Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006
Helgarblað DV
Næsti skammtur var það eina sem rak þau Guðjón Egil Guðjónsson og Benediktu Ketilsdóttir áfram
um langt skeið. Lengi vel komu þau hvergi auga á útgönguleið út úr þvi helvíti sem þau höfðu ratað í.
Þau dreymdi um að eignast fjölskyldu en jafnvel sá draumur dó vegna fíknarinnar. Gangan fram í
ljósið var bæði löng og ströng. Nú vilja þau ekkert frekar en fá að vísa öðrum réttu leiðina.
Þau Guðjón Egill Guðjónsson og Benedikta Ketilsdóttir eru
ósköp venjuleg í útliti. Þegar þau tala heyrir maður strax að
þar er á ferð viðræðugott og greint fólk. I raun eru þau gjör-
ólík því sem maður býst við af fólki sem hefur eytt stórum
hluta af lífi sínu í fíkniefhanotkun. Sannleikurinn er samt sá
að í mörg ár gekk líf þeirra út á fátt annað en að verða sér úti
um næsta skammt. Svo mikil var fíknin að þau urðu að láta
eyða fóstri eftir að Benedikta féll í far eiturlyfja á meðgöngu.
Seinna urðu þau að láta nýfæddan son sinn frá sér, þótt þau
langaði í raun ekkert annað en að fá að reynast honum góð-
ir foreldrar.
Þau voru sprautufíklar. Alltof
lengi hefur litla þjóðin í norðri lok-
að augunum fyrir því að hér á landi
hefur stór hluti fólks Ieiðst út í jafn
harða neyslu og raun ber vitni.
Neyslu sem dregur fólk oft til
dauða, neyslu sem gerir líf fólks að
helvíti, jafnvel fólks sem talið er
koma af „góðum" venjulegum
heimilum eins og þau Guðjón og
Benedikta. Þau vilja að fólk opni
augun fyrir því sem er að gerast í
íslenskum veruleika og telja að
ekkert muni ávinnast ef fólk heldur
áfram að loka augunum fyrir hroll-
vekjandi tilveru sprautufikla. Á
meðan það er viðhorfið telja þau
að vandinn geri ekkert annað en að
aukast.
Úr jarðaför
Þau eru svartklædd þegar ég
hitti Jiau enda nýkomin úr jarða-
för. A síðustu dögum hafa þrír ná-
komnir vinir þeirra og ættingjar
látist, þar af tveir vegna ofneyslu
fíkniefna. Sá fjöldi er samt bara
brot af þeim fjölda vina og kunn-
ingja sem þau hafa misst í gegnum
tíðina. Á þessum erfiðu tímum
leggja þau samt á sig að mæta í við-
tal til að greina frá reynslu sinni því
þeim er umhugað um að koma
öðrum til hjálpar.
Fremingarbörn og dag-
drykkjufólk
Bæði byrjuðu þau að drekka
mjög ung en hvorugt þeirra vill
meina að sú neysla hafi hafist
vegna einhverra utanaðkomandi
þátta. Guðjón var aðeins 14 ára
þegar hann bað sjálfur um að fara í
meðferð. „Ég var farinn að drekka
á hverjum degi á þeim tíma. Mig
langaði til hætta en fann að ég gat
það ekki. Ég kynntist svo stelpu
sem hafði verið á Tindum og mælti
með því sem hún hafði kynnst þar,
reyndar er hún núna dáin eftir
óverdós, en það er önnur saga.
Þetta vildi ég reyna og var í fimm
mánuði í meðferð," segir Guðjón
og brosir beisklega út í annað því
eftir þessa meðferð hefur hann
varla tölu á því hve oft hann hefur
farið.
Ekki tók betra við
Það var samt ekki fyrr en hann
var 17 ára að hann hætti að drekka.
Ástæðan var þó ekki komin af góðu
og ekki tók betra við. „Ég drakk
alltaf mjög illa og oft fylgdi því of-
beldi. I eitt skipti barði ég strák
niðri í bæ mjög Úla og í kjölfar þess
hlaut ég fyrsta dóminn minn. Ég
var látinn hitta drenginn sem ég
barði eftir árásina og þegar ég sá
hvernig hann leit út eftir mig ákvað
ég að hætta að nota áfengi og sama
dag kynntist ég kannabisefnunum.
Kannski var það betra fyrir þjóðfé-
lagið, ég hætti að minnsta kosti al-
veg að fara út og gerði lítið annað
en að sitja skakkur fyrir framan
sjónvarpið og borða kókópuffs.
