Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Síða 17
DV Sport MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 17 Undanúrslit Iceland Express-deildar karla í körfubolta hófust um helgina íslandsmeistarar Keflavíkur héldu sigurgöngu sinni áfram og nágrannar þeirra í Njarðvik unnu einnig góðan heimasigur í fyrsta leik Aflur i sinu lif.ta forml A I, lv<-, 'Jik i lyr.tn Irikniiiu ijci/ii KH i ij.ri. 1.10111,1 ,jnji, iHiniui liiHi iir.hwi,i, 1,111 ■inju ikotiun •y tók injnij vrl nied Njmi ’iin nö linlij lcnt i vmui uiti. ívry liitti iiicöiil tiitn ■inum og 8 al 't vinmi. Njarðvíkingar fóru illa með KR-inga í fyrsta leik liðanna í undan- úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta en leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær. Njarðvík vann leikinn með 36 stigum, 101-65, og hefur þar með, eins og nágrannar þeirra í Keflavík, unnið fyrstu þijá léiki sína í úrslitakeppninni. Njarðvíkurliðið lék við hvem sinn fingur bæði sóknar- og vamarlega og það var ljóst alveg frá byrjun leiks í hvað stefndi. Njarðvík var komið 17 stigum yfir, 28-11, eftir fyrsta leikhlut- ann og hafði 18 stiga forskot í hálfleik, 47-29, en liðið nýtti 17 af 18 vítum sín- um í hálfleiknum, þar af öll 14 víti fyrsta leikhlutans. í seinni hálfleik bættu heimamenn bara við og KR- ingar áttu engin svör. Það er ekki nóg með að lykilmenn eins og leb Ivey (26 stig, 9 stoðsend- ingar, 6 þristar) og Friðrik Stefánsson (15 stig, 11 fráköst, 8 fiskaðar villur) hafi verið að spila vel því ungu strák- amir, Jóhann Ámi Ólafsson (15 stig, 7 fráköst) og Kfistján Sigurðsson (14 stig á 14 mínútum) vom með frábæra inn- komu af bekknum og allt liðið var að spila sem ein heiid í vöm sem sókn. Það var tvísýnt með Brenton Birming- ham fyrir leikinn og hann skoraði að- eins 9 stig á þeim 28 mínúrnm sem hann lék en það kom ekki að sök. Útlendingar KR heillum horfnir KR-ingar þurfa heldur betur að bæta sinn leik á báðum endum vallar- ins ef þeir ætla ekki í sumarfrí eftir þrjá leiki. Pálmi Freyr Sigurgeirsson (19 stig) og Fannar Ólafsson (13 stig) létu finna fyrir sér en báðir útlendingamir vom heillum horfnir. Melvin Scott klikkaði á 9 af 11 skotum og Ljubodrag Bogavac var með 1 súg, 1 frákast og 5 villur á 13 mínútum. KR-ingar skor- uðu bara 65,6 stig að meðaltali í átta liða úrslitunum gegn Snæfelli og þurfa því greinilega að skipta í hærri gír sóknarlega ætli þeir sér að eiga eitt- hvað í Njarðvíkurliðið í þessu einvígi. Keflavík vann fyrsta leikinn með 15stigum Keflvíkingar buðu Skallagríms- menn velkomna í undanúrslit með 15 stiga sigri, 97-82, í fýrsta leik undan- úrslitaeinvígis liðanna en liðin mæt- ast í öðmm leiknum í Borgamesi í kvöld. Keflavík gaf tóninn strax í fýrsta leikhluta sem liðið vann með 12 stig- um (31-19) og hafði því fomstuna út leikinn þótt Skallagrímur hafi minnk- að muninn niður í tvö stig í upphafi flórða leikhluta. Nær komust þeir ekki og Keflavík vann síðustu sjö mínútur leiksins, 22-9. Magnús mættur til leiks Það má segja að Magnús Þór Gunnarsson hafi mætt til leiks í fýrsta sinn í úrslitakeppninni en hann skor- aði 18 stig og nýtti 46% skota sinna en gerði aðeins 10 stig og klikkað á 16 af 19 skotum í leikjunum tveimur gegn Fjölni. Magnús skoraði meðal annars 10 stig á síðustu sjö mínútum leiksins þegar Keflavíkurliðið landaði sigrin- um. Jón Norðdal Hafsteinsson hélt áfram að skila frábærum mínútum og var að þessu sinni með 15 stig og 6 ffáköst á 22 mínútum. Jón Norðdal hefur nú skilað 24,9 stigum, 11,8 ffá- köst og 35,4 framlagsstigum á hverjar 40 mínútur sem hann hefur spilað í úrslitakeppninni til þessa. Refsaði Byrd í hraðaupphlaupunum Vlad Boer réð lítið við George Byrd sem skoraði 31 stig og nýtti 63% skota sinna inn í teig en bakverðir liðsins