Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006
Sport 0V
Munarmikið
um Sverri Þór
Sverrir Þór Sverr-
isson, sneri til baka í
Keflavíkurliðið, eftir
veikindi sem héldu
honum frá öðrum
leiknum í undanúr-
slitaeinvfginu gegn
Skallagrími sem
Borgnesingar unnu
með 18 stigum. Framlag
Sverris Þórs sést sérstaklega í
vöminni og hann átti góðan
leik þótt hann kæmist ekki á
blað og Skallagrímsliðið
skoraði sem dæmi aðeins 16
stig á þeim rúmu 17 mínút-
um sem hann spilaði. Kefla-
vík vann þannig leikinn 45-
16 með Sverri Þór fremstan í
pressunni gerandi bakvörð-
um Borgnesinga llfið leitt.
Níu sigrar í röð
í lokaúrslitum
Deildarmeistarar Hauka
og íslandsmeistarar Kefla-
víkur hefja í dag baráttuna
um íslandsmeistaratitilinn í
lokaúrslitum Iceland Ex-
press-deildar kvenna í
körfubolta. Leikurinn hefst
klukkan 13.30 og fer fram á
heimavelli Hauka á Ásvöll-
um. Á meðan þetta er fyrsti
leikur kvennaliðs Hauka í
lokaúrslitum um íslands-
meistaratitilinn þá er þetta
sá fertugasti hjá Keflavíkur-
liðinu sem hefur unnið alla
níu leiki sína í úrslitum ís-
landsmótsins síðustu þrjú
tímabil.
Megan óstöðv-
andigegn
Keflavík
Haukaliðið hefur
haft góð tök á Kefla-
vík í vetur og hefur
unnið síðustu fimm
leiki liðanna, þar af
þann síðasta með 43
stigum, 115-72, í
Keflavík fyrir aðeins rúmum
þremur vikum. Megan Ma-
honey, bandaríski leikmaður
Hauka, hefur verið gjörsam-
lega óstöðvandi í þeim
tveimur leikjum sem hún
hefur spilað gegn íslands-
meisturunum en í þeim hef-
ur Megan skorað 38 stig, tek-
ið 17 fráköst og gefið 7,5
stoðsendingar að meðaltali
auk þess að hitta úr 58%
skota sinna.
Sagðirekki
vilja kaupa
Guðjón
Samkvæmt frétt sem birt-
ist á heimasíðu norska 1.
deildarfélagsins
Bodö/Glimt mun félagið
hafa ákveðið að
kaupa ekki Guð-
jón Baldvinsson
frá Stjömunni.
Tilboð barst frá
félaginu en Eysteinn
Haraldsson, formað-
ur meistaraflokksráðs fé-
lagsins, sagði það ekki upp á
marga fiska. Hann vildi þó
ekki útiloka neitt og sagði að
þetta væri „ekki búið fyrr en
það væri búið“. Norski fé-
lagaskiptaglugginn lokaði á
miðnætti í gær, eftir að DV
fór í prentun.
Keflavík setti stigamet í undanúrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta með 50
stiga sigri, 129-79, á Skallagrími í þriðja leik liðanna á fimmtudagskvöldið. íslands-
meistara Keflavíkur vantar nú aðeins einn sigur til þess að komast í lokaúrslitin
fimmta árið í röð.
Allir góðir Keflvlkingar
áttu allirsem einn frábær-
an leik iþriðja leiknum við
Skallagrím.
DV-mynd Heiða
Keflvíkingar fóru illa með Skallagrím í þriðja undanúrslitaleik
liðanna í Iceland Express-deild karla og unnu þar næststærsta
sigur í sögu undanúrslitanna. íþróttahúsið á Sunnubrautinni
hefur verið nefnt Sláturhúsið og ekki að ástæðulausu enda hafa
fimm stærstu sigrar undanúrslita úrslitakeppni karla unnist í
húsinu. Keflvíkingar léku frábærlega í vörn sem sókn í fyrrakvöld
og skoruðu 30 stig eða meira í öllum fjórum leikhlutunum.
Keflvíkingar kunna liða best að þriggjastigakörfuríleiknumen59%
gjörsigra andstæðinga sína og það
var ljóst á öllu í þriðja leiknum að
leikmenn Keflavíkurhraðlestarinnar
þurftu að sanna ýmislegt fyrir sér og
Borgnesingum sem mættu kok-
hraustir til leiksins eftir 18 stiga sig-
ur í Borgamesi í leiknum á undan.
Skallagrímsliðið hélt í við Keflavík-
urliðið í fyrsta leikhluta en eftir 17
stig Keflavíkur í röð um miðjan ann-
an leikhluta var leikurinn búinn.
Keflavík skoraði meðal annars 19
Staersti sigur í undanúrslitum
úrslitakeppni karla:
+54 Keflavík á KR (1997, 113-59)
+50 Keflavík á Skallagrím (2006,129-79)
+48 Keflavík á Grindavík (2004,124-76)
+44 Keflavík á Njarðvík (2003,108-64)
+38 Keflavíká Njarðvík(1998,119-81)
þriggja stiga skotanna og 92% vít-
anna fóru rétta leið.
Tók Axel algjörlega úr um-
ferð
Það virtist engu máli skipta hver
var inni á, yfirburðir Keflvíkinga
vom algjörir og einbeitingin 100%
meðal allra tólf leikmanna liðsins.
