Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 23
Menning DV MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 23 Þaö þarf ekki áö kafa djúpt eftir sterku lýsingarorðunum til þess að fjalla um upp- færslu leikhópsþp á Akureyri á Litlu hryllingsbúðinni. Þar ríkti glaumur, þar ríkti gleði, þaivrífti ógnvænlegt ástand skapað af hrottalegri plöntu sem bara óx og óx og þar ríktu listamenn sem hrifu áhorfendur. Það var valinn maður í hverju hlutverki og mögulejf a%leikhússins tónra^^_myndrænt nýttir til fullnustu. Heldur pasturslítill piltstúfur að nalhi Baldur starfar í blómabúð hjá harðneskjulegum yfirmanni og sam- starfskonan Auður má ekki vamm sitt vita, eins og þar stendur. Ljósku- kjáni með risastórt hjarta. Gamli harðjaxlinn, búðareigandinn, ætt- leiðir piltstúfinn eftir að Baldur er búinn að uppgötva merkisplöntu sem gerir hann ekki aðeins frægan heldur einnig ansi voldugan. Plant- an sú reynist vera mannætuplanta og eins og í öllum góðum ævintýrum gleypir hún í sig illmennin en þar sem henni tókst nær að svelgja í sig hina fallegu dís missir hún máttinn og pilturinn Baldur neyðist til þess að skila plöntunni stúlkunni eftir að lífsneisti hennar hefur fjarað út. Æv- intýrið endar sumsé heldur dapur- lega. Stúlkan Auður stendur í ástar- sambandi við ofbeldisfuUan tann- lækni og þegar sá hinn sami hverfur verður hún fegin en það er ekki fyrr en síðar að það rennur upp fýrir henni að Baldur hefur fómað Ómari Konráð, en svo heitir tannlæknis- fíflið, í kjaftinn á plöntunni ógur- legu. Þijár stúlkur sem dansa og vita allt em eins konar nomir í ævintýr- inu og þótt þær virki heldur vondar í upphafi em þær þó í raun vinkonur hinnar góðhjörtuðu Auðar. Söguna að tama þekkja nú flestir og lögin límast mörg hver svo fast við heilann að erfitt er að hrista þau úr kollinmn. Planta og púkalegur piltstúfur í aðalhlutverki var planta, fyrst agncirh'til í litíum potti og að lokum eftir að vera búin að taka þó nokkur vaxtastökk var hún orðin svo stór að hún gat gleypt einn og tvo í einu. Bemd Ogrodnik er listamaðurinn bakvið undrið, einkum og sér í lagi var kokið skelfilegt. Guðjón Davíð Karlsson fer með hlutverk hins feimna og óffamfæma Baldurs og skilar hann hlutverkinu með glans. Þessi silalegi limaburður og aulabárðarháttur lýsir undurvel hinum seinheppna sénslausa púka- lega gæja. Vigdís Hrefna Pálsdóttir fer með • r' f • ' f-- ' ' hlutverk ljóskunnar Auðar og er óhætt að segja að hún hafi átt flottan stjömuleik í þessari uppfærslu. Ljóskan er viðkvæm, trúgjöm og kjánaleg en jafiiframt hjartahrein með ómældan kynþokka. Vigdís stekkur inn í gervi ljóskunnar eins og Marilyn sé endurfædd og var unun á að horfa og ekki tókst henni síður upp í raddbeitingu og söng. Þráinn varð qræðginni að bráð Allar persónumar em stíliserað- ar, það er hver í sínu hólfi eins og teiknimyndapersónur. Tannlæknir- inn sem Jóhannes Haukur Jóhann- esson fyllti af styrk, ofbeldi og heimsku var vel útfærður í stórkarla- legum leik sem Jóhannesi er tamur. Jóhannes fór einnig með ýmis önnur smærri hlutverk, hafði úr skemmti- legum klæðaskáp að moða og þó svo að hann sé svolítið að herma eftir leikurum sem við þekkjum ofur vel þá sýnir hann gjörla að skafinn er nokkur hjá honum og hann getur leildð á margbreytilega strengi sem komst ekld síst til skila í hlutverki gellunnar. Nominimar þijár, sem þær Álf- rún Helga ömólfsdóttir, Ester Talía Casey og Ardís Ólöf Vikingsdóttir léku, dönsuðu og sungu og ýttu at- burðarrásinni áfram af krafti í dill- andi töktum. Þráinn Karlsson lék búðareigandann og nú á sínu fimm- tugasta leikári stífsmall hann inn í Baldur - Guöjón Davíð'feflsson dóttir Jóha og Auður II. , „Skiíar hlutverki hins feirrina, og ófram annesson, Litla hryllingsbúðin eftir Howard Ashman Tónlist: Alan Menken Þýðing; Megas og Einar Kára- son Leikarar: Vigdis Hrefna Páls- dóttir, Jóhannes Haukur Jó- færna Baldufs með glcrns." þennan hóp ungra leikara og naut sín einkar vel eftir að hann var orð- inn græðginni að bráð kominn í silf- urlitað vesti með dollaratákn í aug- unum. