Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 31 0 Spurning dagsins Hvaða stjórnmálamanni treystir þú best? Hæfilega tortrygginn gagnvart öllum „Ég erhæfilega tortryggirm gagnvart þeim öllum. Sveiflukennd viðhorfhjá þeim. Það sem þeir segja fyrir kosningar stenst ekki alltaf. “ Jón Geir Jóhannsson, verslunarstjóri í Dressman. „tngi- björgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún stjórnaði borg- inni með prýði. Svíkur ekki það sem hún segir." Jón Hagbarður Knútsson. Jg treysti GeirH. Haarde. Finnst hann hafa staðið sig vel. Frambæri- legur maður." Olga Ágústs- dóttir, forn- bókasali á Akureyri. „Ég lít þá alla sömu augum. Finnst þeir allir líkir. Enginn sem stendur upp úr." Erna Stefáns- dóttir, á milli starfa. „Engum á íslandi. Þeir haga segtum eftir vindi." Jóna Kristín fornleifa- fræðingur. Á fjögurra ára fresti ákveður almenningur á íslandi hverjum hann treystir til að stjórna landinu sínu. Þjóðmál og Bjartsklíkan Hinn 20. febrúar 2006 flutti Eíríkur Guð- mundsson einn um- sjónarmanna Víðsjár á rás 1 tæplega 7 min- útna ræðu um það, sem hann kallaði víglínur í íslenskri menningar- umræðu. [...] Þriðja hefti Þjóðmála kom út um síðustu helgi og hafa greinar í þvi vakið nokkrar um- ræður, ekki síst grein Guðbergs Bergssonar rithöfundar um Hall- dór Laxness. Kolbrún Bergþórs- dóttir skrifar viðtal við Guðberg í Blaðið 25. mars og spyr: Þú skrifaðir grein í Þjóðmál um Halldór Laxness og þær ævi- sögur sem hafa nýlega verið skrifaðir um hann'. Finnst þér Halldór Laxness vera of- metinn? Guðbergur svarar: „Ég held hann sé fyrst og fremst lágmetinn. And- leg dusilmenni hafa stutt hann og aldrei hef- ur verið fjallað um verk hans af neinu viti. Það er heldur ekki gert í þessum ævi- sögum. Þetta er samtíningur, eins og verið sé að skrá eigu dánarbús. Bækur sem eru skrifaðar þannig eru lélegar ævisögur.11 Ég er ekki sammála Guðbergi um bækur Hannesar Hólm- steins um Laxness eins og ég lýsi í ritdómi um siðasta bindi ævisög- unnar í Þjóðmálum. [...] Eiríkur Guðmundsson segir: „í huga tiltekinna hægri- manna er víglínan algjör- /> lega á hreinu, a.m.k. ef marka má skrif Jakobs F. Ásgeirssonar, Björns Bjarnasonar, dómsmálaráð herra og fleiri. Vinstrimenn hafa U: í augum þessara manna breyst í póstmódernista, án þess að sú full- yrðing sé rædd frekar. Hugtakið póstmódern- isma nota menn oftar en ekki af vanþekkingu. Það liggur eng- inn beinn vegur frá vinstri- mennsku yflr í póstmódern- isma eða póststrúktúralísk fræði en viglínan í huga fyrrnefndra manna er engu að síður algjör- lega á hreinu og hún er ein og aðeins ein.“ [...] Ef sú litla klíka, sem Eiríki er svo tíðrætt um í þessari ræðu sinni, hefði aðgang að hljóð- nema ríkisins til að flytja boðskap sinn eins ofi og Eiríkur gerir, heyrðist áreiðanlega hljóð úr horni vinstrisinna, hvort sem þeir eru póstmódernistar eða ekki. Spyrja má: Væri ekki í samræmi við reglur ríkismið- ilsins um óhlutdrægni, að við, sem nefndir erum í ræðu Ei- ríks, fengjum tæpar sjö minútur eins og hann tU segja okkar hlið á málinu? [...] Ef marka má umræður þessa daga, hefði Andri Snær frekar átt að skrifa sjálfshjálparbók um það, hvernig sigrast skuli á ótta við verðhrun innan bankakerfisins, en um það, hvernig unnt er^ að vinna að ör- uggri sköp- j un verð- mæta í landinu með því að nýta ry gæði þess. »Hver^\ iöifiailr^raunve3fu- hvaðablkJrStiórn °9 stJornarand- staðan, sem er sam- v af™A vindhana, \ woðusnakka ocr / íulista.