Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 21
DV Fréttir MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 21 Krútsjoff í spor Stalíns Þennan dag árið 1958 varð Níkíta Krútsjoff forsætisráðherra Sovétríkj- anna. Krútsjoff var einnig aðalritari Sovétríkjanna og varð fyrsti maður síðan Jósef Stalín var við völd til þess að gegna þessum tveimur embætt- um á sama tíma. Krútsjoff fæddist inn í fátæka fjölskyldu í Úkraínu árið 1894. Hann starfaði við námugröft áður en hann gekk í kommúnistaflokkinn árið 1918. Krútsjoff vann sig svo upp í flokknum óg 20 árum seinna var hann gerður að aðalritara kommún- istaflokksins í Úkraínu. Hann var náinn samstarfsmaður Stalíns og við dauða hans 1953 krækti Krútsjoff sér í stöðu Stalíns sem aðalritari flokks- ins, Arið 1956 kom Krútsjoff átaki af stað sem fól það í sér að afmá öll ein- kenni stefnu Stalíns í Sovétríkjun- um. Átakið var umdeilt innan kommúnistaflokksins og kostaði Krútsjoff næstum stöðu sína. En eft- ir valdabaráttu innan flokksins sagði Georgy Malenko, þáverandi forsæt- isráðherra, af sér. Nicolay Bulganin tók við af Malenko, en Bulganin var nátengdur Krútsjoff. Krútsjoff tók svo við af Bulganin, þennan dag 1958. í utanríkismálum sagðist Krút- I dag áriö 1963 varö Skaga- fjarðarskjálftinn sem mældist 7 stig á Richter. Hann fannst víða um land en upptökin voru í mynni Skagafjarðar. sjoff sjálfur vilja veita vesturríkjun- um friðsamlega samkeppni. En það sem varð Krútsjoff hvað helst að falli voru erfiðleikar í landbúnaðarmál- um, óvinsæl endalok á Kúbudeil- unni og minnkandi samstarf við Kína. Honum var bolað frá völdum 14. október 1964. Eftir það bjó hann fyrir utan Moskvu þar til hann lést 1971. Or bloggheimum Umboðsskrifstofan Island á Islandi „...núna á Islandier verið að opna um- boðsskrifstofu fyrir förðunarfræðinga, stitista, Ijósmyndara og allskonar svona fóik. Og jámm, mér og vinkonu minni úr mac var boðið aðfá samn- ing við þessa umboðs- skrifstofu sem heitir emm reykjavik! Við erum svona tvíeyki og köllum okkur égogég... Ykkur fmnst þetta kannski ekk- ert spennandi en þetta er samt ótrúiega kúl og opnar alveg fullt aftækifærum fyrir mig og kristinu eddu hinn hetminginn minn...!“ Helena Konráðsdóttir, - helkon.blogspot.com Hvilirsig í mátunarklefa „Á laugardeginum mundi ég svo afhverju maðurá ekki að drekka..ég varsvooooo þreyttur að ég meikað ekki neitt. Fór með Katy aö versla sem endaði nú með því að við flutum með götunum og nenntum ekki neinu. Katy varnáttúr- lega bara snillingur, hún var orðin svo þreytt og varð að setj- . ast.....stelp- an dó nú ekki ráðalaus og sótti sér jakka I hm og fékk að fara inn í mátunar- klefan....þegar ég var búin að máta stóð ég fyrir utan hurðina hennar og beið, þeg- ar ég var búin að biða ísmá tima bankaði ég á hurðina og spyr hvort hún sé ekki að verða búin. Hún opnaði hurðina og þar sat hún íjakkanum alveg tilbúin efe-r kæmi inn og ætlaði að bösta hana fyrir að fara inn i mátunarklefa til þess að hvlla sig" Rakel Lind Hauksdóttir - xrakelx.blogdrive.com/ Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sinar á málefnum líðandi stundar. fslendingar eru skattpíndir Óskar Jónsson skrífar. Þá er aftur komið að því að skila skattskýrslunni. Á hverju ári kvíði