Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 Fréttir DV Fullt af fíkniefnum Þaö var nóg að gera hjá Lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Lög- reglan handtók 13 manns fyrir fíkniefnaneyslu. Sjö voru handtekin í heimahúsi í miðbænum skömmu eftir miðnætti. Öll höfðu þau neytt fíkniefna af einhverju tagi. Þá stöðvaði lögreglan bíl á Sæbraut skömmu fyrir hádegi í gær þar sem bíl- stjórinn var undir aldri. í bflnum voru alls sex ung- menni og lagði lögreglan hald á kannabisefni, e-töfl- ur og hvít efni. Stakk af eftir árekstur Árekstur varð á fjórða tímanum í fyrrinótt á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar í Keflavík. Tveir bflar skullu saman og urðu skemmdir töluverðar á þeim báðum. Annar öku- maðurinn stakk af en lög- reglan er með óljósa lýs- ingu á bifreiðinni. Hún er talin vera grá eða hvít fólks- bifreið og töluvert skemmd. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. Hátt bensínverð? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FfB. „Verðið er komið nánastyfir allt velsæmi. Það er Ijóst að meðað við þróun gengis annars vegarog heimsmark- aðsverðs hins vegar að það sér ekki fyrir endann á þess- um hækkunum. Þannig að stjórnvöld hljóta að þurfa að fara að endurskoða skatt- lagningu á bensíni." Hann segir / Hún segir „Það er bara brjálæði. Ég hef ekkert fylgst svo sem með þessu og veit ekkert hvað maður getur sagt. Maður þarf þó að kaupa bensín, það er víst. Svo virðist vera að þó að það sé góðæri og gengið styrkist skili það sér aldrei I benslnverðið." (ris Kristinsdóttir, söngkona og nýbökuð móðir. Bláum ljósum hefur verið komið fyrir inni á salerni ESSO-stöðvarinnar við Geirs- götu. Tilganginn með þeim segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, deildarstjóri fasteigna- og framkvæmdadeildar Olíufélagsins, að stemma stigu við komu fíkni- efnaneytenda. Guðjón Egill Guðjónsson, fyrrverandi sprautufíkill, hefur þó efa- semdir um árangur þessara aðgerða. Bensínstöðvar setja upp hlá Ijós gegn sprautufiklum Guðjón Egill Guð- jónsson Segir ótta við spautufíkla óþarfan. 3 Sawtoó O Soustoó srr'': ESSO við Geirsgötu Á stöðinni hafa sprautur og nálar ítrekað fundist. Sprautufikill Bláu Ijósin eiga að gera fíklum erfitt fyrir að sjá æðar í líkama sínum. „Starfsfólk okkar hafði fundið sprautur og nálar inni á saleminu og slíkt þótti okkur ekki boðlegt fyrir viðskiptavini okkar," segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson deildarstjóri fasteigna- og fram- kvæmdadeildar Olíufélagsins ESSO. Til að stemma stigu við komu sprautufíkla hefur nú verið komið fyrir bláum ljósum inni á sal- erni bensínstöðvarinnar við Geirsgötu en bláleit birta gerir fikni- efnaneytendum nær ómögulegt að greina æðar á líkama sínum. Guðjón Egill Guðjónsson, fyrr- forvörnum gegn fíkniefnum. Þessar verandi sprautufíkill og núverandi umsjónarmaður 12 spora hússins sem miðar að því að styðja fólk út úr fíkninni, staðfesti að ljósin virkuðu. Hann segir þó að ýmsar aðgerðir virki gegn ljósunum ef fólk vilji á annað borð sprauta sig og telur aðr- ar aðgerðir líklegri til árangurs. Geir Jón vill fleiri Ijós Guðmundur Tryggvi hjá ESSO bendir á að fýrirtækið hafi í gegnum tíðina markaðssett sig samhliða aðgerðir séu angi af því. Fleiri fyrir- tæki hafi séð sér hag í að koma upp eins ljósum. Eins hafi Geir Jón Þórisson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, haft uppi hugmyndir um að lfldega væri væn- legt að lýsa salernisaðstöðu skemmtistaða upp með sama hætti. Fríar nálar og ruslabox „Þessi ótti við sprautufíkla er óþarfur. Því hefur verið haldið fram að ffldar þrífi sprauturnar með því .að stinga nálunum í gegn- um salemispappírinn en ég hef ekki trú á því þar sem það myndi eyðileggja nál- arnar," segir Guðjón hjá 12 spora húsinu. Til að draga úr hættu af notuðum nálum telur hann árangursrflcara að hafa nál- ar fríar og eins að koma upp boxum þar sem ffldar geta losað sig við nálar svo öðmm stafi ekki hætta af þeim en báðar aðferðir hafa verið notaðar víða erlendis. Gagnslaus blá Ijós „Maður þarf nú ekki annað en að skyggja á ljósið með flík og notast svo við ljós af síma eða öðm slflcu til að gera þessi bláu ljós gagnslaus þannig að ég held að önnur ráð séu betri," sagði Guðjón Egill að lokum um þetta mál og ítrekaði frekari þörf á að ffldar gætu nálgast hreinar nál- ar án endurgjalds. „Nálarnar eru svo sem ekki dýrar hér- á landi en þegar maður er alls- laus eins og sprautufíklar em oft á tíðum er erfitt að nálgast þær." karen@dv.is Haraldur Johannessen slapp við spurningar um Baugsmálið á RÚV Spilar ekki á harmónikku í fiðlutíma „Það vom margar spurningar sem mann langaði að spyrja en það er nú þannig að maður spilar ekki á harmónikku í fiðlutíma," sagði Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, um viðtal sitt við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Viðtalið var tekið upp á Langjökli síðastliðinn föstudag en þá hittust fulltrúar slysavarnafélagsins Lands- bjargar og lögreglunnar í landinu í tilefni undirritunar samnings um aðgerðaáætlun á jöklinum. Margir hafa beðið í ofvæni eftir að fá að sjá Haraldi Johannessen bregða fyrir á skjánum í von um að fá að heyra hvað hann hefði að segja um sýkn- una í Baugsmálinu, stærsta dóms- máli sögunnar, og áfrýjun til Hæsta- réttar. Hingað til hefur aðeins heyrst í Jóhannesi Jónssyni í Bónus en hann hefur látið hörð orð falla í garð Haralds vegna málsins. Frettamenn, sem hafa án árangurs reynt að ná í Harald, horfðu því spenntir þegar Gísli fékk við- talið. Hann sleppti þó öilum umræðum um Baug og fengu áhorf- endur því lllSII aö Einarsson Fóruppá Langjökul til að finna Harald Johannessen. aðeins upp- lýsingar um gerðir Haraldur Johannes- sen Ríkislögreglustjór- inn svaraði spurning- um um býsna stóran en engum um býsna stórt dómsmál. býsna stór- um jökli, en engar um býsna stórt dómsmál. karen@dv.is ión Baldvin í ávaxtaútskurði í gær var Rótahátíð sett á ísa- firði af engum öðrum en Jóni Baldvin Hannibalssyni. Rætur er áhugahópur um menningarfjöl- breytni og stendur að hátíðinni ásamt Fjölmenningarsetri og Rauða krossinum. Meðal þess sem finna má á dagskrá hátíð- arinnar er málþing ungs fólks, alþjóðlegt kaffihús og kynning á pólskri menningu. Einnig má þar finna námskeið í taflenskum ávaxtaútskurði og salsadans- námskeið svo fátt eitt sé nefnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.