«ffy k'rw'- l\ d Aumingja fólkið í Norður-Kóreu verður að trúa því að asnalegi stubburinn með skrítna hárið sé óskeikul guðleg vera og pabbi hans jafnvel eitthvað ennþá aeðislegra. í Túrk- menistan verða allir að trúa því að forsetinn sé toppnáungi af ofurættum sem skrifar bækur sem fólk verður að kunna utan að. Og hérna hefur það verið hamrað lengi ofan í okkur greyin að ísland sé besta land í heimi. Haltu þér nú fast því ég ætla að segja þér sann leikann umbúðalaust: ísland er ekki besta land í heimi! Við vitum allt um veðrið. Það tottar. Hversu oft í -8°C hefur maður ekki æpt út í eilífan grámann: Hvern djöfulinn er ég eiginlega að gera hérna ennþá!? Landið er að stærstum hluta forljótt. Eyðileg gresja, dauðyflislegir melar, og vatnið; það er ekki einu sinni besta vatn í heimi og dugar fráleitt til að knýja allar skriðdrekaverðsmiðjur í heimi. Svo er það verðlagið. Af hverju þurfum við að borga miklu meira fyrir það sem við látum ofan í okkur en liðið sem býr í kringum okkur? Og vinna miklu meira en aðrir til að hafa efni af því? Hvaða djöflamergur kom þeirri hugmynd inn hjá okkur að það að þræla i myrkranna á mOli sé dyggð? Af hverju er hænsna- kjöt verðlagt svona hátt? Af hverju borgum við enn- þá virðisaukaskatt af mat og fatnaði? Af hverju borg- um við hæstu vexti í heimi af húsnæðinu okkar og helvítis verðtrygginguna að auki? Og stimpilgjöldin? Af hverju er launamunur hérna svo sláandi að undirstöðufólk þjóðfé- lagins á barnaheimilum, elliheimilum og llfifí il smgMBSÍ spítölum þarf að vinna í nokkur ár til að uppskera það sama og einhver gosi fyrir framan tölvu fær á viku? Sem sagt; skítaveður, allt rándýrt og gapandi launamunur. En rétt eins og Norður-Kóreumenn brosum við heilaþvegin í kampinn og segjumst meðal hamingjusömustu þjóða í heimi og vellauð- ug í þokkabót, þótt meint ríkidæmi sé reyndar allt á hvínandi yfirdrætú. Hver getur bjargað okkur og gert ísland raunveru- lega að besta landi í heimi? Ekki hin rasssíða ríkis- stjórn og hvað þá stjórnarandstaðan, sem er saman- safn vindhana, froðusnakka og fúlista. Nú eru góð ráð dýr og vandlifað fyrst maður getur ekki treyst á stjórnmálamenn (djók). Pabbi Bjarkar virðist einn vera með fullu viti og ég myndi kjósa hann ef hann byði sig fram. Svo eru það náttúrlega góðu ríku karlarnir sem skutla aur í jákvæð málefni þegar vel liggur á þeim. Kannski þeir geti tekið að sér stjórn landsins. Það væri nú ekki amalegt ef þjóð- * arbúið skilaði svipuðum arði og bankarn- ^ir og maður, sem hluthafi í þjóðinni, fengi bara tékkann sendann heim til sín. Svo getur maður náttúrlegra bara flutt til Noregs (besta land í heimi skv. útreikn- ingum)... nei, andskot- inn! Dr. Gunni 9 SEFUR ALDREI 10.000.-kronur fyrir góða frett Viðtökumvið fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.