Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Page 26
26 LAUGARDAGUR 1.APRÍL2006 Helgarblaðið PV Hrafninn verður mýkri og róttækari með aldrinum Nú þegar borgarstjórnarkosningar nálgast hefur „sérvitringur- inn" á Laugarnestanganum, Hrafn Gunnlaugsson, sent frá sér á DVD-myndina Reykjavík í öðru ljósi. Hrafni er nákvæmlega sama þótt hann sé kallaður sérvitringur því honum finnst það kostur að menn hafi sinn eigin stíl og séu ekki allir steyptir í sama mótið. Hann hefur lengi verið óþreytandi við að vekja athygli á óendan- legum möguleikum í borgarlandinu og finnst eins og stundum sé fjallað um mannanna verk og fólk eins og „óhreinindi á yfirborði jarðar". Það sé verið að útiloka fólk frá þeim stöðum sem bestir eru til byggðar og það í nafni náttúruverndar. Hrafn vill sporna við þessum hugsunarhætti og finnst afdönkuð hipparómantík hafa verið ríkjandi í skipulagsmálum Reykjavíkur í seinni tíð. Því vill hann breyta. Til að hreinsa hugann lemur Hrafn svo tromm- urnar sínar í takt við krunkið í hröfnunum sem eru upphaflega komnir úr útungunarvél og hann hefur sjálfur ungað út. Hrafn unir hag sínum vel í Laugar- nesinu og hefur ekkert á móti því að fólk geri sér ferð í fjöruna fyrir neð- an húsið hans. í leiðinni flnnst hon- um upplagt að fólk skoði umhverfi hússins sem er sannkallað ævintýra- land þótt einum og einum fýlupoka finnist nóg um dótið sem Hrafn hef- ur sankað að sér. Hrafn hefur bara aldrei farið troðnar slóðir og kærir sig kollóttan þó að einhverjir kunni ekki að meta listsköpun hans. Hugmyndir hans um Reykjavík framtíðarinnar eru þó allrar athygli verðar og hann er sjálfur ánægð- ur með að þær skuli nú aðgengileg- ar öllum. Hann gerði á sínum tíma mynd sem heitir Reykjavík í öðru ljósi, þar sem hann skoðaði hvað gæti gert Reykjavík að borg í líkingu við þær sem íslendingar sækjast eft- ir í útlöndum. Myndin vakti mikla at- hygli og í framhaldi af því gerði hann mynd um ísland í heild þar sem hann skoðar ýmsa möguleika svo og margar af þeim viðteknu hugmynd- um sem við höfum um íslenska nátt- úru. Nú hefur hann endurgert báð- ar myndirnar fyrir DVD og bætt við enskum þul ásamt ítarefni. „En maður breytist og sér hlutina í öðru Ijósi svo ég nota bara tæki- færið og bið menn vel- virðingar hafi ég sýnt þeim hroka" Spurning um hugrekki „Þessar myndir voru sýndar í sjónvarpinu en höfðu hvergi verið fáanlegar," segir Hrafn. „Nú eru þær komnar á DVD og ég hef þegar feng- ið mjög jákvæð viðbrögð. Egill Helga- son kallaði þær til dæmis í einum pistla sinna tvær snjöllustu heim- ildarmyndir sem hefðu verið gerðar á íslandi og það þótti mér vænt um. Ég hef líka fengið góð viðbrögð frá fólki sem slær á þráðinn eða sendir tölvupóst og vill ræða myndirnar. Ég hef mikla ánægju af því. Listamaður sækist alltaf eftir að fá viðbrögð við verkum sínum því ef viðbrögðin eru engin er um erindisleysu að ræða og betur heima setið en af stað farið." Hrafn segir að þeir sem einhverju ráða um skipulagsmál hafl lfka verið forvitnir og sýnt jákvæð viðbrögð við hugmyndunum. „Spurningin er bara hversu mik- ið hugrekki menn hafa til að gera þær að veruleika. Þegar við horfum til baka er fróðlegt að sjá að í mynd- inni Reykjavík í öðru ljósi var lagt til að Hringbrautin yrði sett í stokk þar sem hún fer yfir Hljómskálagarðinn. Það var ekki gert og nú sjáum við út- komuna: steinbogana og mikið land- flæmi á besta stað í borginni sem fer undir umferðarlykkjur. Þetta var geysilega dýr og mikil framkvæmd og þaðhefðiveriðmunódýrara aðsetja brautina í grunnan stokk og jarðar- mön yfir. Þar með hefði Hljómskála- garðinum líka verið leyft að halda áfram að suðurströndinni." Löngu búið að finna upp lyftuna Hljómskálagarðurinn er ekki mannmargur staður, ekki einu sinni á góðviðrisdögum, en Hrafn tel- ur Reykvíkinga ekki fara út á opnu grænu svæðin í borginni þar sem þau séu ekkert skemmtileg. „Grænu