Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 Fréttir DV Skrifstofan á netinu Karyn Mash- ima, ein áhrifa- mesta konan í bandarísku við- skiptalífí, heldur erindi um hagnýt- ingu samskipta- og vinnulausna íyrir fyrirtæki og stofn- anir á ráðstefnu á Nordica hóteli á fimmtudag. Karyn mun meðal annars kynna skrifstofuhúsnæði framtíðarinnar. Sýndar- skrifstofu í netheimum þar sem starfsmenn hafa full- an aðgang að samtengdu dagbókarkerfi, tölvupósti, talhólfí, vefspjalli og fleiri upplýsingum úr stoðkerfum fýrirtækisins hvar sem þeir eru staddir. Pissfullurá ofsahraða Fjölnir Freysson á Patreksfirði hefur verið sviptur ökuréttíndum í þrjú ár fyrir að aka verulega drukkinn á 192 kílómetra hraða á klukkustund niður Mikladal í nágrenni Patreks- fjarðar. Þegar lögreglan stöðvaði hann eftír ak.stu- rinn mældist vínandamagn í blóði Freys 1,15 prómill. I blóðsýni sem tekið var af Frey fyrr þessa sömu nótt í júlí 2003 þegar lögregla stöðvaði akstur hans var vínandamagn í blóði 1,67 prómill sem þýðir að hann hafi verið dauðadrukkinn. Smáræði af amfetamíni og hassi var gert upptækt hjá Frey. Á aö hóta börnum með helvíti? Hugleikur Dagsson listamaður. „Ég held að enginn mennskur maðurgeti hótað neinum að fara tilhelvítis. Það hefur enginn rétt á þvl. Ég er ekki viss um það hvort heivíti er til en eitt er víst, að jólasveinninn er tii: Hann segir/Hún segir „Það á aldrei að hóta börnum, mér finnst það ótækt. Það er hægt að tala um fyrir börnum með því að segja þeim dæmisögur og koma þeim I skilning um að það borgi sig að haga sér vel. Það er mikilvægt að ná vináttu barna og hún næst ekki með hótunum." Ingibjörg Hannesdóttir leikskólakennari. Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir Omega-menn trufla sig í starfi og er ósáttur við að þeir festu kaup á Ljósafossskóla sem hann hefur reynt að kaupa síð- an í september. Omega keypti skólann í febrúar en Guðmundur segir sér aldrei hafa ver- ið boðið að gera gagntilboð. Að sögn Guðmundar dóu 36 manns á götunni í fyrra vegna húsnæðisleysis. Deila stendur um Ljósafossskóla í Grímsness- og Grafnings- hreppi sem Guðmundur í Byrginu hefur reynt að festa kaup á síð- an í september en nú er búið að selja skólann til kristilegu sjón- varpsstöðvarinnar Omega svo þeir geti haldið áfram að breiða út fagnaðarerindi sitt. Guðmundur segir kristilega náungakærleik- ann hafa týnst hjá Omega. Blessaðir og vanblessaðir „Það vantar aðeins upp á kristilegan kærieik þarna," segir Guðmund- ur og vandar ekki Omega- mönnum kveðjuna því að sögn Guðmunds dóu 36 manns í fyrra vegna húsnæðisleysis Byrgisins og því mikið í húfi. „Það virðist vera að þeir séu blessaðir og við van- blessaðir þessa dag- ana," segir Guð- mundur í kaldhæðnum tón. Guð- mundur seg- ir að Omega- menn séu Guðmundur gerði fýrst tilboð í skólann í september á síðasta ári upp á 90 milljónir króna. Steinar Ármannsson athafnamaður bauð þá 2 milljónum betur og svo fór að þeir hrepptu jörðina. Steinar óskaði hins vegar eftir því að vera leystur undan bindandi tilboðinu í febrúar síðastliðnum og varð úr því. Aftur horfði Guðmundur ásamt félögum í Byrginu vonaraugum til skólans enda einungis frmrn mín- útna gangur frá núverandi miðstöð Byrgisins að skólan- um því augljóst að húsnæð- ið væri hentug búbót. „Það virðist vera að þeirséu blessaðirog við vanblessaðir