Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Qupperneq 23
Helgarblað DV
LAUGARDACUR 1. APRÍL 2006 23
| Guðjón Egill og Benedikta Vilja
nú einbeita sérað fjölskyldulífinu ot
þviað hjdlpa öðrum úr myrkrinu.
„Þetta var alveg hræðilegt.
Við áttuðum okkur í raun aldrei á
því að barnið væri þarna fyrr en
eftir á og hvaða afleiðingar það
hefði og gæti haft á lífþess"
AA samtakanna varð edrú. Þenn-
an árangur telur hann ekki enn til
staðar. Langt því frá. „Lauslega
áætlað held ég að í dag séu það að-
eins fimm af hverjum 100 sem ná
að vera edrú. Ástæðan er sú að fólk
er alltaf að hlífa nýliðum of mikið.
Viðkvæðið hér á landi var þannig
að fólk átti að bíða í tvö ár þangað
til það fór að vinna í 12 sporunum.
Það er bara ekkert gott því fyrstu
sporin verða til þess að við losum
um mesta myrkrið í höfðinu á
okkur sem hjálpar okkur svo að
halda áfram í næstu sporum. Ég
þekki engan af okkar kalíberi sem
hefur náð að vera edrú í tvö ár án
þess að vinna sporin og það hefði
ég sjálfur aldrei getað. Ég hefði
dáið áður."
Lokafallið
Við héldum áfram út frá þessari
12 spora vinnu, gerðum mikið
gagn, breiddum út boðskapinn,
hittum bömin okkar og eignuð-
umst fallegt heimili. Það var samt
þannig að við unnum níunda
skrefið ekki nógu vel. Við héldum
að við væmm frjáls en það var ým-
islegt óuppgert. Þannig að eftir að
við vomm búin að vera edrú í eitt
ár fómm við aftur að nota efni.
Það var í júní 2002, við duttum í
það en daginn eftir vorum við
búin á því. Við höfðum verið ringl-
uð áður en þetta gerðist en áttuð-
um okkur ekki á því að það var
vegna þess að við höfðum ekki
gert okkar mál nógu vel upp.
Benedikta gafst upp á öðmm degi
og ég á þeim tíunda. Við fómm í
meðferð og unnum sporin okkar
almennilega í það skipti. Síðan þá
höfum við verið edrú."
Dauðinn á biðlistunum
Áður en Guðjón og Benedikta
fóm að nota efni í júni 2002 höfðu
þau þegar lagt gmnninn að 12
spora húsinu. „Það var draumsýn
sem hélt okkur algerlega gang-
andi, en þegar það kom bið í verk-
efninu féllum við aftur í neyslu.
Það hvarflaði þó ekki að okkur að
gefast upp og um leið og við urð-
„Það dóu svo rosa-
lega margir á þessum
tíma að við ákváðum
að drífa í þessu"
um aftur edrú fómm við á fullt að
koma 12 spora húsinu aftur af
stað. Við fengum góðan hóp með
okkur og eftir fjóra mánuði hafði
húsið opnað," segi Guðjón Egill
með stolti í málrómnum. Hann
viðurkennir þó að þau hafi farið af
stað með kappi fremur en forsjá
enda hafi biðlistar á þeim tíma
verið gífurlega langir. Mikið af
kunningjum þeirra hafi látið lífið
meðan þau biðu eftir að fá að
komast inn til að virma í sínum
málum og það hafi þau engan veg-
inn getað sætt sig við.
Úti í kuldanum
„Það dóu svo rosalega margir á
þessum tíma að við ákváðum að
drífa í þessu einn tveir og bingó.
Öryrkjabandalagið ákvað að leigja
okkur hús og við ákváðum að hafa
heimilið þannig að boðið væri
upp á fulla meðferð allan daginn.
Við höfðum það að stefnu að út-
rýma biðlistum, við settum engin
skilyrði fyrir að komast inn annað
en viijann að verða edrú og við
vildum að fólki væri frjálst að fara
og koma eins og það vildi en ekki
loka það af uppi í sveit," segir
Guðjón ákveðið.