Það gerði ég í næstum eitt ár," seg-
ir Guðjón og brosir við minning-
una.
Sjúkur friðurinn sem kannabis-
efnin veittu honum vörðu þó
skamman tíma enda voru ný efni
þá tekin að streyma inn á íslenskan
eiturlyfjamarkað. „Þegar ég var bú-
inn liggja í kannabis í ár var ég orð-
inn nógu paranojaður til að vilja
annað ástand. Ég eyddi svo um
það bil fimm mánuðum í ofskynj-
unarefni en þegar ég var orðinn
uppgefinn af ofskynjunum og rugli
ákvað ég að prófa amfetamín með
kunningjum mínum. í fyrsta skipti
sem ég prófaði það var ég spraut-
aður, þá var ég 18 ára," segir Guð-
jón. Skömmu eftir þessa reynslu
fór hann þó í enn eina meðferðina
og þar kynntist hann Benediktu
sem seinna átti eftir að verða eigin-
kona hans.
Fá loforð eftir til að gefa
Eins og svo margir aðrir, segir
Guðjón að sem barn hafi hann ver-
ið ákveðinn í að byrjá aldrei á að
drekka brennivín. Þegar hánn
braut það loforð gaf hann sér ann-
að, og það var að aldrei nokkur
tímann myndi hann reykja hass.
Þegar það loforð var mölbrotið lof-
aði hann sér að aldrei myndi hann
nota ofskynjunarefni og því næst
að aldrei myndi hann sprauta sig.
Þegar hann var 19 ára voru fá lof-
orð eftir til að gefa.
Töldu sig hafa dottið í
lukkupottinn
„Ég og Benedikta byijuðum að
vera saman 1996, eða fljótlega eftir
að við komum úr meðferð og gerð-
um í raun lítið annað en að nota eit-
urlyf saman þótt við væmm ekki
farin að kunna að sprauta okkur
sjálf á þeim tíma," segir Guðjón
hreinskilnislega. Dag einn í sept-
ember sama ár ákváðu þau að kíkja
í heimsókn til vinafólks síns og sú
heimsókn varð mjög afdrifarík.
„Þegar við komum til þeirra
spurðum við hvort þau væm edrú.
Þau sögðu nei og við svömðum að
bragði að það væmm við ekki held-
ur," segir Guðjón og tekur sér smá
hlé á frásögninni.
Þau Guðjón og Benedikta töldu
sig hafa dottið í lukkupottinn þegar
þau komust að því að gestgjafamir
vom í einkar góðu sambandi við
innflytjanda á mjög sterkum efn-
um. f sumum heimsóknum er boð-
ið upp á kaffi. Þeim Guðjóni og
Benediktu var boðið upp á sterk eit-
urlyf en tilkynnt að ekld væm önnur
tæki til á heimilinu en sprautur og
þetta boð þáðu þau með þökkum.
Máttu þakka fyrir að hafa
lifað nóttina af
„Þau sprautuðu okkur með
alltof sterkum efnum og við óver-
dósuðum bæði. Þau drógu okkur
inn í herbergi og ég ætlaði að hlúa
að konunni minni. Það gekk þó
ekki betur en svo én að ég datt aft-
ur fyrir mig á spegil og skarst mjög
illa," segir Guðjón og greinilegt að
á hann slær óhug við upprifjunina.
Hann segir að í raun hafi þau mátt
þakka fyrir að hafa lifað nóttina af.
„Þetta vom vanir sprautufíklar sem
við vorum hjá og maðurinn ákváð
bara að ef við myndum deyja yrð-
um við dregin út í garðinn við hlið-
ina á húsinu. Þegar við rönkuðum
við okkur sögðu þau að þetta væri
eðlilegt. Síðan þá hefur liðið langur
tími og við vitum að það er ekki
rétt, heldur megum við þakka fyrir
að hafa lifað nóttina af.
Á þessari sömu stundu ákváð-
um við samt að þetta fólk yrðu
nýju bestu vinir okkar," segir Guð-
jón og brosir hálfundrandi yfir
sjálfum sér.
