Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Blaðsíða 11
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 11
Útsala á
Carlsberg
í tilefni af þv í að 150
ár eru liðin frá fæðingu
Gustavs Carlsberg, stofn-
anda brugghússins fræga,
verður ÁTVR með útsölu
á Carlsberg-bjór á öllum
sölustöðum sínum í dag.
Kippa með sex bjórum
verður seld á 600 krónur
eða hundrað krónur dós-
in. Bent er á að útsölustað-
ur ÁTVR í Smáralind verður
opin til klukkan 20 í kvöld
vegna þessa.
Suðrænt
skólastarf
Undafarnar vikur hafa
allir nemendur Grunn-
skólans í Hveragerði feng-
ið ávexti og grænmeti einu
sinni á dag. Hafa krakkamir
tekið þessu vel enda alvön
slíku fæði úr gróðurhúsum
bæjarsins. Markmiðið er að
sjálfsögðu að ala upp betri
og hraust-
ari æsku en
umsjón-
armenn
ávaxta-
átaksins
eru þær
Guðbjörg
Bjöms-
dóttir og
Sigþrúður
Sæmunds-
dóttir.
Draugasetur
vill afslátt
Forráðamenn Drauga-
setursins á Stokkseyri hafa
farið fram á að fá fasteigna-
gjöld niðurfelld. Bæjar-
stjórn Árborgar fjaliaði um
málið á síðasta fundi sín-
um og ákvað að fela Einari
Njáls- syni bæjar-
Nú eru orðin að veruleika samtök sem munu starfa fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis
á Vestfjörðum. Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða kross íslands á VestQörð-
um segir að undirbúningur fyrir stofnun samtakanna hafi staðið yfir í eitt ár. Bryndís
segir að brýn þörf sé á úrræðum fyrir fólk á Vestfjörðum sem lent hefur í kynferðislegu
ofbeldi því hingað til hefur fólk þurft að fara til Stígamóta í Reykjavík.
varðar kynferðisofbeldisglæpi
Einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á Vest-
fjörðum hefur verið vísað til Stígamóta í Reykjavík vilji þeir vinna
í sínum málum og fá stuðning til þess. Bryndís Friðgeirsdóttír
svæðisstjóri Rauða krossins á Vestfjörðum segir að Rauði kross-
inn á ísafirði hafi fengið margar fyrirspurnir frá þolendum kyn-
ferðisglæpa sem vita ekki hvert þeir eigi að snúa sér til að fá að-
stoð í sínum málum. Segir Bryndís að í kringum páska hefji fyrstí
sjálfshjálparhópurinn störf á ísafirði.
„Vestfirðir skera sig ekki frá öðr-
um landshlutum hvað varðar kyn-
ferðisofbeldisglæpi og hingað til
hafa læknar á fsafirði bent fólki á að
fara til Reykjavíkur til að fá stuðn-
ing og aðstoð í sínum málum," seg-
ir Bryndís. „Við hjá Rauða krossinum
höftún fengið fjölda fyrirspurna frá
fórnarlömbum kynferðisofbeldis um
hvað þau geti gert í sínum málum og
tekin var sú ákvörðun fyrir ári síðan
að leita til Stígamóta til að fá aðstoð
við að koma upp sjálfshjálparhópum
hér á ísafirði," segir Bryndís.
Húsiö sem Rauði Kross fslands á (safirði
hefur aðstöðu í. Rauði Krossinn býður
samtökunum, sem hjálpa fóiki sem lent hefur
í kynferðisofbeldi, upp á ókeypis húsnæði.
Neyðarsími fyrir fórnarlömb
„Þrjár manneskjur frá fsafirði eru
búnar að vera í þjálfun hjá Stígamót-
um og núna eru þær komnar til baka
til að takast á við það verkefni að
veita fórnarlömbum kynferðisglæpa
stuðning og aðstoð til að ná sér eft-
ir það áfalll sem því fylgir að verða
fyrir svona hrottalegu ofbeldi," seg-
ir Bryndís. Hún segir að fómarlömb
geti hringt í neyðarsímanúmerið 864
8 864 sem er opið allan sólarhring-
inn tif að fá ráðgjöf og í kjölfar þess
er fólk boðað í viðtal hjá fagfólki sem
kann að sinna svona viðkvæmum
málum.
„Það er fagfólk á vegum Skóla -og
fjölskylduskrifstofu Isafjarðarbæjar
sem mun sinna fólkinu og svo getum
við ekkert gert án þeirra sem hafa
persónulega reynslu af kynferðisof-
beldi og munu nokkrir einstaklingar
með þessa vondu reynslu starfa með
okkur enda munu þeir vera sérfræð-
ingarnir í hópnum," segir Bryndís.
Vont að svona mál séu til
„Það er vont að fólk þurfi á svona
aðstoð að halda en því miður koma
svona mál upp jafnt hér sem ann-
ars staðar," segir Halldór Halldórs-
son bæjarstjóri ísafjarðar. „Ef fólk-
ið okkar hér þarf á þessari þjónustu
að halda þá viljum við gera allt sem
við getum til að svo geti orðið," seg-
ir Halldór. Hann segir að á bæjar-
stjórnarfundi um dagirm hafi þetta
mál verið tekið fyrir og verið sé að
skoða hvernig bæjarfélagið kemur
inn í þetta samstarf.
