Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 Fréttir DV Hundartil amaíAustur- byggð Hundar í Austurbyggð eru sumum íbúum þar til ama. Hafa þeir sent byggðarráðinu kvörtunar- bréf vegna þessa. „Byggð- arráð ítrekar enn og aftur að lausaganga hunda er bönnuð í sveitarfélaginu og harmar að hundaeigendur skuli ekki virða þessar regl- ur. Þá vill byggðarráð ítreka þau tilmæli til hundaeig- enda að þeir skrái hunda sínasegir byggðarráðið um þetta mál. Nýttframboð á Akranesi Stefiit er að því að nýtt framboð líti dagsins ljós á Akranesi fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar sem fara fram þann 27. maí. Á sunnudagskvöld verður stofnað Bæjar- málafélag Frjálslyndra og óháðra á Akranesi. Mark- miðið er að félagið bjóði fram lista í kosningun- um í vor, og að efstu sex sæti listans verði kynnt von bráðar. Stofhfundur- inn hefur verið auglýstur og verður hann á morgun sunnudag á Breiðinni. Myndatökur á skemmti- stööum ? Óli Geir Jónsson dagskrárgerðarmaður. „Auðvitað á að leyfa slíka myndatöku. Mér finnst skemmtilegra að skoða þannig myndir. Ég veit alveg að það getur verið leiðinlegt að sjá myndir afsér í annarlegu ástandi en fólk á að bera ábyrgð á sjálfu sér." Hann segir/Hún segir „Mér finnst að það eigi ekki aö banna slíkar tökur. Fólk getur bara afþakkað myndir efverið er að taka Ijósmynd- ir. Fólk verður bara að haga sér skikkanlega á skemmti- stöðum, það getur ekki hagað sér illa og svo verið ósátt við að Ijósmyndir birtist." Margrét„massi" Sigurðar- dóttir Kraftlyftingakona. Fjórir ráðherrar þjóðarinnar ræddu við blaðamenn DV í gær um sumarið og fyrir- hugað frí. Allir ráðherrarnir hlakka til sumarsins, en munu samt sem áður ferðast mismikið í sumar. manna í sum- Ráðherrar íslands hlakka til sumarsins, að minnsta kosti þeir fiórir sem blaðamaður DV ræddi við í gær. Geir H. Haarde, Siv Friðleifsdóttir, Arni Matt- hiesen og Sturla Böðvarsson voru spurð um hugsanleg ferðalög sín í sumar. Eins og gengur og gerist voru áætíanir þeirra misjafnar. Eitt áttu þau þó sam- eiginlegt, þau voru öll afar bjartsýn. „Ég ætla til Noregs í maí, þar ætía ég að hitta ættingja mína," segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra. Það er þó ekki eina fýrirhugaða ferðin, því hún ætlar sér einnig að ferðast tals- vert innanlands. „Svo seinna í sum- ar er fyrirhuguð ferð á Siglufjörð, sem verður væntanlega mjög skemmti- leg. Svo fer ég í einhverja veiði, býst ég við," segir Siv og bætir því við að sum- arið leggist vel í hana. Samgöngumálaráðherra upptekinn Sturla Böðv- arsson sam- göngumála- ráðherra segist ætía að vinna í allt sum- ar, eða allt að því. „Ég mun vinna |; að end- urskoð- un sam gönguáætíunar og einnig að fjarskiptaáætíun." Hann segir afar mikilvægt að vera alltaf á tánum. „Ferðaþjónustan, sem er næststærsti atvinnuvegur landsins, þarf á því að halda að maður sé alltaf að. Það er mjög mikilvægt." En Sturla mun þó eitthvað lyfta sér upp í sumar. „Já, ég býst við því að ríða svoh'tið út." ekkert vilja gefa upp um hvert hann ætlar að fara í sumar. „Ég upplýsi ekk- ert um það. En sumarið leggst mjög vel í mig," segir Geir. Hann hafði þó spumingu til blaðamanns: „Hvað ætí- ar fólk almennt að gera í sumar?" Ferðalög, er það ekki? „Ég ætía allavega að vinna í sumar, eins og ég er vanur." Arni glaðlyndur Ámi Matthiesen var afar glaðlynd- ur þegar blaðamaður spurði út í sum- arið. „f sumar segirðu? Ég hef bara ekkert planað neitt í sumar. Það verð- ur bara að koma í ljós." Ámi er þó viss um að hann muni gera -''íM eitthvað skemmtilegt. „Já, Æk ég býst nú fastlega Æk við því að fara JgS á landsmót / /. hesta- J&Hfl Utanrikisraðherra gefur ekkert upp Geir H. Haarde |fea» utanríkis- ÆÉE » ráðherra IHfA segist Æi Sturla Böðvarsson Ætiarað vinna í sumar en segist þó ætia að rlða eitthvað út. Arni Matthiesen Hefurekkert ákveðið hvað hann hyggst gera ísumar. Mun þó liklega fara á landsmót hestamanna. Siv Friðleifsdóttir Ætlar til Noregs og á Siglufjörð, auk þess að fara í veiði. Geir H. Haarde Ætlarað v f sumar, eins og ávaiit. Han ekkert gefa upp um hvert e< hvorthann fer í sumarfrf. Framleiðendur Mýrarinnar telja myndina góða kynningu fyrir Reykjavík Biðja Reykjavíkurborg um hálfa milljón Framleiðendur lcvikmyndarinnar Mýrin vilja fá 500 þúsund króna styrk frá Reykjavíkur- borg vegna gerðar myndarinnar. „Við teljum að kvikmyndin Mýrinhafimikið kynningargildi fyrirReykjavík- Baltasar Kormákur Leikstjórinn og handritshöfundur- inn. Ásamt Liiju Pálmadóttur konu sinni á BaltasarArfehf. sem stend- ur að gerð myndarinnar. urborg, hvort heldur sem myndin er í sýningu hérlendis eða erlendis, og komi til með að sýna Reykjavík sem þá nútímalegu og athyglisverðu borg sem hún er," segir í bréfi sem Krist- ín Erna Arnardóttir sendir fýrir hönd framleiðenda Mýrarinnar til Stein- unnar Valdísar Óskarsdóttur borg- arstjóra. Það er Baltasar Kormákur sem semur handrit að Mýrinni eftir sam- nefndri bók Arnaldar Indriðasonar. Baltasar leisktýrir einnig myndinni. „Þrátt fyrir að myndin sé fram- leidd sem „low budget" [með lágum tilkostnaði] mynd þurfum við enn að brúa nokkurt bil í framleiðslukostn- aði og leitum því til ykkar í því sam- hengi," segir Kristín í bréfinu og ósk- ar góðfúslega eftir áðurnefndum 500 þúsund krónum. Nokkuð er vikið að væntanlegum tökustöðum Mýrarinnar í bréfi Krist- ínar til borgarstjóra. Myndin gerist að stórum hluta í Norðurmýrinni og að hluta á Suðurnesjum: „Meðal tökustaða í Reykja- vík má nefna Lögreglustöðina við Hlemm, hús Islenskr- ar erfðagreiningar í Vatns-_ ____ mýrinni, Landspítal- JHrnaldur Indriðason ann og útisenur í 101 Reykjavík. Það má því með sanni segja að þetta sé Reykja- víkurmynd." Verið er að kvikmynda hugarsmíð Arnaldar um Mýrina. Enn vantarfé til framleiðslunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.