„í geðveikri neyslu"
Hjá þessu nýja vinafólki sínu
dvöldu þau svo í „geðveikri
neyslu", eins og hann orðar það
sjálfur í sjö mánuði. Á þeim tíma
grenntust þau mjög auk þess sem
skilningur þeirra á umhverfi sínu
fór enn þverrandi. „Ég fór niður úr
115 kílóum niður í 65 á þessum
tíma og að lokum var ég fluttur á
sjúkrahús og svo lagður inn á geð-
deild vegna þess hve ég var kom-
inn með svakalega paranoju. Ég
var alveg við að brenna yfir og átta
mig ekki á því hvernig við lifðum
þetta tímabil af. Við sátum bara
þarna inni á daginn og rændum og
rupluðum á næturnar," segir Guð-
jón. Þetta líferni þeirra fékk þó
snöggan endi og segist Guðjón
þakka Guði og lögreglunni fyrir
það.
Lítið barn inni á fársjúku
heimili
„Það voru þrjár dyr sem þurfti
að fara í gegnum inn í íbúðina.
Einn daginn ruddist sérsveit lög-
reglunnar inn og braut allar
hurðirnar niður. Þegar þeir spörk-
uðu upp síðustu hurðinni lenti
hún á konunni sem við bjuggum
hjá. Hún hafði staðið beint fyrir
innan hurðina, og við höggið af
hurðinni datt hún fram fyrir sig,"
segir Guðjón. Lögreglan lagði svo
leið sína með barnayfirvöldum á
leikskóla í næstu götu og sótti lítið
barn sem bjó á heimilinu.
Guðjón heldur áfram frásögn-
inni en þegar blaðamaður fréttir
að lítið bam hafi verið inni á þessu
fársjúka heimili er hann krafinn
um frekari svör við því.
„Þetta var alveg hræðilegt. Við
áttuðum okkur í raun aldrei á því
að barnið væri þarna fyrr en eftir á
og hvaða afleiðingar það hefði og
gæti haft á líf bamsins. Móðirin var
af veikum mætti að reyna sinna
litlu stúlkunni og við urðum ein-
hvern veginn aldrei vör við hana.
Henni var samt komið fyrir hjá
fósturfjölskyldu, líklega sem betur
fer á þessum tíma því þetta var al-
ger geðveiki, og þar er hún enn. En
móðir stúlkunnar hefur verið alls-
gáð alveg síðan þetta örlagaríka
kvöld. Og stofnaði heilbrigða fjöl-
skyldu með góðum manni.
Þetta var hræðilegasta tímabil
sem við höfum upplifað fyrr og síð-
ar. Þegar við rifjuðum það upp síð-
ar barst bamið í tal og við sldljum
ekki enn hvernig það fór fram hjá
okkur. Við vomm bara svo rugluð,
vissum hreinlega hvorki í þennan
heim né annan og það var í raun
ekki fyrr en við heyrðum ópin í
móðurinni eftir að barnið var tekið
frá henni að við rönkuðum eitt-
hvað smá við okkur," segir Guðjón
með skelfingarsvip. „Ég skil ekki
hvernig barnið lifði þetta af.“
Datt í það sama dag og
sonurinn fæddist
Þessi reynsla varð til þess að
þau Guðjón og Benedikta ákváðu
að reyna koma undir sig fótunum í
lífinu. Þau gengu í trúfélag, Guðjón
fékk sér vinnu og fljótlega komust
þau að því að þau áttu von á barni.
Sumum hefði getað virst að lífið
hefði loksins farið að brosa við
þeim. „Barnið okkar fæddist 13.
mars og sama dag datt ég í það,"
segir Guðjón en útskýrir hálf afsak-
andi að á þeim tíma hafi hann ekki
enn verið búinn að kynnast 12
spora- prógramminu sem síðar átti
eftir að verða þeim til bjargar.
„Hvomgt okkar kunni að lifa
eðlilegu lífi, hvað það þýddi að
taka ábyrgð og vera edrú," bætir
hann við til útskýringar.
„Barnið okkar fædd-
ist 13. mars og sama
dag datt ég í það"
Báðu um að láta taka barnið
„Benedikta kom svo heim af
spítalanum með barnið. Ég datt í
það af og til en hún hélt sér edrú.
Þegar strákurinn var sex mánaða
fundum við bæði hvað var að fara
að gerast. Ég hringdi þá í pabba og
sagði honum hvernig málin stæðu,
við gætum ekki hugsað okkur að
vera með drenginn á meðan. Auð-
vitað vildum við vera með barnið
okkar en fíknin hafði yfirtekið líf
okkar aftur þó svo að við væmm
ekki enn farin að nota. Pabbi kom
til okkar sama dag og sótti dreng-
inn, síðan þá hefur hann alist upp
hjá honum og stjúpmóður minni,
þau björguðu þar með lífi okkar
allra held ég bara," segir hann og
reynir að útskýra fyrir reynslulaus-
um blaðamanninum að ábyrgðin
hafi einfaldlega vaxið þeim of mik-
ið í augum á þessum tíma þrátt fyr-
ir að þau hafi bæði dreymt um það
eitt að koma undir sig fótunum og
stofna fjölskyldu.
