Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Page 20
20 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006
Helgarblað DV
Móðir Dóru, sem við köllum Láru í þessu viðtali, tekur á
móti mér á fallegu heimili sínu í úthverfi Reykjavíkur. Hún á
dóttur sem varð ung eiturlyfjum að bráð og fór í gegnum
ólýsanlegt sorgarferli þegar hún horfði á dóttur sína sökkva
dýpra og dýpra. Dóttirin, sem nú er komin hátt á þrítugs-
aldur, hefur náð sér á strik að nokkru leyti en mamma
hennar er enn hrædd. Hún er þó langt í frá búin að missa
vonina. Af tillitssemi við dóttur sína og aðstandendur biður
hún um að nöfnum sé breytt.
„Þetta er allt svo viökvæmt,"
segir hún og rifjar upp neyslusögu
dóttur sinnar sem er löng og
strembin og sér ekki fyrir endann
á.
„Dóra varð fyrir því eins og svo
margir aðrir krakkar að vera lögð í
einelti í skóla. Hún var mjög bráð-
þroska og ellefu ára fór hún að
sækja í sér eldri krakka. Þar sem
hún var svona bráðþroska átti
hún auðvelt með það og strax
þarna fór hegðunarmynstrið að
breytast. Stelpan mín, sem hafði
verið svo saklaus og góð, fór að
ljúga djöfulinn ráðalausan og ég
var lengi að skilja hvað var í gangi.
Móðir Dóru
„Oft fannst mér ég
húin að missa hana
og hugsaði stundum
að ég vildi heldur
fylgja henni til
grafar en að upplifa
þennan sífellda
sársauka."
Ég var í afneitun eins og gerist
gjarnan í svona aðstæðum. Hún
fór að stela peningum, hlýddi
engu og varð skyndilega ekkert
heilagt. Hún óð í það sem henni
sýndist og það skipti engu hvað ég
bað hana um, hún lofaði öllu
fögru en sveik það jafnharðan. Við
höfum alltaf lagt mikið upp úr
matartímum og ákveðinni reglu á
heimilinu en þetta hvarf allt."
Grunlausir foreldrar
Lára telur að afneitunin geti
verið sterkari þegar barnið kemur
frá góðu heimili og hefur staðið
sig vel í hvívetna fram eftir aldri.
„Við bjuggum úti á landi þar
sem var mikið skemmtanalíf. Hún
fór ung að vinna í frystihúsinu og
sá auðvitað að í verbúðinni var
mikið sukk og stuð og sótti í það.
Við höfðum þó ekki hugmynd um
hvað var í gangi fyrr en góð vin-
kona okkar hringdi og sagðist ekki
geta horft upp á þetta lengur. Þá
var Dóra komin í miklu harðari
neyslu en áfengi og mig grunaði
ekki neitt."
Lára segir heimilislífið hafa
farið í rúst. „Ég tók þetta óstjörn-
lega nærri mér og vissi ekki mitt
rjúkandi ráð. Samviskubitið var
að drepa mig og kannski skipti
máli að ég eignaðist hana áður en
ég fór að búa með núverandi
manninum mínum. Ég gat enda-
laust velt mér upp úr því að hefði
maðurinn minn verið pabbi
hennar hefðu hlutirnir verið
öðruvísi. Þetta var náttúrlega
tómt bull en ég var alltaf að leita
að réttlætingu. Hún segir sjálf að
pabbi sé alltaf pabbi, manninn
sem er blóðfaðir hennar kallar
hún „föður sinn". Ég hefði ekki
þurft að vera með þessa sektar-
kennd, en ég var í stöðugri sjálfs-
ásökun og fannst þetta vera allt
mér að kenna."
Gat ekki rætt sorgina
Þegar Dóra var nítján ára varð
hún ófrísk og eignaðist barn. Lára
segir hana engan veginn hafa
getað annast barnið, ekki heldur
eftir að hún fór í meðferð stuttu
seinna sem bar ekki tilætlaðan ár-
angur.
„Ég reyndi eins og ég gat að fá
hana til að axla ábyrgðina en það
gekk ekki. Þetta var mjög sorglegt
því hún gaf svo barnið til ættleið-
ingar. Þetta var eitt allsherjar
sorgarferli, sem endaði þó vel.
Mér fannst auðvitað að ég sem
amman ætti að taka barnið en svo
fór ég að hugleiða hversu oft ég
væri tilbúin til að taka við. Hvað ef
hún eignaðist fleiri börn? Yrði ég
alltaf tilbúin til að hlaupa und-
ir bagga? Ég fór með henni
alla leið í þessu ættleiðing-
arferli sem var miklu erflð-
ara en ég gerði mér grein
fyrir. Það var ekki fyrr en
mörgum árum seinna,
þegar ég missti móður
mína, að öll sorgin
braust upp á yfirborðið.
Sorg dregur með sér
aðra sorg," segir Lára.
Kom ekki til greina
að barnið færi ífóstur?
„Ég var nú í fyrsta
lagi ekki kunnug þess-
um málum eins og ég
er í dag. Ég var hrædd
um að barninu yrði
þvælt á milli og það
gat ég ekki hugsað
mér. Mér fannst
betri kostur að
barnið fengið góða
foreldra og gott at-
læti. í dag get ég
rætt þetta, en ég
gat það ekki lengi
vel. Góðir hlutir
gerast þó," segir Lára og brosir
blítt. „Barnið býr nú við mjög gott
atlæti og ég fæ að umgangast það
sem amma þess, sem er yndis-
legt."
