Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 19
r DV' LífsstíU MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 19 mjHR Elskar af ðllu sínu hjarta Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir er fædd 06.10.1949 Lífstala Astu er 4 Llfstala er reiknuð út frá fæðingardegi. Hún tekur til eiginleika sem eiga öðru fremur að móta líf viðkomandi. Eiginleikar sem tengjast fjarkanum eru: Grundvöllur, regla, þjónusta og hægur og stöðugur vöxtur - hættir til þröngsýni og það er ágætt þegar maður leikur hlutverk þing- manns. Árstala Ástu fyrir árið 2006 er 7 Árstala er reiknuð út frá fæðingardegi og þvíári sem við erum stödd á. Hún á að gefa vlsbendingar um þau tækifæri og hindranirsem árið færirokkur. Ríkjandi þættir i sjöunni eru: Lifsskoðun og skilningur. Sjöan segir einnig til um að viðbrögð Ástu eru óaðfinnanlega rétt varðandi eitthvað málsem á huga henn- ar þessa dagana. Hún er ein afþeim sem teggursig fram við að að gefa eins mikið og hún er fær um. Svo er gaman að geta þess að hún elskar aföllu hjarta en aldrei afléttúð. Ekki svangur á morgnana -j Bergþór Pálsson söngvari „Morgunverður er ekki I sérlega föstum skorðum hjá mér frekar en annað enda er ég vog og get lagað mig aðýmsum að- stæðum, “segir hann, yndisiega töfrandi og hress eins og hans er von og vfsa. „Al- mennt séð er ég þó ekki svangur á morgn- ana. Maður á víst að hlusta á Ifkamann og fyrst hann er ekki svangur á ég sjálfsagt ekkert að borða. En það er hreinn unaður að byrja daginn á þvi að fá sér soð- ið vatn, út i það set ég kalt vatn þar til það er mátulega heitt, “ segir hannog heldur áfram:„Fljótlega fæ ég mér svo góðan espresso sem ég freyði út I rjóma I fínu espressovélinni minni. Oft dugar þetta mér fram að hádegi. Undanfarna lOdaga hefég verið á söngferðalagi á Norðurlönd- um og á góðum hótelum er gaman að verða græðginni að bráð yfir úrvali af laxi, síld, salati, beikon og eggjum, rúnnstykkj- um með osti og sultu eða osti og kjötá- leggi,jógúrt, appeisinusafa og hverju sem hugurinn girnist.“ Fólk sem kýs að láta sér líða vel þarf að gera upp við sig hvað það telur effcir- sóknarverðast í lífinu og ekki síður hvað stuðlar að bættri vellíðan. LífsstíU fór á stúfana og spurði fjóra nuddara hvað nuddið gerir fyrir okkur í raun og veru. eykur orkuflæðið Ingvar H. Guðmundsson Motur Túnfiskssalat f byrjun vikunnar er tilvalið að út- búa túnfisksalat fyrir lesendur Lífsstfls. * JÓN A MARÍA JÓNSDÓTTIR NUDDARI „Nudd er gott effólk er með vöðvabótgu. Þá er nuddið kjörið til að mýkja upp vöðvana og svo er það líka af- stressandi. ísiendingar eru duglegirað mæta í slökun- arnudd,“ segri Jóna Maria Jónsdóttir nuddari aðspurðaf hverju fólk velur að koma f nudd.„Það er rosalega mis- jafnt hve oft fólk kýs að mæta í nudd. Sumir koma einu sinni fvkuogþað er reyndar alltafsama fólkið sem kem- ur. Sumir mánaðarlega eðaá tveggja vikna fresti meðan þaðeraðná sér góðu og heldur þvl síðan við eftir það. “ Algeng stífsvæði? Það feryfirleitt eftir því hvað fólk starfar við. Setuvinna eða tölvuvinna hefur töluverð áhrifá háls og herðar. Það er svæðið sem flestir þurfa aðhugaað,“ segir hún og bætir við:„Ekki má gleyma að minnast á að nuddið er fyrirbyggjandi. Þá fær fólk siður bólgur en það áttar sig kannski ekki almennt á þvi að lausnirnar eru einfaldar.“ QUING DONG GUAIN „Við erum með alls konar nudd. Fólk kemur til okkar með mismunandi vandamál. Við notum mismunandi kinverskar lækningaaðgerðir og leggjum mikla áherslu á orkupunktana. Nuddið er fyrirbyggjandi, eykur orkuflæðið og jafnvægið fyrirsálina og likamann,"seg- ir Qing Dong Guain, eigandi Heilsudrekans I Skeifunni 3 og heldur áfram aðspurð um svæði líkamans.