útivistarsvæðin eru varla notuð neitt sem heitir getur. Stað- ur eins og Hljómskálagarðurinn ætti að vera þannig að gaman væri að fara þangað með börn. Húsin sem hafa verið flutt í Árbæjarsafn eru hús sem eiga heima á marbakka, eða í miðju borgarinnar. Nú eru þau komin lengst upp í land, út á tún hjá bóndanum uppi í Árbæ. Þau eiga ekki heima úti á túni," segir Hrafn sem vill flytja þessi hús niður í Hljómskálagarð og gæða hann þar með lífi og fjöri. Hann hefur líka mikla ótrú á að flytja alla byggð upp til fjalla og bendir á eyjarnar hér á Sundunum sem spennandi kost. „Vandamálið við byggðina í Reykjavík er að hún er svo einsleit og öll upp á fjórar til sex hæðir. Það er eins og arkitektar hafi ekki áttað sig á því að búið er að finna upp lyftuna. Hér þyrfti að vera miðborg með miklu þéttari og hærri byggð. Það er nóg ónotað pláss upp á við. Þegar við erum komin yfir fimm, sex hæðir erum við ekki lengur að skyggja á nokkurn skapaðan hlut. Svo ættum við að nota eyjarnar hér í kring. Sjáðu til dæmis Stokkhólm sem er byggður á tólf eyjum og er ægifögur borg." Er fólk óþrif á yfirborði jarðar? Hrafni finnst það bera vott um heimóttarhátt í umræðu um eyjarn- ar að mótrökin séu byggð á verndar- sjónarmiðum. „Maður heyrir alltaf þau rök að það beri að vernda Viðey. Fyrir hverju? Fólki? Er þá fólk óþrif á yfir- borðijarðar? NúerViðeynánastekk- ert nýtt. Það sýnir sig núna að fólk fer ekki út í Viðey, það fer í Bláa lónið, Þingvöll, Gullfoss og Geysi, en ekki út í Viðey, enda fátt þangað að sækja. Því skyldum við ekki nýta þessa eyju og byggja þar?" Hrafn hefur líka ákveðnar hug- myndir um flugyöllinn sem hann segir halda borginni í heljargreipum, þannig að ekki sé hægt að byggja á hæðina. Hann er með skemmtilega iausn í myndinni þar sem farið er með flugvöllinn út á skerin undan ströndinni í Skerjafirðinum, en hug- myndin er upphaflega komin frá Trausta Valssyni. „Það væri fróðlegt að fá óvilhallan aðila eins og sjálf- stætt verkfræðifyrirtæki til að gera úttekt á hvað framkvæmdin myndi kosta. Það er náttúrlega fáránlegt að vísa þessu til Fiugmáiastjórnar og varhugavert að láta stofnanir fjalla um framkvæmdir sem snúa að þeim sjálfum, sérstaklega ef hugmyndin er ekki frá þeim sjálfum komin." Mannlegt brjóstvit og gott hjartalag Hrafn tekur sér málhvíld, stendur upp og býður upp á trönuberjasafa. Hann segir mér þegar hann sest aft- ur að hann sé efasemdarmaður og setji spurningarmerki við allar teórí- ur. „Menn sem trúa á teóríur eru eins og járnbrautarlestir sem eru komn- ar á teina. Ég trúi því ekki að teóríur muni bjarga heiminum, miklu frekar að mannlegt brjóstvit og gott hjarta- lag geriþað. Ég er samt ekki að setja þessar skipulagshugmyndir um Reykjavík í mynd í þeirri trú að tekið verði sér- stakt tillit til þeirra heldur til að reyna að vekja upp umræður. Umræðan hefur verið svo einsleit og búið að telja fólki trú um að nánast öll mann- leg framkvæmd sé til að eyðileggja náttúruna og að okkur hafi verið fengin hún til að að vernda hana og gæta hennar eins og hún er í dag. I raun og veru getum við voða lítið gert hvað náttúruna snertir. Ef hita- stig breytist um tvö, þrjú stig breytist allur gróður á íslandi. Við getum ekki friðlýst Vatnajökul frekar en klaka í kókglasi. Hann bráðnar. Ég held það þurfi kannski að hugsa þetta aðeins upp á nýtt og njóta á meðan á nefinu stendur," segir Hrafn. „Þessi afdank- aði hippahugsunarháttur hefur með- al annars eyðilagt hið rómantíska aðgengi sem einu sinni var niður Al- mannagjá á Þingvöll." Ástsjúkir svanir Nú missum við enn og aftur þráð- inn því hrafn sem hafði setið íbygg- inn á staurnum fyrir utan er orðinn óþolinmóður og farinn að vappa á veröndinni við gluggann. „Sjáðu hvað hann er spakur. Hann er að vonast til að ég komi út og gefi honum," segir Hrafn og horfir heill- aður á nafna sinn. „Ég ungaði þessum hröfnum út á sínum tíma. Ég