Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Page 19
Helgarblað DV LAUGARDAGUR 1. APRlL 2006 19 Móðirin, sem verður kölluð Sigga í þessu viðtali, kemur ásamt dóttur sinni, Helgu, til fundar við blaðamann. Dótturina hefur hún heimt úr helju. Hún gerir sér þó grein fyrir að hver dagur er dýrmætur og hefur lært af fíkl- inum að taka bara einn dag í einu. Þær mæðgur eru glæsi- legar og það er bjart yfir þeim. Það er líka greinilega afar kært á milli þeirra. Þannig var það að sjálfsögðu ekki þeg- ar Helga var heillum horfin í heimi fíknarinnar. Þá fannst Siggu stundum að dóttirin væri haldin illum anda. Það gat ekki verið að unglingurinn sem stóð við rúmstokkinn með hníf á lofti og trylltan glampa í augunum, væri litla stelp- an hennar sem hafði alltaf verið hvers manns hugljúfi og skarað fram úr í skóla. Sigga minnist þessa tíma með sorg í hjarta en hún segist ekki hafa áttað sig á hvað var að gerast fyrst þegar Helga fór að neyta eit- urljfia. „Þetta gerðist svo snögglega. Ég varð fyrst vör við þetta þegar hún var í níunda bekk. Hún hafði alltaf verið mikill námshestur en þarna sá ég að hún sinnti náminu illa og tæki trúlega ekki sam- ræmdu prófin. Það var sama sagan í öðru sem hún hafði náð árangri í, hún sinnti því lítið sem ekkert. Hún hefur samt alltaf verið ákveðin og hálfum mánuði fyrir samræmdu prófin ákvað hún að lesa og tók prófin með stæl. Hún var með yfir átta í meðalein- kunn og flaug inn í menntaskóla." Keyrð í skólann en mætti aldrei í tíma Sigga segir að þótt hana hafi grunað að ekki væri allt með felldu hafi hún valið að trúa því að ástandið væri betra en það var. „Ég vildi trúa því að þetta væri venjuleg unglingauppreisn sem myndi ganga yfir. Helga fékk frekar strangt uppeldi og við fylgdum því vel eftir að reglum um útivist væri framfylgt. Ef hún kom ekki heim leitaði ég hana uppi. Ég vissi að hún var að smakka vín en hélt að það væri ekki meira en gengur og gerist." Þegar Helga hóf nám í menntaskóla ók Sigga henni í skólann og sótti hana í lok skóla- dags. „Það var svo ekki fyrr en seinna það haust sem viðvörunar- ljósin fóru verulega að blikka hjá mér,“ segir Sigga. „Ég hef þannig menntun og reynslu að ég átti að sjá hvað var að gerast, en þegar ég bar þetta undir pabba hennar og kærasta könnuðust þeir ekki við neitt. Ég var svo fegin að fá ekki grunsemdirnar staðfestar að ég fór í algjöra afneitun." Sigga segir að allt hafi breyst í fari dótturinnar sem varð skap- stygg og beinlínis illskeytt. Hún leit illa út og var alltaf upp á kant við allt og alla. „Hún skítféll svo á prófunum og þá kom í ljós að þótt við hefðum keyrt hana í skólann dag- lega hafði hún aldrei mætt í tíma. Hún var í mikilli neyslu þarna en það vissum við ekki fyrr en seinna." Afneitun á neysluna dæmigerð Sigga segir að afneitunin sé dæmigerð fyrir foreldra barna í neyslu. „Maður vill forðast það í lengstu lög að trúa þessu. Það er svo margt sem maður notar til að sannfæra sjálfan sig, eins og til dæmis að barnið lyktar ekki af víni. Þegar ég minntist á auga- steinana sem mér fundust óeðli- lega stórir varð hún alveg brjáluð og ég bakkaði alltaf á endanum. Ég keypti samt tæki til að mæla eiturlyf í þvaginu en hún brást mjög illa við því og svo fór allt í háaloft þegar við ákváðum að taka af henni símann og finna út í hvaða samböndum hún væri og hvar hún fengi efnin. Mér fannst „Það er svo margt sem maður notar til að sannfæra sjálfan síg, eins og til dæm- is að barnið lyktar ekki afvíni." þetta allt hræðilega óhugnanlegt en gerði mér ekki grein fyrir hversu slæmt þetta var. Ég hugsa að ég hefði farið algjörlega í rúmið hefði ég vitað það." Þurfti að berjast