Sjö leikmenn skomðu meira en 10
stig og átta settu niður þriggja stiga
skot. Það vakti að Sigurður Ingi-
mundarson setti Elentínus
Margeirsson inn í byrjunarlið-
ið í fyrsta sinn í vetur og hann
tók hetju Skallagríms frá því í
öðrum leiknum, Axel Kárason,
algjörlega úr umferð. Axel náði
aðeins einu skoti gegn Elent-
ínusi og skoraði ekki sín fyrstu
stig fyrr
lest stig i einum leik í undanúrslitum úrslitakeppni karla:
29 Keflavík gegn Skallagrími (129-79, 3. leik 2006)
24 Keflavík gegn Grindavik (124-76,4. leik 2004) _
22 Keflavík gegn Grindavík (122-119, 3. leik 1999, 3 framlengingar)
21 Grindavík gegn Njarðvík (121-88, 3. leik 1997) _____________
en í fjórða leikhluta þegar Elentínus
var löngu sestur á bekkinn ásamt
öðmm byrjunarliðsmönnum Kefla-
vfkurliðsins.
Moye enginn meðalmaður
Það væri
hægt að eyða
ófáum
dálksenti-
metrunum í
hrós um A. J.
Moye enda því-
líkur sigurvegari
á ferðinni. Það er
ekki nóg með
að hann skili
frábæmm
tölum í
öllum
leikjum
heldur spilar
hann frábæra vörn á alla
mótherja hvort sem um
ræðir 160 sm bakvörð eða
204 sm miðherja. Moye gerir
líka það sem Nick Bradford
gerði svo vel síðustu tvö tíma-
bil, hann kveikir í Keflavíkur-
liðinu með tilþrifum sem fær
meira að segja elstu menn til
þess að standa upp úr sætum
sínum. Moye endaði leikinn
með 37 stig og 13 fráköst á að-
eins 29 mínútum þar sem að
hann nýtti 68% skota sinna
(19/13) og öll átta vítin.
Guðjón með fjóra þrista á 9
mínútum
Aðstoðarþjálfarinn, Guðjón
Skúlason, átti skemmtilega inn-
komu í leikinn. Guðjón kom fyrst
inn á í lok annars leikhluta og eftir
23 sekúndur var hann búinn að setja
niður þrist í hraðaupphlaupi. Guð-
jón skoraði síðan þrjá þrista á aðeins
tveimur mínútum eftir að hann
snéri aftur inn í leikinn í fjórða
leikhlutanum og endaði með 14
stig á aðeins 8 mínútum og 53
sekúndum.
Þurfa að brjóta blað
Næsti leikur fer fram í
Borgarnesi á mánu-
dagskvöldið og þar
getur Skalla-
grímsliðið brotið
blað í sögu úrslita-
keppninnar því
ekkert lið hefur
unnið næsta leik
eftir að hafa tap-
að með meira
en 40 stigum í
leiknum á und-
an. Tap í næsta
leik þýðir hins
vegar sumarfrí
hjá Borgnes-
ingum.
ooj@dv.is
I Frábær í vörn og
I sókn A. J. Moye skoraði
137 stig á 29 mínútum
og hélt George Byrd í
I aðeins 13 stigum.
£
Varnarmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson samdi við Hammarby til þriggja ára
GUNNARTIL HAMMARBY FYRIR13 MILLJÓNIR
Varnarmaðurinn sterki úr röð-
um Fram, Gunnar Þór Gunnarsson,
hefur samið við sænska úrvals-
deildarfélagið Hammarby til næstu
þriggja ára. Gunnar hefur dvalið hjá
liðinu undanfarna daga og fór með
því í æfingaferð til Möltu en eins og
DV sport greindi frá í vikunni var
Fram þegar búið að samþykkja til-
boð í Gunnar frá sænska félaginu.
Var tilboðið gert með þeim fyrirvara
að Hammarby vildi semja við
Gunnar Þór en það var gert með
þessum hætti þar sem sænski fé-
lagaskiptaglugginn lokaði á mið-
nætti í gærkvöldi. í gær ákváðu svo
forráðamenn Hammarby að bjóða
Gunnari Þór samning.
Samkvæmt heimildum
DV sports getur kaupverð
Gunnars Þórs mest orðið 13
milljónir króna, en það fer
eftir frammistöðu hans hjá '
liðinu. Þar að auki staðfesti
Brynjar Jóhannsson, fram-
kvæmdarstjóri rekstrarfélags |
Fram, að félagið fái hluta af
söluverði hans verði
hann seldur frá
Hammarby
samningstím-
anum.
„Það er
auðvitað leið-
inlegt að sjá eftir svo góðum
manni en að sama skapi gleðj-
umst við yfir því að við eigum
leikmann í þessari sterku deild
og hann fái þetta tækifæri. Lið-
in komust að ásættanlegu
samkomulagi og eru menn
sáttir." Fyrir hjá félaginu er Pét-
ur Marteinsson, sem sjálfur lék í
yngri flokkum Fram og meist-
ara-
flokki,
Gunnar Þór Gunnars-
son Ferfrá 1. deildarliði
Fram til sænska úrvals-
deildarliðsins Hammarby.
DV-mynd Pjetur
I llll I l—^M____________
rétt eins
og
Gunnar
Þór.
Ólafur
Garðarsson hrl. og umboðsmaður
Gunnars Þórs gladdist einnig yfir
þessum fregnum og sagði þetta gott
tækifæri fyrir hann að bæta sig enn
frekar sem knattspyrnumann.
Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur
að aldri hefur Gunnar Þór leikið síð-
astliðin þrjú tímabil með Fram í
efstu deild hér á landi og á hann að
baki 45 leiki í deildinni. Brynjar seg-
ir að ekki hafi enn verið tekin
ákvörðun um hvort ástæða þyki að
fylla skarð Gunnars með nýjum
leikmanni en liðið sé engu að síður
vel mannað fyrir átök sumarsins.
eirikurst@dv.is