Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Blaðsíða 49
Framleítt af Múlalundí vinnustofu SÍBS Menning DV LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 49 út". Hann segir að númerólógían veiti mönnum betri innsýn í sjálfa sig og aðra, og dragi jafnframt úr fordómum gagnvart öðru fólki. Guðdómlegt internet Sahaja Yoga er líka eitt af stærstu áhugamálum Benedikts. „Þar eru gömul fræði sett fram á læknisfræðilegan hátt. Kundal- ini (lífsorkan) er virkjuð og fólki kennt að heila sig sjálft. Mark- miðið er að vera meðvitaður um þessa lífsorku, vegna þess að maður getur fundið að hún sprettur úr ákveðnum orkupunkt- unum. Orkupunkturinn í mið- lófanum, hann tengist sjöundu orkustöðinni, sem er í hvirflinum. Orkan sprettur þar út og losar okkur við spennuna. Við getum stillt okkur einsog hljóðfæri, unn- ið forvarnarstarf og líka heilað okkur sjálf." Og nú leggur Benedikt hendur yfir spyrilinn og segir að orku- punktarnir í fingrunum tengist orkustöðvunum í líkamanum. Orkan sé svalur blær, eins og raf- magnsstuð. „Þetta er hið guð- dómlega internet," segir Bene- dikt. „Orkan veit hvað er að gerast: orka sem er í sjálfu sér góð og er nokkurs konar alheimsvitund. Maður þarf að hreinsa út orkuna og í þvf skyni hugleiði ég tvisvar á dag. Svo reyni ég að fara í fótabað; set vatn og salt í bala, en saltið dregur til sín neikvæða orku." Erfiðið að vera útgefandi Benedikt hlýtur eiginlega að vera andstæðan við hinn erkitýpiska óhamingjusama lista- mann, þar sem hann hugar svo vél að andlegri heilsu sinni. Hann jánkar þegar þetta er borið undir hann og byrjar að segja frá sjósundinu, sem hann stundar af miklu kappi. „Ég sá bara viðtal við sjósund- kappa og langaði að prófa. Um leið og ég lét það eftir mér leið mér eins og ástföngnum manni. Sjósundið styrkir líka ónæmis- kerfið og er allra meina bót.“ Benedikt bætir við að það að vera útgefandi sé svo mikið and- legt erfiði að maður þurfi að vera í mjög góðu jafnvægi til þess að fara ekki yfir um. „Það er svo erfitt að leggja svo mikið á sig, en bera þó lítið úr býtum fjárhagslega. Enda hafa margir útgefendur orðið veikir, vegna þess að það er auðvelt að fara út í maníu og detta ofan í þunglyndi. í sjósundi líður mér eins og þegar ég er að hug- leiða. Hugurinn tæmist gersam- lega. Ég mæli eindregið með sjó- sundi sem heilsurækt." Alheimsgeislinn, Gunnar og Geirlaugur Það var fyrir nokkrum árum að Benedikt stofnaði Lafleur-útgáf- una og ákvað að gefa út það sem honum finndist brýn þörf á að gefa út. Eigin verk og annarra. Nú hafa komið út yfir þrjátíu bækur hjá útgáfunni og Lafleur sjálfúr segir að sér hafi verið vel tekið. En hvernig valdi hann sér höfunda. „Gunnar Dal kom til mín í draumi. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði nú að gefa hann út þó að það hafi verið löngu áður en ég frétti að hann vantaði útgefanda. Þetta var áreiðanlega alheims- geislanum að þakka," segir Bene- dikt og flissar. „Stuttu síðar heyrði ég sömu fréttir af Geirlaugi heitnum Magn- ússyni, en hann hafði lengi verið eitt af mínum uppáhaldsskáldum. Ég gaf út tvær af síðustu ljóðabók- unum hans; N er aðeins bókstafur og Dýra líf. Við Geirlaugur áttum gott samstarf og það var gaman að kynnast honum, en við spjölluð- um mikið saman síðasta árið sem hann lifði. Hann hafði tekið dauð- ann í sátt og var í miklu stuði vorið 2005, nokkrum mánuðum áður en hann dó. Þetta var ótrúlegt. Hann skrifaði á fullu og var eins og ung- lamb þó að hann væri í raun dauðveikur. Það er alls ekki svo að hann hafi verið búinn að vera eða útbrunninn, það er fráleitt, enda sanna það síðustu bækurnar hans. Núna þegar hann er farinn, þá er maður enn stoltari af því að hafa átt þátt í að þær kæmu út. Þriðja bókin eftir Geirlaug kom síðan út eftir andlát hans, en hún heitir Andljóð og önnur." Játningar sjósyndara Nú nýlega kom út bók sem Benedikt er mjög stoltur af, en hún inniheldur allar smásögur Tolstoys í þýðingu Gunnars Dal. „Tolstoy sagði eitt sinn sjálfur að tvær af sögunum í þessari bók væru það besta sem hann hefði skrifað." Þó segir útgefandinn að bóka- útgáfan sé að færast yfir í það að „Ég ætla að safna pistlunum saman í eina bók, en hún á að heita Játningar Benediktusar jóga- munks og erkisjó- syndara í Fjár- glæfralandi." af því að styrkja það með uppá- komum og fleiru. Eg vil veg menn- ingarinnar sem mestan og auð- vitað vil ég fleiri og hærri ríkis- styrki." Benedikt hefur aldeilis staðið sig í því að bæta hag ljóðsins, þar sem hann hefur staðið fyrir nær sextíu Skáldaspírukvöldum í Iðu. „Ég er ekkert að monta mig, en þessi kvöld hafa verið furðuvel sótt," segir Benedikt. Það er þó mjög misjafnt, en ekki eru það endilega þeir sem eru frægastir sem trekkja mest að. Nú hafa Skáldaspírukvöldin breyst í um- ræðukvöld, nokkurs konar kósí- kvöld með skáldinu og það mynd- ast oft einstök nærvera. Það er svo mikill galdur fólginn í upplestr- um, að þeir opna manni alveg nýja sýn á Ijóðið." Að því búnu þarf Benedikt að drífa sig að klára fréttatilkynningu sem hann ætlar að senda út fyrir næsta Skáldaspírukvöld, en þá verður Andri Snær Magnason í aðalhlutverki. Páskaeggin, sjó- sundið og hugleiðslan hafa gert sitt gagn - Lafleur er aftur kominn á fullt. vera mjög andlegs eðlis. Honum finnst mikil þörf fyrir að hann gefi út bækur um andleg málefni. Næst langar hann svo að gefa út greinasafn eftir sig sjálfan. „Nú hef ég ekki mikinn tíma til þess að skrifa og sinna listinni á þann veg sem ég vildi. Ég hef skrifað stutta pistla í léttum dúr, þar sem ég hef íjallað um menn og málefni á líðandi stund. Ég ætla að safna pistlunum saman í eina bók, en hún á að heita látningar Benediktusar jógamunks og erki- sjósyndara í Fjárglæfralandi," segir Benedikt og hlær rosalega. Galdurinn í upplestrinum „Ég held að ljóðformið sé það bókmenntaform sem hentar nú- tímanum hvað best," segir Bene- dikt þegar tekið er upp létt hjal og framtíðin skeggrædd. „Mér finnst að minnsta kosti fráleitt þegar fólk talar um að ljóðið sé dautt eða í kreppu. Það ætti þó að gera meira FERMINGARDAGURINN MINN ndir • Ske N crmuKLvrN\«turmn mmti MÚLALUNDUR FÆST í ÖLLUM HELSTU BLÓMA- OG BÓKAVERSLUNUM LANDSINS VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c• Pösthólf 5137 • 125 Reykjávík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.