áttu slæman dag. Framherjar og mið- herjar liðsins skoruðu 68 af 82 stigum og bakverðimir nýttu aðeins 5 af 21 skoti sfnu í leiknum. A. J. Moye sá til þess að Jovan Zdravevski klikkaði á 12 af 16 skotum sínum í leiknum og var líka klókur í að refsa George Byrd með því að vera á undan honum upp völl- inn í hraðaupphlaupum en margar af tólf körfum Moye í leiknum komu einmitt úr hraða- upphlaupum þar sem Byrd var víðsfjarri. ooj@dv.is Tveir öflugirA. J.Moyes, að körfu Skallagríms en Gt til varnar. Byrd vann Moye um og fráköstum en Moye Keflavik unnu hinsvennr /e Deildarmeistarar Hauka áttu aldrei möguleika í öðrum leiknum gegn bikarmeisturum IS Stúdínurtryggðu sér oddaleikinn með sannfærandi sigri Bikarmeistarar ÍS tryggðu sér oddaleik gegn deildarmeisturum Hauka með 83-71 sigri f öðrum leik liðanna sem fram fór á laugardags- kvöldið. ÍS-liðið náði mest 21 stigs forskoti í þriðja leikhiluta og náði Haukaliðið því aldrei niður fyrir tíu stigin síðustu 23 mínútur leiksins. ÍS hafði yfir í hálfleik 38-25 og var 19 stigum yfir (48-29) þegar bandaríski leikstjórnandi liðsins, Maria Con- lon, varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Conlon hafði þá skorað 16 stig og gefið 4 stoðsendingar á sama tíma og hún hélt Helenu Sverris- dóttur í 6 stigum og 1 stoðsendingu. Hún kom ekki aftur inn í leikinn og verður örugglega tvísýnt um þátt- töku hennar í oddaleiknum sem fram fer á miðvikudaginn. Stúdínur létu þetta áfall samt ekki hafa áhrif á sig fremur en þegar Signý Her- mannsdóttir fékk sína fjórðu villu í lok þriðja leikhlútans og settist á bekkinn. ÍS lék síðustu 12 mínútur leiksins án þeirra Conlon og Signýj- ar, Haukar unnu þær reyndar með 9 stigum (35-26) en náðu aldrei að ógna ÍS að neinu ráði enda léku stúdínur af mikilli skynsemi á lokamínútum leiksins. Þórunn Bjarnadóttir átti frábær- an leik með ÍS (20 stig, 13 fráköst, 4 stoðsendingar) og bæði Lovísa Guð- mundsdóttir og Hanna B. Kjartans- dóttir komu mjög sterkar inn af bekknum, en annars var allt IS-liðið að spila vel og þá sérstaklega varnar- lega á meðan þeirra Conlon og Signýjar naut við en Haukar skoruðu þá aðeins 35 stig á 28 mínútum og klikkuðu á 37 af 50 skotum sínum. Lykilmenn Haukaliðsins, Megan Mahoney (26 stig, 14 fráköst, 5 stoln- ir) og Helena Sverrisdóttir (23 stig, 11 fráköst, 7 stolnir), voru báðar í vandræðum í þessum leik, Helena skoraði meira en helming stiga sinna af vítalínunni (12 af 23) og Megan skoraði 14 af 26 stigum sín- um eftir að munurinn fór yfir 20 stigin og bæði Conlon og Signý voru sestar á bekkinn. Kvennalið Keflavíkur tryggði sér sæti í lokaúrslitum kvenna í 12. sinn í 14 ára sögu úrslitakeppninnar með því að bursta Grindavík 97-72 í öðr- um leik liðanna. Keflavík vann fyrri leikinn í Grindavík með sjö stigum, 83-90, en Grindavíkurstelpur áttu aldrei möguleika í leiknum í Kefla- vík. Lakiste Barkus hjá Keflavík skor- aði 35 stig og þar með 66 stig í leikj- unum tveimur. Lykilmaðurinn var hin 18 ára gamla Bryndís Guðmunds- dóttir sem var með 18 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Upp um 18 stig Þórunn Bjarnadóttir var maður annars leiks undanúrslitaeinvlgis Is og Hauka og skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og gaf4 stoðsend- ingar i leiknum. Hún gerði að- eins 2 stig í fyrsta leiknum. FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók • Myndir • Skeyti - LÍTIÐ VIÐ í NÆSTUOG BIÐJIÐl UM UM FLRMINGARDAGINNJ MINN rhAjíinitm mtois I (V:!., I vk - CÍ>yiMr ' Tr Slwytí 5<ttninij.wi>Aðuntm tnlnn - 0>ynt>te W ! ‘ölT,*r i W . « 4, I MÚLALUNDUR $ FÆST I OLLUM HELSTU BLOMA- OG BÓKAVERSLUNUM LANDSINS VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • Pósthólf 5137 • 125 Reykjávik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.