Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Side 8
8 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006
Fréttir DV
Baugurog
Matas í eina
sæng?
Eigendur heilsukeðj-
unnar Matas í Danmörku
munu á morgun, sunnudag,
taka afstöðu til þess hvort
þeir vilji selja fyrirtækið.
Baugur Group hefur lagt
fram tilboð um samvinnu
við Matas. í Berlingske Ti-
dende er haft eftir Skarp-
héðni Berg Steinarssyni for-
stjóra fjárfestinga Baugs á
Norðurlöndum að þeir hafi
sent stjórn Matas bréf þar
sem þeir viðra hugmyndir
sínar um samstarf og með
hvaða hætti Baugur gæti
komið inn í Matas-keðjuna.
Hnallþórurog
karlakór
Sönghópurinn Sandló-
ur og karlakórinn Lóuþræll
halda tónleika í Félags-
heimilinu á Hvammstanga
í kvöld. Eru norðanmenn
þekktir fyrir frábært söng-
fólk og verður væntanlega
skemmtileg og fjölbreytt
dagskrá. Lóuþræll hefur
haldið fjölda tónleika víða
um landið við góðan orð-
stír. Ekki verða gestir svikn-
ir af að fara á tónleikana
því að þeim loknum verður
mikil hnallþóruveisla.
I
Fengu leyfi
fyrir sinu-
bruna
Bændumir Jón Björns-
son á Deildartungu og
Haukur Engilbertsson á
Vatnsenda fengu leyfi hjá
Lögreglunni í Borgarnesi að
brenna sinu. Segir lögregian
að sinueldurinn sem þeir
kveiktu hafi síðan farið úr
böndunum og ekki hægt að
hemja hann fyrr en slökkvi-
lið undir stjórn Péturs Jóns-
sonar slökkviliðsstjóra var
kallað út. Þessir sinubrun-
ar tengjast þó ekki sinu-
brunanum mikla á Mýrum
í Borgarfirði sem var mun
meiri og hættulegri.
Ingi Þór Kjartansson, tónlistarmaður og nemi í tónvinnsluskóla Þorvalds Bjarna Þor-
valdssonar, var dæmdur í gær í sekt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa haft 13
kannabisplöntur heima hjá sér. Ingi Þór sem er í hljómsveitinni Reykjavík Swing Or-
chestra segir að hann hafi ætlað að selja gras til þess að borga skólagjöldin.
„Ég hef örugglega lagt meira inn í samfélagsbankann en margir
aðrir," segir Ingi Þór en hann hefur aldrei verið dæmdur áður fyr-
ir ólöglegt athæfi. í gær var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykja-
víkur fyrir að hafa haft undir höndum 13 kannabisplöntur og 137
grömm af kannabislaufum.
Ingi Þór Kjartansson var ákærður
fyrir að hafa haft 13 kannabisplönt-
ur heima hjá sér en hann segir að
þær hafi fundist þegar lögreglan hafi
komið heim til hans vegna partíláta.
Lögreglan fann kannabisið og 137
grömm af kannabislaufum en þau
innihalda að sögn Inga ekki vímu-
efnið sem kannabis inniheldur.
Dýrt nám
„Ég ætlaði að selja efnin með-
al annars til þess að framfleyta mér
í skólanum," segir Ingi Þór en önnin í
skólanum hjá Þorvaldi Bjarna kostar
allt upp f 319 þúsund krónur og tek-
ur námið fjóra mánuði. Hann stefnir
einnig á nám erlendis og segir að það
muni kosta þó nokkuð og kannabis-
salan hefði getað orðið fín búbót.
Tónlistarmaður og
kannabisræktandi
Ingi Þór hefur aldrei verið dæmd-
ur áður og lítur á sig sem góðan og
gildan samfélagsþegn. Hann tek-
ur þó undir að það sé heldur óhefð-
bundin leið að rækta kannabis til
þess að borga skólagjöldin.