Mikilvægast að leita
hjálpar fyrir sjálfan sig
Lára segist hafa verið búin á sál
og líkama þegar hún fór í fjöl-
skyldumeðferð á Teig. „Mér
fannst ég auðvitað ógurlega spes
þar. Maður er svo hrokafullur
þegar maður er að byrja. Mér
fannst ég sem aðstandandi allt
öðruvísi en hinir sem voru að
takast á við sína áfengisflkn. En
guð minn góður hvað ég átti eftir
að éta það ailt ofan í mig. Þarna
öðlaðist ég líka skilning á því að
alkóhólismi er sjúkdómur og að
öll fjölskyldan sýkist. Ég fór að
horfast í augu við að þetta væri
eitthvað annað og meira en aum-
ingjaskapur. Fram að því hafði
mér þótt þetta svo ólýsanleg
skömm."
Lára, sem á tvær yngri dæt-
ur, segir engin orð lýsa
þeirri vanmáttar-
kennd sem grípur
foreldri í þess-
um aðstæðum.
„Hvað á
maður að gera?
Úthýsa barn-
inu? Stundum
er það eina leið-
in. Það fyrsta
sem maður
verður þó að
gera er að leita
aðstoðar fyrir sjálf-
an sig. Ef maður er
sjálfur í rúst hjálpar
maður engum
og auðvitað
bitnar
„Mér fannst ég svo
hræðilega mislukk-
uð og einhvern veg-
inn á skjön við allt í
samfélaginu. Ég
upplifði þetta fyrst
og fremstsem of-
boðslega skömm og
ótrúlega sorg."
það á öðrum fjölskyldumeðlim-
um. Nú er svo margt í boði ef fólk
vill leita sér hjálpar. Það er hægt
að leita ráðgjafar víða því hér eru
stórir hópar sem hafa góða þekk-
ingu á svona málum. Ég hef sótt
A1 Anon-fundi og er með vinkon-
um mínum í mjög góðum les-
hring. Þar lesum við A1 Anon- og
AA-efni og höfum lesið góðar
bækur sem ég mæli með og heita
Samræður við Guð. Ein þessara
vinkvenna minna býr við
sömu reynslu og ég og
það er gott að ræða
þetta við aðra sem
skilja vandamálin af
eigin raun."
Var að missa vit-
glóruna
Nú hefur Dóra
verið edrú í nokkra
daga en Lára segist
ekki gera sér allt of
miklar vonir í augna-
blikinu.
„Hún viður-
kennir alveg að
hún ræður
ekki
við þetta. Þegar hún féll síðast
ákvað ég að láta hana algjörlega í
friði eins og manni er kennt, því
það er því miður eina leiðin. Ég er
búin að sannreyna það. Það er
ekkert sem ég get gert ef hún vill
það ekki sjálf. Dóra eignaðist ann-
að barn íjórum árum eftir að hún
gaf það fyrra og óttinn við að
missa það heldur henni þó oftast
gangandi."
Lára segist oft hugsa um það
þegar hún fréttir af ungmennum
sem deyja að hægt sé að missa
börnin sín á svo margan hátt.
„Mér fannst ég oft búin að
missa hana og hugsaði stundum
að ég vildi heldur fylgja henni til
grafar en upplifa þennan sífellda
sársauka. Svo bætist skömmin
við. Mér fannst ég svo hræðilega
mislukkuð og einhvern veginn á
skjön við allt í samfélaginu. Ég
upplifði þetta fyrst og fremst sem
ofboðslega skömm og ótrúlega
sorg. Ég grét út íéitt, gat ekki sofíð
en sat frammi og grét í örvænt-
ingu. Ég var að missa vitglóruna,
alveg þangað til ég leitaði mér
hjálpar og fór svo í A1 Anon. Mér
fannst áður að ég væri betur
komin dauð en lifandi. Það verður
allt svo gegnumsýkt í svona
ástandi. Þetta er svo mikill fjöl-
skyldusjúkdómur, harmleikur."
Tekið á málum af kærleika
Nú á Lára hins vegar góða daga
og þakkar það hjálpinni sem hún
hefur fengið og sporavinnunni.
„Já, lífið hefur breyst. Ég myndi
ráðleggja öllum foreldrum í
þessum aðstæðum að leita sér
hjálpar strax. Hætta að beina
sjónum að barninu, en einbeita
sér að sjálfum sér í staðinn. Svo
eru þessi góðu gömlu gildi algild;
að taka á málunum af kærleika. Ég
hef getað nýtt mér fræðin í öllum
kringumstæðum og þegar dóttir
mín féll fyrir nokkrum árum tal-
aði ég ekki við hana í nokkra
mánuði, en gætti barnsins
fyrir föðurinn. Hún hringdi
svo í mig mjög reið og æst
en mér tókst að bregðast
við af kærleika. Við
mæðgur erum ekki í
miklu sambandi í
augnablikinu, hún hef-
ur verið þannig
stemmd, elsku kerling-
in mín, að ég hef kosið
að loka í bili. En ég
elska hana út af lífinu
og er alls ekki búin að
missa vonina um að
ég fái hana aftur eins
og hún var. Ég trúi
því staðfastlega að
hún eigi eftir að ná
sér og þá verð ég til
staðar. Fram að því
get ég bara ræktað
sjálfa mig og fjöl-
skylduna mína, einn
dag í einu."
edda@dv.is