við eigin fordóma Sigga segist líka hafa þurft að berjast við sfna eigin fordóma. „f fyrsta lagi datt mér ekki í hug að þetta kæmi fyrir barnið mitt. Við foreldrar hennar erum vel menntuð, bæði með háskólapróf og höfum alltaf verið reglusamt fólk. Helga er elst af systkinum sínum og við höfum lagt áherslu á gott heimilislíf og aðhald. Það er bara svo kolrangt að unglingar frá svokölluðum „góðum heimilum" séu eitthvað öruggari. Þetta getur gerst hvar sem er. Það varð mér líka gríðarlegt áfall þegar hún fór í meðferðina. Mér fannst að þetta „Tilhugsunin um að dóttir mín þyrfti áfengismeðferð var skeifiieg." væri ekki svo alvarlegt hjá henni og hún hlyti að geta græjað þetta sjálf. Tilhugsunin um að dóttir mín þyrfti meðferð var skelfileg." Verra en að fylgja barninu sínu til grafar Helga var send gegn vilja sínum í neyðarvistun á Stuðlum og síðan þvinguð í meðferð á Ár- velli þegar hún var sautján ára en mamma hennar segist hafa haldið að það bæri ekki árangur. „Hún strauk eftir tvo daga. Hún hafði engan áhuga á að hætta á þessum tímapunkti. Eftir það tók við hræðilegur tími. Á ákveðnu tíma- bili var ég hennar eini sanni óvinur. Það gerðist nokkrum sinnum að hún stóð með hníf við rúmstokkinn minn og sagðist bara ætla að bíða eftir að ég sofnaði. Ég hugsaði stundum að þetta væri verra en að fylgja henni til grafar. Við pabbi hennar spurð- um okkur af hverju hún fékk ekki frekar banvænan sjúkdóm, það hefði verið miklu skárra. Það er hræðilegt að segja þetta en svona var það. Mér fannst stundum ekkert mannlegt við hana, hún varð svo demónísk í framkomu að ég var hálfhrædd við hana. Ég missti samt afdrei alveg vonina." Með ógæfufólki Sigga segist oft hafa leitað að barninu sfnu um allan bæ og þurft að horfast í augu við þá stað- reynd að stelpan hélt til á stöðum eins og Hlemmi og Kaffi Austur- stræti. Samt var hún efins þegar Helga leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora húsinu. „Mér fannst húsnæðið óhentugt og fólkið þar fjarri henni. Stelpan mín átti ekki heima þarna." Sigga brosir og hristir höf- uðið. „Þarna mætti ég mín- um eigin fordómum og hrökk við þegar Helga benti mér á að hún væri eins og þetta fólk. Ég vildi fá hana heim og sagði henni að þar hefði hún allt til alls. Hún þurfti að útskýra fyrir mér að það væri ekki það sem hún þyrfti held- ur að taka sjálf ábyrgð á sínum bata." Lausnin felst í sporavinn- unni Helga náði frábærum árangri í Tólf spora húsinu og í vor lýkur hún stúdentsprófi og ætlar í fram- haldi að því í háskólanám í haust. Sigga segist vera að jafna sig en fjölskyldan var auðvitað öll í sár- um. „Systkini Helgu voru óskap- Móðirin Sigga lega reið og fannst allt snúast um hana. Þetta er fjölskyldusjúkdóm- ur sem bitnar á öllum og tekur tíma að vinna sig í gegnum. Ég leitaði aldrei til A1 Anon en efast ekki um að þar er mikla hjálp að hafa. Þegar ég hugsa til baka finnst mér þessi tími sem hún var í mestri neyslu hafa verið stuttur, trúlega af því við náum svo vel saman núna og allt gengur vel. En ég er reynslunni ríkari og lít þessa hluti allt öðrum augum í dag. Ég á enga ráðleggingu til foreldra aðra en að fýlgjast vel með börnum sínum og veita þeim aðhald og ást. Þegar barnið manns er horfið í heim eitur- lyfjanna finnur maður ekkert nema vanmátt og spyr sig endalaust hvað maður gerði rangt. Það er svo fátt hægt að gera nema barnið vilji það sjálft. Okkur finnst við hafa himin höndum tekið að hafa heimt Helgu úr helju og svo tökum við, eins og hún sjálf gerir, bara einn dag í einu. En umfram allt ekki gefast upp og láta þau róa; meðan er líf, er von.“ edda&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.