„Við erum að fara hita upp fyr-
ir Roni Size," segir Ingi en hann er í
rafhljómsveitinni Reykjavík Swing
Orhcestra og að hans sögn gengur
þeim nokkuð vel.
Telauf eða kannabislauf
Ingi Þór var ósáttur við að vera
ákærður fyrir kannabislaufln, „þú
gætir notað þau í súpu án þess að
finna áhrifin," svaraði Ingi í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær þegar dóm-
arinn spurði hvort það sem fannst
heima hjá honum hafl
verið telauf eða kanna- Jp
bislauf. Engin rannsókn B
lá fyrir um að laufin K
innihéldu virk fíkniefni. 1
Verjandi Inga, Sigríð- H
ur Rut Júlíusdóttir benti
því á að ótækt væri að
sakfella hann fyrir þann
hluta.
Niðurstaðan varð sú að ’
Ingi þór var dæmdur í 150
þúsund króna sekt og er hon-
um frjálst að taka hana útí sam-
félagsþjónustu hvers konar
en hann verður að finna A
upp á nýrri leið til þess
að fjármagna nám- j/k
vatur@dv.is
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
skólastjóri Ein önn geturkostaö
rúmlega 300 þúsund krónur.
Ingi þór Kjartansson
Ætlaði að borga nám
með kannabissölu.
Tapaði skaðabótamáli vegna gæsluvarðhalds
Lögreglan sendist með hass frá Nepal
Jón Óskar Júlíusson tapaði í gær
ellefu milljóna króna skaðabótamáli
sem hann höfðaði á hendur ríkinu
vegna viku gæsluvarðhaldsúrskurð-
ar sem hann sætti í febrúar 2004.
Forsaga málsins er sú að í byrjun
febrúar barst til landsins paldd frá
Nepal. Sendandi pakkans var skráð-
ur á nafninu Nara Bahadur Pun, Kal-
ankhi Kulehwor Height, Katmandú í
byrjun febrúar 2004 og í ljós kom að
palddnn innihélt skrautmuni og inn-
an í þeim var hass. Lögreglan fann út
að pakldnn átti að fara heim til Jóns
Óskars Júlíussonar en í ljós kom að
hann var fluttur frá því heimilsfangi
sem pakkinn átti að fara.
Lögreglan hafði upp á Jóni Óskari
með erfiðismunum og var lögreglu-
maður látinn dulbúast sem DHL
sendill og látinn færa Jóni pakkann.
Jón tók við pakkanum og var í
kjölfarið hnepptur í gæsluvarðhald
meðal annars vegna þess að í pakk-
anum var hlerunarbúnaður og taldi
lögreglan að hann vissi af hassinu
samkvæmt þeim upptökum.
Jón Óskar var í viku í gæsluvarð-
haldi en hann var aldrei
ákærður vegna
málsins út af
ófullnægjandi
sönnunargögn-
um. Jón sagði
að hann kann-
ss Töluvert af hassi
fannst í skrautmun-
Ég er nýkominn frá Bandaríkjunum en þangað fór ég til að ná iprófgráður mínar í ferða-
máiafræðum," segir Karl Hjaltested fyrrverandi vert á Grand Rokk. „Annars iiggur ekkert á
hjá mér, ég er að slappa afþessa dagana enda atvinnulaus."
aðist ekki við pakkann og hafl á
I þeim tíma haldið að hann væri
■ frá systur sinni í Bandaríkjun-
I um vegna þess að hann átti af-
mæli skömmu síðar.
Dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu að vinnubrögð lögreglunn-
ar hafi ekki verið aðfinnsluverð né
gæsluvarðhaldsúrskurðurinn vegna
þess að Jón hafði áður komið við
sögu vegna fíkniefnamisferlis. Einnig
var rannsókn á þeim tíma á frumstigi
og tryggja þurfti að Jón myndi ekki
raska rannsókninni á nokkurn hátt.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði
ríkið af skaðabótakröfu Jóns Óskars
upp á á 11 milljónir.