Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Side 16
7 6 MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 Sport |>V Ronaldinho ætlar að hjálpa Ronaldo Besti knatt- spymumaður heims, Ronald- inho, ætlar að gera sitt til þess að reyna að hjálpa fyrrum besta knatt- spymumanni heims, Ronaldo, að fmna skotskónna sína fyrir HM næsta sumar. Það hefur iítið gengið hjá Ronaldo hjá Real Madrid í vetur þvf ýmist er kappinn meiddur eða sýnir slak- an leik inni á vellinum. „Ég mun gera ailt mitt til þess að hjálpa Ronaldo eins og ég geri fyrir alia mína liðsfélaga. Ég treysti mikið á Ronaldo og mér finnst hann eiga að vera virtur fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Real Madrid, landsliðið og fótboitann yfir höf- uð,“ sagði Ronaldinho. Hiddink hættir hjá PSV Guus Hiddink hættir sem þjálfari PSV Eindhoven eftir tíma- bilið en hann hefur verið orðaður við landslið Englendinga, Suður- Afríku og Rússlands að undan- , fömu. Hiddink M hefur gert frá- / bæra hluti i/ - 1”“Í/ meðlandslið í‘ Hollands og Suður-Kóreu í j síðustu X 'l y heimsmeist- 1 ' arakeppnumog í sumar mun hann þjálfa Ástralíu á HM í Þýskalandi. Undir hans stjóm enduðu Hollendingar í 4. sæti á HM í Frakkiandi 1998 líkt og Suður-Kórea fjórum árum síð- ar. Ástraba komst undir hans stjóm á HM í fyrsta sinn síðan 1974. Vissir þú að... .. .Þegar Englendingar og Vestur-Þjóð- verjar mættust í átta liða úrslitum í Mexíkó tók Sir Alf Ramsey, þjálfari enska liðsins, afdrifaríka ákvörðun. f stöðunni 2-1 fyrir England tók hann Bobby Charlton af leikvelli. Þetta var 106. leikur Charltons fyrir enska lands- liðið og það leit út fyrir að Ramsey væri að spara hann fýrir undanúrslitin. Það fór svo að fjarvera hans á miðju enska liðsins tók sinn toll og Þjóðverj- ar unnu leikinn 3-2 eftirframlengingu. Þetta var síðasti leikur Bobbys Charlton fyrir enska landsliðið. ... Brasilíumaðurinn Jairzinho varð fyrsti og eini leikmaður HM frá upp- hafi til þess að skora í öllum leikjum síns liðs á HM frá riðlakeppni í úrslita- leik. Jairzinho skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum og svo eitt mark í hin- um fimm leikjunum. Jairzinho var 26 ára gamall þegar HM fór fram í Mexíkó og hafði tvisvar sinnum fót- brotnað á hægri fæti en hann blómstraði á hægri vængnum hjá brasilíska landsliðinu. ... Brasilíumenn fengu Jules Rimet- styttuna til eignar en styttunni var stolið árið 1983 úr höfuðstöðvum brasilíska knattspyrnusambandsins. Líklegt er talið er að hún hafi verið moluð eða brædd því ekkert hefur til hennar spurst síðan. Brasilíska knatt- spyrnusambandið lét gera nýja samskonar styttu. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst 9. júní næstkomandi. Nú er 75 dagar þar til að veislan hefjist og DV heldur áfram að telja niður fram að HM. Það hafa 22 þjóðir spilað á sinni fyrstu Heimsmeistarakeppni síðan að fjölgað var úr 16 liðum í 24 lið á HM Spáni 1982. Átta þjóðir til viðbótar bætast í hópinn í Þýskalandi í sumar. Átta þjóðir fá sína fyrstu reynslu af lokakeppni heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu þegar hún fer fram í Þýskalandi í sumar. Þetta eru fjórar Afríkuþjóðir (Angóla, Fflabeinsströndin, Ghana og Tógó), þrjár Evrópuþjóðir (Tékkland, Serbía og Montenegro og Úkraína) og svo góðvinir okkar frá Trínídad og Tóbago í Karabíska hafínu. Nýliðar HM hafa oftar en ekki slegið í gegn og sett mikinn svip á undanfarnar heimsmeistarakeppnir. Alls hafa sjö þjóðir komist í gegnum riðlakeppnina á sinni fyrstu HM. Það hafa ekki verið fleiri nýliðar á HM síðan á fjórða áratugnum þegar fyrstu HM fóru fram. Hér skiptir miklu máli að fjórar af fimm Afríku- þjóðum hafa ekki verið með áður og að Tékkar og Serbar koma nú á sína fyrstu HM undir eigin merkjum en hafa áður spilað undir merkjum Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu. Hér á eftir verður farið yfir helstu nýliða- ævintýrin á síðustu sex heimsmeist- aramótum en 22 þjóðir hafa stigið sín fyrstu spor frá og með HM á HM á Spáni 1982 Afríkuþjóðimar Alsír og Kamerún komu á óvart en náðu þó ekki að komast upp úr riðlinum. Alsír vann Vestur-Þýskaland í fyrsta leik en datt út eftir að Þjóðverjar og Austurríkis- menn spiluðu upp á hagstæð úrslit fyrir bæði lið. Kamerún tapaði ekki leik en sat eftir á markatölu og ftalir sem komust upp úr riðlinum fóm alla leið og unnu HM Aðrir nýiiðar: Hondúras, Kúvæt og Nýja-Sjáland. 5-1 tap fyrir Spánverjum í 16 liða úr- slitunum. 6-1 sigur liðsins á Úrúgvæ er einn flottasti sigur á HM undan- farin ár en Preben Elkjaer-Larsen og Michael Laudrup vom algjörlega óstöðvandi í leiknum. Aðrir nýliðar: Kanada og írak. HM á Ítalíu 1990 írland og Kosta Ríka slógu bæði í gegn, frar fóm alla leið inn í átta liða úrslitin þar sem þeir töpuðu fyrir gestgjöfunum, ítölum, en írar gerðu jafnefli við England, Holland og Egyptaland í riðlakeppninni. Kosta Ríka vann bæði Skotland og Svíþjóð í riðlakeppninni en tapaði 4-1 fyrir Tékkóslóvakíu í 16 liða úrslitunum. Aðrir nýliðar: Sameinuðu Arab- ísku Furstadæmin. HM í Bandaríkjunum 1994 Nígería var spúmiklið HM í Bandaríkjunum og unnu sinn riðil sem innihélt Argentínu, Búlgaríu og Grikkland. Nígería var 1-0 yfir gegn ítölum í 16 liða úrslitunum þegar aðeins tvær mínútur vom eftir en töpuðu síðan í framlengingu. Sádí- Arabar unnu einnig sinn riðil en duttu út fyrir Svíum í 16 liða úrslit- um. Aðrir nýliðar: Grikkland HM í Frakklandi 1998 Króatar náðu bestum árangri ný- liða á HM síðan Portúgal vann einnig bronsið á Englandi 1966. Davor Suker varð markakóngur keppninnar með sex mörk en Króat- ar töpuðu 1-2 fyrir verðandi heims- meisturum Frakka í undanúrslitun- um. Króatar unnu meðal annars Þjóðverja 3-0 í átta liða úrslitunum. Aðrir nýliðar: Jamaíka, Japan og Suður-Afríka. HM í Kóreu og Japan 2002 Senegal var spútniklið síðustu HM en liðið vann Frakka 1-0 í opnunar- leiknum og fór alla leið í átta liða úrslitin þar sem Tyrkir unnu þá á gullmarki í framlengingu. Senegal sló Svíþjóð út úr 16 liða úrslitunum. Aðrir nýliðar Kína, Ekvador og Slóvenía. ooj@dv.is Spáni 1982. Besti árangur nýliða Króatar hafa núð bestum