Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Blaðsíða 28
DV-mvnd Heida 28 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 Helgarblað W Rómaiitísk og pokkiið sooiartísko Dagkrem frá Clarence „Ég hef notað þetta litaða dagkrem í tvö ár og er mjög ánægð með það. Þetta er litað rakakrem sem gerir húðina frísklegri." Púður frá MAC „Ég hef notað þessa tegund síðan í sumar og er mjög ánægð með nuðrið f/ f// /£ Maskari Lancome „Þessi er alveg æðislegur eins og allir maskararnir frá Lancome. Hann lengir, þykkir og greiðir ótrúlega vel úr hárunum svo þau verða ekki í klessu.“ Kinnalitur frá MAC „Það er einnig hægt að nota þetta á varirnar en ég nota hann daglega á kinnarnar til að fá smá roða.“ Vara- salvi frá Sally Hansen „Ég nota varasalva á hverjum degi og þessi er mjög góður.“ Gloss frá Loreal „Ég er meira fyrri varasalva en set stundum á mig þetta brúna glimmergloss." Selma Ósk Höskuldsdóttir er nýkjörin Ungfrú Norðurland og mun taka þátt í stóru keppninni fyrir sunnan þann 24. maí næstkomandi. Selma Ósk er á loka- ári á félagsfræðibraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri. „Mig langar mest eitthvað út eftir námið, annað hvort til að vinna eða i skóla," segir Selma sem á kærasta sem er aðstoðarverslunarstjóri Dóminos á Akureyri. Litaðar gallabuxur í sumar En áfram með sumaitískuna. Svava segir að gallabuxur verði áfram vinsælar og að þær verði dekkri og jafnvel svartar. „Gallabuxumar verða í öllum síddum, hnébuxur, ökklabuxur og þær þröngu niður auk þess sem að litaðar gallabuxur bætast við með hækkandi sól sem verður skemmtileg tilbreyting því þær hafa ekki verið inni í mörg ár. Litimir verða bjartir og fal- legir en hvítur verður aðailimrinn, bæði í toppum sem og buxum og pils- um,“ segir hún og bætir við að kjólam- ir verði vinsælir í sumar sem og skyrt- ur með stómm stífum krögum sem séu flottar innan undir vesti. „Gull Chanel lúkkið í skartinu heldur áfram en silfurskartið mjakast líka meira inn aftur og í skónum detta ökklaskómir inn þótt stígvélin verði áfram enda ailtaf klæðileg." Valdi verslunina fram yfir skólann Svava tók verslunarpróf f Verslun- arskólanum. Þá hafði hún unnið í Sautján í tvö ár meðfram skólanum og verslunin farin að ganga það vel að hún þurfti að velja hvort hún vildi halda áfram námi eða vera áfram með verslunina. „Ég fann strax hvar áhugi minn lá og átti ekki erfitt með að taka þessa ákvörðun enda gekk mjög vel, svo vel að hleypa þurfti inn í hollum á föstudögum og laugardögum," segir hún og brosir. Er aðeins að mýkjast Aðspurð hvort íslenskar konur séu metnaðargjamar segist hún hafa góð- an sambanburð þar sem hún eigi sam- skipti við konur hér heima og erlendis. „Eg get fullyrt að íslenskar konur em mjög metnaðarfullar og kraftmiklar konur upp til hópa. Það er gaman að tala við íslenskar konur því þær em alltaf svo vel með á nótunum og duglegar," segir hún og viður- kennir að sjálf hafi hún alltaf ver- ið memaðargjöm. „Já, ég er algjör steingeit og vil sjá hlutina ganga og að þeir séu gerðir rétt. Ég held að ég hafi alltaf verið svonaenerþó sennilega að mýkjast aðeins. Kannski er vogin í mér að koma fram," segir hún brosandi." Virðing borin fyrir konum í bissness Svava segist ekki hafa fengið að kenna á því að vera kona í íslensku við- skiptalífi. „Þvert á móti finnst mér að mikil virðing sé borin fyrir okkur og „Við mæðginin pöss- um okkur að eiga okkar tíma og tökum vanalega einn dag í viku fyrir okkur." mér finnst við standa