Bryndís Friðgeirsdóttir
svæðisfulltrúi Rauða kross-
ins á Vestfjörðum segir að
Rauði krossinn sé nú þeg-
ar búinn að útvega sam-
tökunum húsnæði fyrir
sitt starf ókeypis og hún
segir að hún treysti á gott
fólk til að veita samtökun-
um fjárhagslegan stuðn-
ing. „Ég hef ekki áhyggj-
ur af því að það takist ekki,
þetta er mál sem varðar alla
og við munum örugglega fá
þann stuðning sem við þurf-
um," segir Bryndís.
Fólk þarf að vinna í sínum
málum
„Fólk er að átta sig meira á því að
það er hægt að vinna í málum sem
eru gömul og sér því leið út úr van-
h'ðan sinni," segir Bryndís. Hún seg-
ir að öll fjölmiðlaumræða um þessi
mál skipti miklu máli og hafi í mörg-
um tilfellum hvatt fólk til að gera eitt-
hvað í sínum málum. „Ef margir leita
til okkar vegna kynferðisofbeldis þá
viljum við skipta fólki í hópa þannig
að sérhópur sé fyrir þá sem lentu í
kynferðisofbeldi sem
börn, sérhópur fyr-
ir þá sem hafa
lent í því að
vera nauðgað
og sérhóp-
ur fyrir karl-
menn," segir
Bryndís að
lokum og
er bjartsýn
á að þessi
samtök
muni hjálpa
mörgum í ná-
inni framtíð.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri á
fsafirði „Það er vontað fólk þurfi á
svona aðstoð að halda en þvi miður
koma svona mál upp“
Islenskum prestum ekki vel við særingar Tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás
Múrinn fellur
Hafið er niðurrif á múr-
vegg sem umlukið hef-
ur ættarsetur Nordalana á
Baldursgötu um áratuga-
skeið. Jón Ólafsson athafna-
maður festi kaup á húsinu
og lætur nú rífa múrvegg-
inn þannig að koma megi
fyrir bílskúr í garðinum. Er
sjónarsviptir af múrveggn-
um sem lengi hefur verið
ein helsta prýði gatnamót-
anna þar sem Baldursgata
og Freyjugata skerast í 101.
Fyrirlestur um særingar
„Mig minnir að ég hafi lesið um
að særing hefði verið flutt í gegn-
um síma," segir Einar G. Pétmsson,
doktor í íslenskum fræðum. Ein-
ar heldur fyrirlestur um særingar í
Sögufélaginu í Fischersundi næst-
komandi þriðjudagskvöld á vegum
Þjóðmenningarfélags íslands. „Ég
mun fjalla um særingar til varnar
sjúkdómum, alls konar meinvætt-
um og ásóknum illra anda. Særingar
voru aðallega fluttar af almenningi
á íslandi til að mynda til að vernda
móður og barn við fæðingu og þeg-
ar fólk skar sig." Pétur segir að prest-
um hafi ekki verið sérstaklega vel
við særingar af þessu tagi, eins og
ætla má af bandarískum bíómynd-
um. Pétur skrifaði fyrst um særing-
ar í ritröðinni íslensk þjóðmenning
árið 1989, „en síðan þá hef ég kom-
ist að raun um margt fleira." Særing
úr íslensku handriti frá 16. öld segir,
„Stöðvist blóð þeim er blæðir, blóð
féll af guðsróðu, almátigur beið ótta,
önd þeir sárliga píndu, stattu fyrir
dyr þar er dreyrir, dreyri guðs sona
heyri, undalögur þar er ægir fyrir oss
varstu píndur á krossi." „Eg veit ekki
hvort særingar séu enn fluttar á ís-
landi," segir Pétur að lokum.
Handrukkaði vin sinn
og dæmdur í fangelsi
Karl Elíasson var dæmdur í gær
í tveggja mánaða óskilorðsbundið
fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness
fyrir líkamsárás sem átti sér stað í
nóvember 2004. Honum er
einnig gert að greiða fórnar-
lambinu, Kristjáni Þóri Ól-
afssyni 300 þúsund krónur í
skaðabætur.
„Hann kom inn, hrinti
mér niður og byrjaði að
lesa yfir mér," segir Kristján
en Karl og „skósveinn
hans eins og Kristján
orðaði það ruddust
inn í íbúð hans,
lömdu hann
með hafnabolta-
kylfu og tóku þó
nokkra muni
sem Kristján átti. Kristján segir að
ástæða árásarinnar hafi verið sú að
harm skuldaði Karli pening vegna
fíkniefna. Hann segir hins vegar að
það hafi verið einhvers kon-
ar misskilningur vegna þess
að þeir hafi oft gefið hvor
öðrum fíkniefni án þess að
rukka fyrir það.
Karl var sýknaður af þeim
hluta ákærunnar að hann
hafi stolið munum frá
Kristjáni en var sak-
felldur fyrir stór-
fellda líkamsárás
og þarf að sitja
í fangelsi í tvo
mánuði fyrir
vikið.
vaiur@dv.is