölskyldu hjálp Voru gjöftil Fjölskyldu- hjdlparinnar, sem nú selurþá sem urðu afgangs. „Þeir sem geta borgað borga,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar íslands, um nýstárlega fjáröflunar- leið sem hún stendur fyrir. Jólapakkar sem gefnir voru Fjöl- skylduhjálpinni í desember eru seldir í húsnæði hennar í Löngu- hlíð. Hagnaðurinn rennur til Fjölskylduhjálparinnar. sem koma. Hún 'segir að Fjölskyldu- hjálpin kaupi sjálf ýmsar vörur sem ekki fást gefins og gefl skjólstæðing- um sínum. í desember gafst fólki tækifæri til að leggja sitt af mörkum til þeirra efnaminni í samfélaginu. í Kringl- unni og í Smáralind voru jólatré þar sem hægt var að koma fyrir gjöfum. Fjölskyldur voru hvattar til að kaupa „einn pakka í viðbót" og skilja hann eftir handa þeim fjölskyldum sem hafa ekki efni á pökkum handa ást- vinum sínum. Söfnunin gekk vel og af- raksturinn var meðal annars afhent- ur Mæðrastyrksnefnd og Fjölskyldu- hjálp íslands. Báðir aðilar hafa helg- að starfsemi sína aðstoð við fátæka á íslandi. Fjölskylduhjálp íslands lét svo pakkana sína fylgja með matar- og fataúthlutunum í desembermán- uði. En þegar þeim úthlutunum var lokið var enn fjöldinn allur af jóla- pökkum eftir. Peningurinn fer til fjölskyldu- hjálparinnar „Við tókum utan af þeim pökkum sem voru eftir og stilltum því sem í þeim var upp hjá okkur,“ útskýrir „Þetta voru mest barnaleikföng Ásgerður Jóna. „Þetta voru mest barnaleikföng," bætur hún við en tekur skýrt fram að ekki er farið fram á miklar greiðslur og sá peningur sem fáist með þessu móti fari svo aftur í starf Fjölskylduhjálp- ar íslands. „Við erum með út- hlutanir héma á miðvikudög- um,“ segir Ásgerður sem manna best tekur eftir því að þó þeir rík- ari séu að verða rfkari er enn mik- ið af fólki í landinu sem á um sárt að binda. Opið bókhald Ásgerður segir að starf Fjölskylduhjálparinnar gangi stundum erfið lega, en með rausn- arlegum framlög- um fyritækja sé hægt að sjá fyrir flestum „Ég vill taka það fram að allt okk- ar bókhald er opið. Við birtum það árlega í Morgunblaðinu," segir Ás- gerður sem að lokum vill koma því á framfæri að þarnæsta mið- vikudag verði páskaúthlutun hjá Fjölskylduhjálp ís- lands. Þar geta þeir efna- litlu fengið aðstoð hjá Ásgerði og samstarfs- konum hennar. Og aðrir geta kíkt við og styrkt Fjölskyldu- hjálpina með því að kaupa af þeim óopn- aða jólagjöf. Ásgerður Jóna Flosadóttir Formaður Fjölskylduhjálparinn arsegir hagnaðinn renna til þeirra sem á þvíþurfa að halda IMG Gallup gerði könnun um Baugsmálið Baugur bestur en ríkissaksóknari verstur Álit almennings á ríkissaksókn- ara er mjög neikvætt eftir Baugsmál- ið svokallaða. Þetta kemur fram í skýrslu IMG Gallup en könnun með spumingum um Baugsmálið var lögð fyrir 1168 manns. Svarhlutfall var 57,5 prósent og úrtakið sam- anstóð af fólki á aldrinum 16 til 75 ára. Könnunin var gerð fyrir A Lánstraust. í henni voru sjö Æ spurningar, sem allar tengd-^3 ust Baugsmálinu. 78,6 pró sent þeirra sem svömðu spurningum IMG Gallup sögðust vilja hætta mála- rekstri en 66,5 prósent töldu að málareksturi myndi halda áfram. Þá em 25 prósent svarenda sem telja Baugsmenn hafa komið sér- staklega vel út úr málinu en 25,6 prósent telja ríkissaksóknara hafa komið sérstaklega illa út úr því. Af þeim sem komu illa út var lögreglan næst á eftir ríkissak- sóknara með 22,8 prósent svarenda og í ‘ þriðja sæti var ríkislög- reglustjóri með 14,9 prósent. Jón Ásgeir Jóhannesson Og hans menn komu best út úr Baugsmálinu að mati svarenda könnunarinnar. Ríkissaksóknari Jón H.B. Snorrason kom verst út úr Baugsmálinu efrýnt er I skýrslu IMG Gallup um málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.