„Til dæmis magasvæðið. Þar eru stórir orkupunktar sem tengjast hormónum, ristlinum, orkuflæðinu og brennslunni. Þetta er stórt svæði sem nauðsynlegt er að vinna með. Svo eru fullt afpunktum á likamanum sem skapa gott flæði bæði andlega og líkamlega. Ann- ars er hálsinn punktur sem tengist álagi, til dæmis höf- uðverk eða vöðvabótgu. Þessi svæði ergottað vinna með og losa en hálsinn er einkennandi svæði fyrir fs- lendinga. Það er vegna álags og veðurfars. íslendingar eiga það til að fá gigt og það segir að þeir þurfí að hugsa betur um heilsuna. Huga vel að því hvað þeir borða, drekka og þess háttar. ÍKina er te menning. Þar er drukkið te daglega. Hér á landi smakka sumir ekki gott te fyrr en þeir eru 60 ára,“segir hún einlæg og heldur áfram:„Kinverjar huga I miklu mæli að því hvaða matur passar saman, nota heilsumat tilað lækna líkamann en ekki töflur og fara ínudd." Vöðvaþólga I einkennirlslendinga Maginn viðkvæmastur RUTH JENSDÓTTIR „Það er náttúrulega vellíðan sem nuddið veitir," svarar Ruth Jensdóttir meistari i heilsunuddi og græðari aðspurð hvað nudd gerir fyrir vinnandi Islendinga. „Það eykur blóðflæðið í likamanum. Fólknærað slaka og efmaður slakar á sefur maður betur. Eitt ieiðir aföðru. Maður verður meðvitaðri um líkamann með þvl að fara I nudd. Það hjálpar stffum vöðvum og nuddarar teygja líka á vöðvun- um. Nuddið ergott fyrir alla burtséð frá aldri eða kyni. Við nuddum til dæmis börn frá fæðingu en það er best að byrja að nudda börn um tveggja mánaða. Ég hefverið að vinna með bakið töluvert eins og fyrirtækjanudd og þá reynirþað ekki á andlegu hiiðina. Nuddarar vinna með vöðvana og fínna hvar þeir svara. Við nuddum djúptþó það sé ekki fast. Best er að kanna hvar best er að fara inn I bólguna. Það er mjög misjafnt hvernig við nuddum. Viðkæm svæði? „Viðkvæmasta svæðið er magirin. Ég spyr alltaffólk hvort ég megi nudda magannen það á ekki við bakið til dæmis. Sumir bresta í grát þegar svæðið á þvi svæði er nuddað. Þar er rótarstöðin. Fólk áþað til að geyma tilfínningarnar þar.Á neðri orkustöðvunum. Ekki að það eigi ekki að nudda magann, heldur biðja um leyfí þvl þetta er við- kvæmur staður." Hér er á ferðinni góð uppskrift fyrir fjóra: 2 kálhöfuð (um 450 gr.), rifin niður 10 radísur, skornar f þunnar sneiðar 2 krukkur afCalippo túnfisk 1/4tsk.salt. 1/4 tsk. nýmalaður svartu pipar Salatsósan: 3 msk. sítrónusafi 1 litið hvítlauksrif, brytjað 6 msk. ólifuolía 1/4 tsk. salt 1/2 tsk. nýmalaður svartur pipar Kryddið túnfiskinn með saltinu og pip- arnum. Skerið hann slðan niður I ca. 1,5 cm. þykka bita. Setjið kálið og radisurnar í stóra skál. Hellið salatsós- unni yfir, geymið 2 msk., og blandið vel saman. Setjið salatið á fjóra diska. Setj- ið túnfiskinn ofan á. Dreifið afgangn- um afsalatsósunni yfir. Berið fram strax. Salatsósan: Setjið sftrónusafann og hvitlaukinn i litla skál ásamt saltinu og piparnum. Blandið velsaman. Hrærið smám sam- an 6 msk. afólifuolíu út f. Kveðja, Ingvar Fólkþarfaðvakna tilábyrgðar MARGRÉT ALICE BIRGISDÓTTIR „ Við erum sex sem rekum stofuna Fyrir fólk en arómaþerapla og nudd er mitt fag,“segir MargrétAlice Birgisdóttir sem rekurstof- una Fyrir fólk ásamt fímm öðrum IAkralind Kópavogi. Aðspurð hvað aromatherapia er svarar hún: „Markviss meðhöndlun með ilmkjarnaolium undir eftirliti fagmanns. En hvað nuddið varðar þá er það partur aflffsstíl svo margra. Aðalávinningur nuddsins er að það eykur sjálfsmeðvitund fólks. Það gerir sér betur grein fyrir eigin ástandi með því að fara í nudd. Ég hefávallt haft það að leiðarljósi að auka meðvitund fólks um íhvaða ástandi það er. Manneskjan sjálf þarf náttúrlega að vakna til meðvitundar og vakna til ábyrgðar gagnvart eigin heilsu. Áherlsur i nuddi eru mjög einstak- lingsbundnar. Nuddið fer eftir ástandi hvers og eins. Fólk þarfað koma örar á meðan það er verið að losa upp vöðvana. Þetta er viðhaldsverk sem fer eftir hvað viðkomandi gerir og aðstæðum. “ NJOTTU LIFSINS með HflLBRIOÐUM LIFSSTIL I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.