frekar framar- lega í jafnréttismálum. Þótt ég sé ekki femínisti vil ég sjá eðlilegt jafnrétti og held að íslenskir karlmenn standi sig ágætlega í þessum málum, sér í lagi þeir yngri. Við konur emm komnar í margar stjómir og stjómunarstörf og gott viðskiptanet kvenna hefur mynd- ast á undanfömum ámm og hefur FKA, Félag kvenna í atvinnurekstri, átt dijúgan þátt í því." Eyðirtíma með syninum Svava á einn son, ílottan fótbolta- strák sem heitir Ásgeir Frank og er m'u ára. Hún segir að vel hafi tekist að sameina móðurhlutverkið og vinnuna þótt hún vinrú yfirleitt fram eftir öll kvöld. „Við mæðginin pössum okkur að eiga okkar tíma og tökum vanalega einn dag í viku fyrir okkur. Þá sitjum við kannski á kaffihúsi, spilum eða spjöllum og skyggnumst inn í heim hvors annars. Það er mikill áhugi hjá honum að vita allt um verslanimar þótt ungur sé og ég hef gaman af því að leyfa honum að fylgjast með,“ segir hún og bætir við að Ásgeir Frank komi gjaman með henni í verslanir NTC. „Þá spyr hann starfsfólkið gjaman spjömnum út bæði varðandi verslun- ina og einkahagi þess og mér finnst það alltaf jafn fyndið," segir hún hlæj- andi. Ekki fara með vinkonum í bissness Aðspurð um ráð handa ungum konum sem vilja skella sér út í at- vinnulífið segir Svava nauðsynlegt að setja sér markmið, hafa góða yfirsýn og tileinka sér þolinmæði. „Einnig verðum við að hafa trú á því sem við emm að gera," segir hún ákveðin og bætir við að gott ráð sé að fara ekki of margar saman út í rekstur. „Best er að gera þetta ein eða með makanum því reynslan hefur sýnt að samstarf vin- kvenna endar oft ekkert of vel,“ segir hún og bætir við að konur sem karlar verði að vera stefnuvissar og útsjóna- samar ef þær ætli að skella sér í biss- ness. „Þær verða að hafa góða yfirsýn og vera alltaf á vaktinni." indiana@dv.is „Sumartískan verður margbreyti- leg og bæði rómantísk og rokkuð," segir Svava Johansen athafnakona og eigandi NTC sem rekur Galleri 17, GS skó, Retro, Deres, Smash, Evu, Kultur, Kultur Menn, Focus, Companys, Centrum og Outlet 10. Svava hefur verið lengi í tískubransanum og veit því sínu viti þegar kemur að tísku. íslenskar konur fylgjast með „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á tískum og fötum og sá oft um að klæða systkini mín upp enda lék ég mér með búðarkassa en ekki dúkkur," segir Svava hlæjandi og bætir aðspurð við að það sé skemmtilegt starf að klæða Islendinga. „Við Islendingar erum opnir fyrir nýjungum og ég fann það vel þegar við opnuðum Kulmr sem selur heimsþekkt merki fyrir konur yfir þrímgu því versluninni var tekið mjög vel og því aug- ljóst að konur fýlgjast mjög vel með ti'skunni." Svava Johansen „Þóttég sé ekki femínisti vil ég sjá eðlilegt jafnrétti og held að íslenskir karlmenn standi sig ágætlega í þessum málum, sér I lagi þeir yngri." DV-myndTeitur Athafnaltonan Svava Johansen er sannkölluð tískudrottn- ing íslands. Svava segist alltaf hafa verið metnaðargjörn enda sé hún steingeit sem vilji sjá hlutina ganga og að þeir séu gerðir rétt. Svava kemur hér með ráð handa ungum konum sem vilja skella sér í bissness auk þess sem hún ræðir um sumartískuna og sameiningu móðurhlutverksins og vinnunar. MESTA URVAL afl LANDSINS Arnar Tmtiu AF GLÆSILEGUM HJOLHYSUM. HAFÐU SAMBAND VIÐ RÁÐGJAFA OKKAR NÚNAI V * £ * R * l( AF GLÆSILEGUM HJÓLHÝSUM. HAFÐU SAMBAND VIÐ RÁÐGJAFA OKKAR NÚNAI V * £ * R * K www.vikurverk.is TANGARHOFÐA 1 SIMI 55 7 7720
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.