ég fyrir því að fá sendan í pósti álagn- ingaseðil Skattstofunnar þann fyrsta ágúst. Allt árið strita ég í vinnunni við Lesendur að afla tekna fyrir mig og heimili mitt og næ oft ekki endum sam an í lok mánaðar. Ég borga skatt af laununum mínum tæp 40 prósent, ég borga virðisauka af matvömn- um sem ég þarf að kaupa, skatt af bensíninu á bílinn, skatt af fasteigninni minni, skóla- gjöld fyrir elsta son minn, læknisvitjanir, lyf og annað þegar einhver úr fjölskyld- unni veikist. Ekki eyði ég í dýr föt, skemmtanir eða tóbak en samt tekst mér ekki að eiga fyrir þeim reikningum sem ég þarf að borga í hverjum mánuði! Við erum skattpínd þjóð og það Hsrinarfjörðlir^ er sama hversu hátt hlutfall af laununum okkar fer í skatta, alltaf þurfum við samt að borga fyrir al- menningsþjónustuna sem ætti að vera ókeypis því við emm jú búin að borga skatta sem eiga að fara í skóla- kerfið, vegakerfið, heilbrigðiskerfið og svo framvegis. Við emm ár eftir ár tek- in í rassgatið af stjómvöldum sem leyfa sér að gera það sem þeim sýnist við peningana okkar, eyða þeim í sendiráð og ferðakostnað fyrir ráð- herra og þingmenn en ekki í út M að borga fyrir okkur lyf °g læknis- ísafjöröur kosmað þegar við eigum ekki fyrir því. Ég er orðinn örmagna á því að strita og uppskera ekkert, ég er orðinn leiður á því að horfa upp á misréttið, spillinguna, kaup og sölu á embættis- stólum fyrir vini og fjölskyldur ráða- manna. Ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. \ siglilfjöröijr 0 0;.«x <•"> ^Akureyri t fíWfii ' € V‘ Akranes^í"1- Skattumdæmin Egilsstaðir f «*Vesrmannaetfiar Lesandi segir að hann sé þreyttur á að horfa upp á spillingu ráðamanna sem skattpína landann tilað eiga fyrirrisnu og ferðakostnaði ráðherra og þingmanna. daga reyklausa á veitingahúsum og lofa fólki að reykja 2 daga. Á þurra daginn kom enginn og veitingahús- in lokuðu. Þetta myndi fara eins á reyklausu dögunum, enginn myndi koma og veitingamenn ættu því 5 daga í viku. Reyklausir dagar? J.M.G. skrifaði: Einu sinni var þurri dagurinh. Það var miðviku- dagurinn. Þá áttu þeir sem ekki drukku vín að geta skemmt sér án þess að vera fyrir ónæði af þeim sem drukku. Hvemig væri hafa fimm Lesendur Svava Sigbertsdóttir mP vonar að súkkulaði- strákurinn hringi aftur. Ballerínan segir k Vælandi í ssmann Ég virðist vera meistari í því að gera mig að fífli. Eins og um dag- inn er ég var að tala við súkku- laðistrákinn minn í símanum. Verð að viðurkenna að ég er léleg- asta símamanneskja f heimi og þegar ég er að tala við einhvern sem skiptir mig máli þá stressast ég öll upp og ótrúlegir hlutir koma út úr mér. Jæja, byrjaði að tala við hann um, í svona hálftíma, hversu þreytt ég væri því það er svo mik- ið að gera hjá mér. Hvernig lík- aminn á mér væri að gefast upp. í alvöru, ég sjálf myndi ekki nenna að hlusta á svona væl, fmnst ein- kennilegt að hann öskraði ekki bara á mig og skeUti á. Og það fyndna er að ég elska að hafa svona mUdð að gera þannig að í rauninni var ég líka að ljúga að honum. Það er fáranlegt því vanalega lýgur maður til að láta sig líta betur út enn ekki verr. AUavega, eftir að hafa kvalið hann með sjálfsvorkunn í ár náði ég að toppa sjálfa mig algjörlega með því að fara að tala um hluti eins og verkjalyf (veit