Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 Fréttir DV Hundartil amaíAustur- byggð Hundar í Austurbyggð eru sumum íbúum þar til ama. Hafa þeir sent byggðarráðinu kvörtunar- bréf vegna þessa. „Byggð- arráð ítrekar enn og aftur að lausaganga hunda er bönnuð í sveitarfélaginu og harmar að hundaeigendur skuli ekki virða þessar regl- ur. Þá vill byggðarráð ítreka þau tilmæli til hundaeig- enda að þeir skrái hunda sínasegir byggðarráðið um þetta mál. Nýttframboð á Akranesi Stefiit er að því að nýtt framboð líti dagsins ljós á Akranesi fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar sem fara fram þann 27. maí. Á sunnudagskvöld verður stofnað Bæjar- málafélag Frjálslyndra og óháðra á Akranesi. Mark- miðið er að félagið bjóði fram lista í kosningun- um í vor, og að efstu sex sæti listans verði kynnt von bráðar. Stofhfundur- inn hefur verið auglýstur og verður hann á morgun sunnudag á Breiðinni. Myndatökur á skemmti- stööum ? Óli Geir Jónsson dagskrárgerðarmaður. „Auðvitað á að leyfa slíka myndatöku. Mér finnst skemmtilegra að skoða þannig myndir. Ég veit alveg að það getur verið leiðinlegt að sjá myndir afsér í annarlegu ástandi en fólk á að bera ábyrgð á sjálfu sér." Hann segir/Hún segir „Mér finnst að það eigi ekki aö banna slíkar tökur. Fólk getur bara afþakkað myndir efverið er að taka Ijósmynd- ir. Fólk verður bara að haga sér skikkanlega á skemmti- stöðum, það getur ekki hagað sér illa og svo verið ósátt við að Ijósmyndir birtist." Margrét„massi" Sigurðar- dóttir Kraftlyftingakona. Fjórir ráðherrar þjóðarinnar ræddu við blaðamenn DV í gær um sumarið og fyrir- hugað frí. Allir ráðherrarnir hlakka til sumarsins, en munu samt sem áður ferðast mismikið í sumar. manna í sum- Ráðherrar íslands hlakka til sumarsins, að minnsta kosti þeir fiórir sem blaðamaður DV ræddi við í gær. Geir H. Haarde, Siv Friðleifsdóttir, Arni Matt- hiesen og Sturla Böðvarsson voru spurð um hugsanleg ferðalög sín í sumar. Eins og gengur og gerist voru áætíanir þeirra misjafnar. Eitt áttu þau þó sam- eiginlegt, þau voru öll afar bjartsýn. „Ég ætla til Noregs í maí, þar ætía ég að hitta ættingja mína," segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra. Það er þó ekki eina fýrirhugaða ferðin, því hún ætlar sér einnig að ferðast tals- vert innanlands. „Svo seinna í sum- ar er fyrirhuguð ferð á Siglufjörð, sem verður væntanlega mjög skemmti- leg. Svo fer ég í einhverja veiði, býst ég við," segir Siv og bætir því við að sum- arið leggist vel í hana. Samgöngumálaráðherra upptekinn Sturla Böðv- arsson sam- göngumála- ráðherra segist ætía að vinna í allt sum- ar, eða allt að því. „Ég mun vinna |; að end- urskoð- un sam gönguáætíunar og einnig að fjarskiptaáætíun." Hann segir afar mikilvægt að vera alltaf á tánum. „Ferðaþjónustan, sem er næststærsti atvinnuvegur landsins, þarf á því að halda að maður sé alltaf að. Það er mjög mikilvægt." En Sturla mun þó eitthvað lyfta sér upp í sumar. „Já, ég býst við því að ríða svoh'tið út." ekkert vilja gefa upp um hvert hann ætlar að fara í sumar. „Ég upplýsi ekk- ert um það. En sumarið leggst mjög vel í mig," segir Geir. Hann hafði þó spumingu til blaðamanns: „Hvað ætí- ar fólk almennt að gera í sumar?" Ferðalög, er það ekki? „Ég ætía allavega að vinna í sumar, eins og ég er vanur." Arni glaðlyndur Ámi Matthiesen var afar glaðlynd- ur þegar blaðamaður spurði út í sum- arið. „f sumar segirðu? Ég hef bara ekkert planað neitt í sumar. Það verð- ur bara að koma í ljós." Ámi er þó viss um að hann muni gera -''íM eitthvað skemmtilegt. „Já, Æk ég býst nú fastlega Æk við því að fara JgS á landsmót / /. hesta- J&Hfl Utanrikisraðherra gefur ekkert upp Geir H. Haarde |fea» utanríkis- ÆÉE » ráðherra IHfA segist Æi Sturla Böðvarsson Ætiarað vinna í sumar en segist þó ætia að rlða eitthvað út. Arni Matthiesen Hefurekkert ákveðið hvað hann hyggst gera ísumar. Mun þó liklega fara á landsmót hestamanna. Siv Friðleifsdóttir Ætlar til Noregs og á Siglufjörð, auk þess að fara í veiði. Geir H. Haarde Ætlarað v f sumar, eins og ávaiit. Han ekkert gefa upp um hvert e< hvorthann fer í sumarfrf. Framleiðendur Mýrarinnar telja myndina góða kynningu fyrir Reykjavík Biðja Reykjavíkurborg um hálfa milljón Framleiðendur lcvikmyndarinnar Mýrin vilja fá 500 þúsund króna styrk frá Reykjavíkur- borg vegna gerðar myndarinnar. „Við teljum að kvikmyndin Mýrinhafimikið kynningargildi fyrirReykjavík- Baltasar Kormákur Leikstjórinn og handritshöfundur- inn. Ásamt Liiju Pálmadóttur konu sinni á BaltasarArfehf. sem stend- ur að gerð myndarinnar. urborg, hvort heldur sem myndin er í sýningu hérlendis eða erlendis, og komi til með að sýna Reykjavík sem þá nútímalegu og athyglisverðu borg sem hún er," segir í bréfi sem Krist- ín Erna Arnardóttir sendir fýrir hönd framleiðenda Mýrarinnar til Stein- unnar Valdísar Óskarsdóttur borg- arstjóra. Það er Baltasar Kormákur sem semur handrit að Mýrinni eftir sam- nefndri bók Arnaldar Indriðasonar. Baltasar leisktýrir einnig myndinni. „Þrátt fyrir að myndin sé fram- leidd sem „low budget" [með lágum tilkostnaði] mynd þurfum við enn að brúa nokkurt bil í framleiðslukostn- aði og leitum því til ykkar í því sam- hengi," segir Kristín í bréfinu og ósk- ar góðfúslega eftir áðurnefndum 500 þúsund krónum. Nokkuð er vikið að væntanlegum tökustöðum Mýrarinnar í bréfi Krist- ínar til borgarstjóra. Myndin gerist að stórum hluta í Norðurmýrinni og að hluta á Suðurnesjum: „Meðal tökustaða í Reykja- vík má nefna Lögreglustöðina við Hlemm, hús Islenskr- ar erfðagreiningar í Vatns-_ ____ mýrinni, Landspítal- JHrnaldur Indriðason ann og útisenur í 101 Reykjavík. Það má því með sanni segja að þetta sé Reykja- víkurmynd." Verið er að kvikmynda hugarsmíð Arnaldar um Mýrina. Enn vantarfé til framleiðslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.