Ný kynni
Lífið hélt svo áfram sinn vana-
gang hjá þeim Guðjóni og Bene-
diktu ef svo má segja. Þau kynntust
nýjum kunningjum, fíkniefnasöl-
um og nýju fíkniefni. „Dflerinn
sagði að þetta efni héti Contalgin
og væri voða sniðugt, við vomm á
því nær stanslaust í tvö ár eða þar
til árið 2000," segir Guðjón en því
má bæta við að þetta efni gengur
jafnan undan heitinu dauðadópið
vegna þess hve hratt það eyðilegg-
ur fólk.
Guðjón hefur þrisvar sinnum
setið inni. Þegar hann átti að fara
inn í þriðja skipti hafði hann verið
eftirlýstur um tíma og því tókst
honum að semja við Fangelsis-
málastofnun að fá að fara í með-
ferð áður en hann gæfi sig fram
með því skilyrði að hann gæfi sig
fram.
„í ágúst árið 2000 varð ég þess
heiðurs aðnjótandi að fá að taka
dóminn út á Staðarfelli hjá SÁÁ.
Eftir það var ég edrú fram í júní á
næsta ár á eftir en þá féllum við
aftur í viku. Sem betur fer kynnt-
umst við 12 spomnum á þeim
tíma. Það var ekki fyrr en þá að við
kynntumst einhverri yndislegri
frelsistilfinningu. Loksins fannst
okkur að við gætum vaknað og tek-
ist á við heiminn edrú án þess að
þurfa að neyta vímuefna."
„Þau björguðu lífi okkar"
Guðjón segir að á þessum tíma
hafi hópur fólks verið að kynna 12
spora kerfið hér á landi eftir að
hafa kynnst því sjálf í Bandaríkjun-
um. Það hafi verið búið að eignast
nýtt líf. „Fólkið sem kynnti okkur
fyrir þessari 12 spora leið tók okkur
Benediktu í raun inn á sig. Gáfu
okkur föt og mat og gjörsamlega
björguðu lífi okkar," segir Guðjón
og minnist með þakklæti þessara
hjóna sem hjálpuði þeim svo mik-
ið á þessum tíma.
Leiðin í Ijósið
Eftir að hafa verið að rembast í
hverri meðferðinni á fætur annarri
í tíu ár segist Guðjón loks hafa
fengið eða skilið útskýringu á því
hvað alkóhólismi er í raun og veru.
Skilgreiningin hafi hjálpað honum
að takast á við vandamálið enda
erfitt að fást við vágest sem maður
þekkir ekki. „Ég lærði að alkóhól-
ismi samanstendur af þremur
þáttum en þeir eru: andlegt mein,
huglæg þráhyggja og líkamlegt of-
næmi. Fyrsta atriðið eru alkó-
hólistar fæddir með og veldur því
að þeir geyma vonda hluti án þess
að vinna í þeim. Huglæga þrá-
hyggjan knýr þetta ástand áfram
svo við förum að drekka og þá tek-
ur líkamlegt ofnæmi við sem veld-
ur því að við þurfum alltaf meira
og meira. Eitt glas er of mikið en
þúsund ekki nóg," segir hann og
útskýrir að alkóhólistum megi líkja
við fólk með mikilmennskubrjál-
æði en minnimáttarkennd.
„Við heyrðum skilaboðin um
hvemig alkóhólistar em í raun og
vem. Allir alkar em eins í gmnn-
inn, allir halda þeir að þeir séu svo
sérstakir, allir alkar halda að þeir
hafi reynt það svakalegasta í öllum
heiminum og allir halda þeir að
þeir hafi brotið mest af sér af öll-
um. Því sitja þeir uppi með stærstu
skömm sem hægt er að hafa á bak-
inu og það kemur í veg fyrir að við
gemm eitthvað í málunum. Það er
einfaldlega of erfitt að takast á við
það."
Hefði dáið áður
Til þess að geta orðið edrú, sem
allir eiga að geta, þarf maður að
fara í gegnum þetta 12 spora kerfi
og það má ekki bíða," segir Guðjón
en hann segir að þegar fyrst hafi
verið farið að byrja á þessu kerfi
hafi árangurinn verið á þá leið að
um það bil 75% fólks sem leitaði til