þessa dagana." Omega hreppir jörðina Omega bauð 100 milljónir í jörðina sem varð til þess að hún var seld þeim án þess að talað væri við Guðmund um að gera gagntil- boð. Omega hugar að flutningum og ætlar að færa sjónvarpsstarf- semi sína austur. „Þeir hafa nú áður trufl- að mig í starfi," segir Guðmundur vonsvik- inn yfir að missa af jörðinni. Guðmund- ur segir að hann hafi ætlað að starfrækja skóla en nokkuð er urri drengi í Byrg- inu sem þurfa á slíkri vist að halda en eiga erfitt með að sitja á skólabekk í almennri kennslu vegna fjöl- breyttra sérþarfa sem hægt væri að komast til móts við með Ljósa- fosssóla. strax byrjaðir að betla á stöðinni en hann seg- ist ekki hafa horft á stöð- ina í fimm ár, „...það er svo mikill bull þarna", segir hann. Deyja ekki ráðalausir Guðmundur seg- ist vera hvergi af baki dottinn því Byrg- ið hyggi á að byggja 30 manna einingahús fyrir það fjármagn sem komið er og það ætti hugsanlega að geta hjálpað eitthvað í baráttunni við Bakkus. „Sveitarfélagið græðir allavega á okkar framtaki enda ailir á launum á meðan engir nema sjálf- boðaliðar vinna fyr- ir Omega," segir Guð- mundur sem sér hag sveitarfélagsins betur komið með Byrgis- mönnum en Omega. Ekki náðist í Eirík Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóra Omega, þrátt fyrir ítrekaðar tílraunir blaðamanns. valur@dv.is Ljósafossskóli Skólinn erstórog fallegur og heföi geta orðiö góö búbótfyrirByrgiö. Stendur í stórræöum í miðborg Reykjavíkur Jón kýs ekki í borgarstjórnarkosningunum „Þar sem ég bý í London er ekki rétt að ég sé að kjósa á íslandi," seg- ir athafnamaðurinn Jón Ólafsson inntur eftír hvern hann styðji í vænt- anlegum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Eins og fram kom í ævi- sögu Jóns, sem út kom fýrir síðustu jól, hefur Jón stundum skipt sér af stjómmálum og látíð þau til sín taka þó ekki hafi það verið á hefðbundinn hátt til þessa. I raun hefur Jón fasta búsetu í London auk þess að reka annað heimili í Cannes á Miðjarðarhafs- strönd Frakldands. Jón hefur þó síður en svo yfirgef- ið fsland því hann stendur í stórfram- kvæmdum við ættaróðal Nordalanna sem hann festi kaup á fýrir skemmstu; glæsiviilu á homi Baldursgötu og Freyjugötu. Þar er verið að rífa niður milcinn garðmúr sem staðið hefur svo lengi sem elstu menn muna: „Þarna kemur bílskúr þannig að útlit veggsins verður eins og áður nema hvað að það verður hurð á suð- urhlið veggsins. Ég flyt þama inn þeg- ar húsið verður tilbúið en ekki svo að skjlja að við séum að flytja heim. Þetta verður hús fýrir fjölskylduna þegar hún er á íslandi," segir Jón Ólafsson sem fylgist grannt með útrás íslenskra viðskiptajöfra hvort sem er í Kaup- mannahöfn eða London. „Mér líst vel á hugmyndir Frétta- blaðsins um útgáfu í Kaupmanna- höfn. Það er hið besta mál og þó víð- ar væri. Sjálfur hygg ég ekki á nein Jón Ólafsson Hérmeð Helgu Hilmarsdótt- ur, eiginkonu sinni, á góðri stundu. sérstök viðskiptí á íslandi. Ég held mig við vatnið því án vatns er ekkert líf," segir Jón Ólafsson sem stefitír að því að verða einn helstí ffamleiðandi vatns í neytendaumbúðum og horfir þá jöfnum höndum austur og vestur yfir Atlantshafið. Framkvæmdirnar við Nordalshöll Jóns á horni Baldursgötu og Freyjugötu Hluti veggsins hverfur og þar kemur bílskúr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.