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson léði plöntunni rödd sína að undan- skildum söngnum sem kom úr barka Andreu Gylfadóttur og eitt er víst að ungir áhorfendur trúa því eins og nýju neti að hér sé hvert tíst komið ofan úr koki hinnar grimmu plöntu. Stuðsýning Þetta er stuðsýning. Þaldð ætíaði bókstaflega af fljúga til himna í hinu gamla samkomuhúsi og það em engar ýkjur að bæði stólar og veggir titruðu og skulfu. Sumum var nóg um hávaðann en þetta er nú einu sinni rokk-söngleikur og ekki kyrrð- arstund þannig að ég spái því að ungviðið á öllum aldri við Eyjafjörð eigi eftir að dilla sér á þessari vel uppfærðu sýningu sem er greinilegt að leikstjórinn Magnús Geir Þórðar- son hefur lagt sál sína í. Leikmyndin og lýsingin var einnig einkar vel unnin og búningar og gervi smart. Það eina sem virki- lega er hægt að finna að sýningunni er að hún var of stór fyrir lítið hús sem varð til þess að einstaka sinnum tók dúndrandi tónlistin svo yfir- höndina að það var með öllu ómögulegt að heyra orðaskil leikar- anna. Það hefði til að myndá mátt Þráinn Karlsson, Guðjón Dav- íð Karlsson, Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir, Ester Talia Casey, Ardís Ólöf Vikingsdóttir Guðjón Þor- steinn Pálmarsson Lýsing: Björn Bergsteinn G unnarsson Tónlistarstjórn: Kristján Edel- stein Brúðugerð: Bernd Ogrodnik Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir Gervahönnun: Ragna Foss- berg ★ ★★★ Tónleikar feida niður eða lækka tónlistina með- an þeir Baldur og herra Músnikk gengu frá svo viðkvæmu máli sem ættíeiðingu Baldurs en þar heyrðist meira í magnaraboxum en röddum þeirra. Þéttur, fagmannlegur og góður leikhópur auk frábærrar hljómsveitar veitir hér góða skemmtím. Elísabet Brekkan á Brautir- Glerveggir- Glerhuröír - Hert Gler Ekki á morgun! Á menningarsíðu á föstudag- inn var ranglega sagt að Blúshátíð í Reykjavík byrjaði á morgun, þriðjudag. Það rétta er að sjálf- sögðu að Blúshátíð í Reykjavík verður dagana 11.-14. aprfl. Beðist er afsökunar á þessum herfilegu mistökum og umsjónar- maður menningarsíðu gerir hvort tveggja; hneigir höfuð sitt í blygð- an og leggst marflatur í duftið. Halldór Bragason hafði vita- skuld samband og sagði við það tilefni frá því að til stæði að heiðra blúsmánn við setningu Blúshátíð- arinnar um páskana og gera að heiðursfélaga Blúsfélags Reykja- víkur. Hægt er að senda inn tilliögur að því hvern á að heiðra á netfangið blues@blues.is . Þess má geta að Magnús Eiríksson var heiðraður 2004 og Björgvin Gíslason 2005. Miðasala á Blúshátíð fór að sögn Halldórs vel af stað, enda miðaverð lágt og það má að sögn þakka stuðningsaðilum hátíð- arinnar. Að lokum sagði Dóri að Deitra Farr bæði að heilsa til íslands og að hún og hinar dívumar gætu ekki beðið eftir því að koma á Blúshátíð. Okkar íslenska díva, Andrea Gylfadóttir, er lflca gríðarlega spennt fyrir hátíðinni, þó að hún hafi svosem nóg að gera við að syngja hlutverk mannætublómsins Auðar II. í Litíu hryllingsbúðinni þessa dagana. Fréttir og fleira er að finna á www.blues.is miðar á midi.is. Dívan Deitra Farr Erþegar farin að hita upp fyrir Blúshdtfð. Hawa mmmmm mmmmrn mmmmm VIlllí Járn og gler ehf - Skt! Barkarvogsmegln - S: WWW.jí ihll íuvogur 1h 58 58 900 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.