er með útungunar- vél sem ég keypti með því að auglýsa eftir henni í bændablaðinu Frey. Það var eitthvert fólk að selja sem hafði verið platað í aukabúgreinar. Ég ung- aði út fimm hrafnseggjum sem refa- skyttur færðu mér. Líka gæsaeggjum, andaeggjum og svönum. Svanirnir reyndust mér erfiðir," segir hann og hlær. „Þetta voru tveir steggir sem urðu svo fullir af ástarþrá eitt vor- ið að þeir lögðust á hvíta bíla sem komu hér út á Laugnarnestangann. Lögreglan og hitt og þetta fólk var alltaf að kvarta. Á endanum var far- ið með þá austur í Flóa þar sem þeir hafa vonandi fundið ástina sína. En ég sakna þeirra mikið. Hrafnarnir koma og banka á gluggann og sníkja mat og ég gef þeim við litla stein- vörðu hérna fyrir utan, sem ég skal sýna þér. Þeir borga fýrir sig og skilja eftir smápeninga á steininum." Mýkri en samt róttækari með árunum Og mikið rétt. Á steinvörðunni eru smápeningar frá hröfnunum sem kunna vel að meta matargjafir húseigandans. Hrafn verður viðkvæmur til augnanna þegar hann segir mér frá dýrunum sem sækja hann heim og heilsar í leiðinni kumpánlega upp á kettina sem eru að snuðra við dyrn- ar. „Þetta eru góðir vinir mínir," segir hann brosandi og af því hann virkar allt í einu svo mjúkur vekur það upp spurningar hvort sögur af honum sem hrokagikk séu stórlega ýktar. „Það getur vel verið að ég hafi stundum sett fram mínar hugmyndir í gassagangi þannig að mönnum hafi þótt þær hrokafullar. Ég get meira að segja vel trúað því. En maður breyt- ist og sér hlutina í öðru ljósi svo ég nota bara tækifærið og bið menn vel- virðingar hafi ég sýnt þeim hroka," segir hann og brosir. Aðspurður hvernig hann hafi breyst segist hann verða róttækari með árunum. „Ég finn að ég breytist og það kemur fyrir að mér finnst ég nánast ekki þekkja sjálfan mig eins og ég var fyrir nokkrum árum. Þeg- ar ég horfi á bíómyndir sem ég gerði áður er ég ekki alltaf viss um að ég myndi þekkja aftur og heilsa þeim manni sem gerði þær. Sýn manns á tilveruna breytist og mér finnst það gott. Ég held ég verði æ róttækari með aldrinum, öfugt við það sem gerist með marga." Skömm á snobbi og helgislepju Hrafn minnist föður síns, Gunn- laugs Þórðarsonar, með mikilli virð- ingu og hlýju og telur að hann hafi mótað sig mest. „Hann hafði mjög bjarta og glaða afstöðu til tilverunnar og það var alltaf stuð þar sem pabbi var. Hann hafði mikla skömm á helgislepju og snobbi, sem var kannski vegna þess að hann var alinn upp á Kleppi þar sem faðir hans varyfirlæknir og hafði umgengist sjúklingana þar sem barn. Ég held að það hafi mótað hann í af- stöðu til manna. Hann gat umgeng- ist hvern sem var og tekið öllum eins og þeir voru. Hann kenndi mér að meta sérkennin í fari fólks og virða sérvisku og undarlegheit. Eg hef alltaf laðast að fólki sem hefur per- sónuleika, eða prófíl eins og sagt er. Pabbi beindi mér inn á þessa braut og það hefur gert mig mjög forvitinn um mannskepnuna. Hann kenndi mér líka að umgangast listina og ég er þakklátur fyrir það og sakna hans mikið. Stundum finnst mér ég finna fyrir honum." Trúiröu þá á Guö og lífeftir dauð- ann? „Ekki endilega, þetta hefur meira að gera með andrúmið sem pabbi skapaði. Stundum er eins og það komi skyndilega yfir mann. Ég held að sá sem veltir of mikið fyrir sér öðru lífi missi af þessu lífi sem við eru nú einu sinni fædd til að lifa. Við höfum ekkert garantí og jafnvel þótt það væri einhver guð til held ég ekki að hann sé svo hégómlegur að hann vilji vera tilbeðinn. Ef það er til guðleg forsjón er hún af allt annarri stærðargráðu. Ég hef auðvitað alið mín börn upp í kristinni siðfræði og kristnum hug- myndum, vegna þess að það er mín menning. Það þýðir samt ekki að ég trúi því sem prestar segja um hulda heima. Ég býst við að þeim muni bregða mjög í brún þegar þeir deyja. Ég held reyndar að lífi okkar ljúki aft-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.