órangri nýliða síðan HM fór að birtast heimin- um i lit. Hér fagnar markakóng- urinn Davor Suker sigri d Þjóð- verjum d HM í Frakklandi 1998. NordicPhotos/AFP HM í Mexíkó 1986 Danir slógu í gegn í Mexflcó og unnu Skotland, Úrúgvæ og Vestur-Þýskaland í riðlakeppninni en urðu að sætta sig við Níunda heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fór fram í Mexíkó 31. maí til 21. júní 1970 Pele heimsmeistari í þriðja sinn með einu besta liði sögunnar Marki fagnað Pele og félagar hans fagna einu af 4 mörkum Brasiliu í úrslita- leiknum. Nor- dicPhotos/AFP Pele hafði lýst því yfir eftir að Brasilíumenn duttu út úr riðlakeppn- inni á HM 1966 að hann myndi afdrei spila aftur á HM en hann snéri aftur og varð heimsmeistari í þriðja sinn þegar keppnin var haldin í Mexflcó 1970. Margir álita sem svo að heims- meistaralið Brasilíumanna 1970 sé eitt besta lið allra tíma. Pele var nú á toppnum á sínum ferli og við hlið hans léku frábærir leikmenn eins og Jairzinho, Rivelino og Tostáo. Pele varð fyrstur til að verða heimsmeist- ari í þriðja sinn og þjálfarinn Mario Zagalfo varð sá fyrsti til að vinna HM bæði sem leikmaður og þjálfari. ítalir lentu undir gegn heima- mönnum í Mexflcó í 8 liða úrslitum en unnu 4-1, Brasilíumenn unnu Perú 4-2 og Úrúgvæ vann Sovétrikin á einu marki í framlengingu sem var í raun ólöglegt. Stærsti leikur átta liða úrslitanna var viðureign Vestur-Þjóð- verja og Englendinga sem höfðu fjór- um árum áður spilað sögulegan úr- slitaleik keppninnar. Englendingar komust í 2-0 og virtust að vera end- urtaka leikinn frá 1966. Vestur-Þjóð- verjar náðu að jafna leikinn átta mín- útum fyrir leikslok og það var síðan verðandi markakóngur keppninnar, Gerd Muller, sem tryggði Þjóðverjum sæti í undanúrslitunum. ítalir unnu Þjóðveija 4-3 í undan- úrslitunum í leik sem er talinn vera einn sá besti frá upphafi. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma, Gerd Muller skoraði síðan tvíveigis í fram- lengingunni sem dugði ekki til því þar litu einnig þrjú ítölsk mörk dags- ins ljós. Gianni Rivera skoraði sigur- markið á 111. mínúm. Brasflíumenn unnu Úrúgvæa 3-1 í hinum undanúrslitaleiknum og í sjálfúm úrslitaleiknum héldu þeim engin bönd þegar þeir unnu ítala 4-1. Pele kom Brasilíu yfir eftir 18 mínútur, Roberto Boninsegna jafti- aði á 37. mínútu en þrjú mörk frá Gerson, Jairzinho og Carlos Alberto tryggðu Brössum tit- ilinn í þriðja sinn og Jules Rimet-stytt- una til eignar. Pele lagði upp tvö seinni mörkin og mark Jairzinho þýddi að hann hafði skorað í öllum leikjum keppninnar sem enginn hefur afrek- að fyrr eða síðar. HM1970 í MEXÍKÓ Þátttökuþjóðir: 71 (16 [ úrslitum) Heimsmeistarar: Brasilía (3. titill) Úrslitaleikur: Brasilía-Italía 4-1 Fyrirliði heimsmeistaranna: Carlos Alberto Þjálfari heimsmeistaranna: Mario Zagallo Leikir: 32 Mörk: 95 (2,97 f leik) Markahæsta lið: Brasilía 19 mörk (3,17 í leik) Áhorfendafjöldi: 1.673.975 (52.312 á leik) Markakóngur: Gerd Muller, Vestur-Þýskalandi, 10 mörk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.