Það þótti mikil nýlunda að
bjóða upp á meðferð í hjarta borg-
arinnar þar sem fólk gat ráðið
ferðum sínum en Guðjón Egill
segir að það kunni ekki góðri
lukku að stýra að Ioka fólk inni frá
öllu, að minnsta kosti hafi það
ekki virkað fyrir hann. Lífið verði
einfaldlega alltof stórt og yfir-
þyrmandi þegar aftur er komið út
og það geti valdið því að fólk falli
aftur í neyslu.
Það sem helst var lögð áhersla
á í 12 spora húsinu var að fólk sem
þangað leitaði yrði komið í vinnu
eða skóla þremur mánuðum eftir
fyrstu komu og segir Guðjón
ástæðuna fyrir því vera þá að fólk
verði að örva heilann til að fá
áhuga á lífinu. Að æðsti draumur
marga fíkla hafi eitt sinn verið að
komast á ævilanga örorku.
„Vissulega þurfa margir að vera
á örorku vegna andlegra og líkam-
legra sjúkdóma og slysa, sérstak-
lega er stór hópur fíkla sem þjáist
af illvígu þunglyndi eftir og vegna
neyslu og getur hreinlega ekki
plumað sig á vinnumarkaði og því
berum við virðingu fyrir. Það er
samt þannig að við getum alltaf
gert eitthvað til að örva heilann.
Það er fullkomlega rétt sem mál-
tækið, vinnan göfgar manninn,
segir, við verðum að búa okkur til
líf og vinna markvisst að því."
Úti í kuldanum
Það er augljóst að Guðjón Egill
og Benedikta eru stolt af því sem
þau fengu áorkað í 12 spora hús-
inu. „Þetta var bara draumur,"
segir Guðjón Egill ófeiminn og við
minninguna lifnar yfir honum.
Draumurinn varði þó ekki eins
lengi og hann dreymdi um því í
september á síðasta ári neyddist
hann til að loka 12 spora húsinu
vegna vangreiddra leiguskulda.
Skuldirnar segir hann tilkomnar
vegna þess hve leigan hækkaði ört
vegna hækkandi íbúðaverðs og
ekki hafi fengist fjárstuðningur til
að halda áfram með verkið. „Ég
leitaði til fyrrverandi félagsmála-
ráðherra sem gaf vilyrði fyrir
stuðningi. Hjálpin barst þó ekki
fyrr en eftir hálft ár og á þeim tíma
höfðu skuldirnar aukist verulega.
Ég leitaði þá aftur til hans og fékk
aftur jákvætt svar. Fulltrúi félags-
málaráðherra lagði til að 12 spora
húsinu yrði lokað strax og hætti
við að taka þátt í þessum björgun-
araðgerðum í umboði ráðherrans,
sem nú hefur snúið sér að öðrum
verkefnum."
Því hefur Guðjón neyðst til að
loka húsinu sem hann og svo
margir félagar hans lögðu svo
mikla vinnu í. Hann neitaði þó að
gefast upp og leitaði til fyrrverandi
heilbrigðisráðherra sem einnig
sagði já og vildi hjálpa en sú hjálp
hefur ekki enn borist og sá ráð-
herra einnig flutt sig um set.
„En nú höfum við á nýjan leik
rétt einu sinni óskað þess að nýr
heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifs-
dóttir, taki af skarið og hjálpi okk-
ur að ganga frá þessum ókláruðu
málum við gamla leigusala okkar
og aðra velgjörðarmenn sem
hjálpuðu okkur en virðast æda að
verða úti í kuldanum fyrir það
eitt."
Tími myrkursins liðinn
Ástandið hjá hugsjónafólkinu
Benediktu og Guðjóni Agli er því
ekki bjart þessa stundina þótt þau
segist langt því frá að vera svart-
sýn. „Við erum auðvitað bara fyrst
og fremst mjög hissa á því að ekki
einn heldur tveir ráðherrar ríkis-
stjórnar íslands skuli hafa sagts
leggja okkur lið en ekki staðið við
orð sín ennþá. Ég meina, við erum
númer eitt á heilbrigðisáætlun til
2010," segir Guðjón.
Tími myrkurs og neyslu í lífi
þeirra er liðinn og nú vilja þau
ekkert frekar en að hjálpa fólki,
sem glímir við sama helvíti og þau
þurftu að ganga í gegnum, út úr
þeim kringumstæðum og inn í
ljósið.
karen@dv.is
DV-mynd Hart