ekki af hverju) og þátt sem ég sá í sjón- varpinu um spikfeita kellingu sem var algjör dramadrottning, kveinkaði sér yfir öllu. Og það er algjör brandari hvað maður sér ekki sjálfan sig því að ég sagði við hann að ég hefði orðið að hætta að horfa á þáttinn út af því það fór svo í pirrurnar á mér hvað hún vældi mikið... og ég sjálf nýbúin að vera gera það við hann í sím- anum... Ef hann myndi hafa þetta eina sfmtal tU að dæma mig út frá þá væri niðurstaðan sú að ég væri sjálfhverfur vælukjói sem étur pUlur eins og poppkorn meðan ég horfi á niðurdrepandi raunveruleUcaþætti. Og kvarta svo yfir þeim. Eins gott að hann mun hringja aftur. Eins gott. I Árni Stefán Jónsson Tók nýlega við stöðu formanns SFR. Maður dagsins Reynsla sem skilar sér „Þetta eru ekki eins miklar breytingar fyrir mig og fyrir ein- hvern sem hefði ekki verið hér eins og ég hef verið, ég hef starfað sem framkvæmdastjóri á tímum þriggja formanna," segir Árni Stefán Jóns- son, formaður SFR. Árni Stefán Jónsson tók nýlega við stöðu formanns SFR. Hann hefur verið framkvæmdastjóri SFR f 16 ár og þekkir því aUt tengt félag- inu betur en flestir. Tekur hann við af J ens Andréssyni, sem hefur verið formaður síðastliðin 10 ár. Lög fé- lagsins kveða á um að formaður megi ekki sitja lengur en tíu ár. Árni er mjög spenntur fyrir starfinu. „Við erum að klára stofn- anasamninga, sem felst í því að við gerum samning við hverja stofnun, gerum ráð fyrir að þetta verið kom- ið í gang þann 1. maí á þessu ári." Ljóst var fyrir þó nokkru að Árni Stefán yrði líklega formaður. Upp- stillinganefhd lagði til að hann myndi taka við starfinu. Árni er 55 ára og rafvirki að mennt ásamt því að vera menntaður félagsmála- og uppeldisfræðingur. Áður en hann hóf störf sem framkvæmdastjóri SFR hafði hann unnið sem trúnað- armaður SFR meðal starfsmanna á Unglingaheimili ríkisins en hann hafði áður verið unglingafulltrúi hjá Kópavogsbæ og félagsmála- stjóri á Isafirði. Árni hefur lengi verið talsmaður verkafólksins og sést það augljós- lega á vinnu hans hjá SFR, sem er jú stéttarfélag í almannaþjónustu. Á sama tíma og hann var kosinn formaður var samþykkt ályktun sem fagnar þeim ávinningi sem felst í leiðréttingu sem nýlega var gerð á launum og kjörum þeirra sem lægst hafa launin hjá sveitafé- lögunum. „Við erum að fara á fund fjármálaráðherra að ræða þau mál sem ætti að ræða nánar um, eins og breytt viðmið í launum. Við erum einnig að vinna með VR að veita verðlaun fyrir stofnun ársins. Látum alla okkar menn svara hvernig þeim líður og síðan kemur bara í ljós hver vinnur." Árni erfæddur 19. desemberárið 1951 á Raufarhöfn og bjó þartil 12 ára aldurs en þá flutti hann suður. Foreldrar hans voru Jón Þ. Arnason og Borghildur. Arni er grunnmenntaður rafvirkl. Árið 1976 fór hann aö læra félagsmála- og uppeldis- fræði við háskólann í Gautaborg og lauk hann því námi árið 1980. Kom heim arið 1981 og fór aö vinna hjá Unglingastofnun ríkisins þar sem hann starfaði til 1988 þegar hann varð félagsmálastjóri á fsafirði. 1988 til 1990 var hann unglingafull- trúi í Kópavogi. Ariö 1990 tók hann við stöðu framkvæmdastjóra SFR og hefur starfað við það síðan en tók nýlega við formennsku SFR af Jens Andréssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.