Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 Fréttir DV Ragna þykir metnaðargjörn, hógvær, skemmtileg og góður vinur. Ragna er of hávaxin, borðar hratt og mætti brosa meira þegar hún keppir. „Hún er óendaniega dugleg og metnaðargjörn. Þrátt fyrir að vera langbesterhún ótrúlega hógvær og montar sig ekki á öllum sigrunum sem hún hefur unnið í gegnum tiðina. Hún er ótrúlega góður vinurog alltaftil staðarogá auðvelt með að samgleðjast vinum sinum. Hún er fyndin og skemmtileg og yndisleg manneskja. Hún er fullhávaxin þannig að ég er svo litil við hliðina á henni. Hún borðar mjög hratt þannig að ég sit stundum ein meö matinn." Katrín Atladóttir, tölvunarfræöingur og vinkona. „Hún er vel einbeitt í því sem hún tekur sér fyrir hendurog ákveðin að ná sinum markmið- um. Hún leggur sig hundrað prósent fram i öllu. Húnereinlægog gott að vera nálægt henni. Hún mætti stundum vera aðeins líflegri og brosa meira þegar hún keppirþvi hún gleymirþví íallri einbeitingunni.“ Broddi Kristjánsson, þjálfari í badminton. „Húnerbara pottþétt í alla staði og skynsöm og dugleg. Þetta er stelpa sem veit hvað hún vill og færmikinn stuðning foreldra sinna. Hún æfir ve og ersamvisku- söm og hefur góðan ballans á því. Þetta er I alla staði jákvæð og yndisleg manneskja. Ég er búin að þekkja hana í fjögur ár og gallarnir hennar eru að hún er gallalaus!" Asa Pdlsdóttir, framkvæmdastjóri Badmlntonsambands Islands. Ragna Ingólfsdóttir er fædd 2. febrúar 1983. Hún hefur keppt I badminton I mörg ár og er einn afbestu leikmönnunum I badminton á fslandi. Ragna sigraði á fslandsmótinu í badminton um slöustu helgi og varö íslandsmeistari I einliöaleik kvenna f badminton fjóröa áriö I röö. Einstaka þingmenn hafa í auknum mæli viðrað þá skoðun að afnema ætti verðtrygg- ingu á lánum sökum þess hve vextir eru orðnir háir hérlendis og að þeir og verðbólgan séu orðin mjög íþyngjandi fyrir almenning. Kristinn H. Gunnarsson segir upphaflegar vaxtalækkanir á húsnæðislánum að mestu gengnar til baka. Sigurður Kári Kristjáns- son segir að hann hafi verið lengi hrifinn af afnámi verðtryggingar. I 1 nh.-r * ,i [s Einstaka þingmenn hafa í auknum mæli viðrað þá skoðun að af- nema ætti verðtryggingu á lánum. Sigurður Kári Kristjánsson, í Sjálf- stæðisflokki, segir að hann hafi lengi verið hrifinn af afiiámi verð- tryggingar og bendir einnig á að meðal annars Helgi Hjörvar og Jóhanna Sigurðardóttir úr Samfylkingunni séu það einnig. Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, birtir á vefsíðu sinni út- reikninga sem sýna hvað nýjustu vaxtahækkanir kosta almenning en sú upphæð nemur ríflega meðalárslaun- um miðað við venjulegt húsnæðislán. „Fyrir helgina hækkuðu vextir hjá íbúðalánasjóði í 4,85% og hafa þeir þá hækkað um 0,7% á skömmum tíma. Þessi hækkun lætur ekki mikið yfir sér en kostar lántakandann mikla pen- inga," segir Kristinn. „Miðað við há- markslán sjóðsins, 15,9 mkr. og 40 ára láns- tíma, þurfti áður aO borga 16,7 mkr. til viðbót- ar höfuðstóln- um meðan vextimir voru 4,15%. Þeir sem munu taka sín lán á næstu vik- Kristinn H. Gunnarsson Skrifar um afleiðingar vaxtahækkana fyrir almenning á heimasíðu sinni um munu þurfa að greiða 4,85% vexti ofan á verðtryggingu og þá verður kosmaðurinn 20,1 mkr. og hefur hækk- að um 3.433.551 kr. eða um 21%." Rífleg árslaun Þessi hækkun er að mati Kristins ríf- leg meðalárslaun, eða 14-15 mánaða laun. Greiðsla hvers mánaðar verður nærri 11% hærri en áður, hækkar úr 67.943 í 75.096 krónur. Þessi kostn- aðarhækkun bætist við muninn sem þegar var fyrir á fslandi og hinum Evrópulöndunum. „Vextimir hafa verið talað- ir upp undanfama mánuði og hefur vaxtalækkunin að mestu gengið til baka með þeim afleið- ingum fýrir almenning sem að ofan er rakið," segir Krist- inn. „Boðað er að íbúðalán- in verði flutt frá fbúða- lánasjóði til viðskiptabankanna. Það mun bara hækka kostnað lántakend- anna. Nú er einblrnt á hagsmuni við- skiptabankanna, almannahagur víkur. Það sé ekki rétta leiðin." Ýmis vandamál Sigurður Kári Kristjánsson segir að hann sem fasteignaeigandi sjá lán sín hækka og hækka þrátt fýrir reglulegar afborganir eins og annar almenningur þessa lands. Hins vegar sé ekki vanda- laust að afiiema verðtrygginguna og að mörgu verði að hyggja áður en út í slíkt er farið. „Það er nærtækt að nefiia lífeyr- issjóðakerfið í þessu sam- bandi," segir Sigurður Kári. „Eignir sjóðanna em bundnar við verðtryggingu og ekki viljum við rýra þær eða veikja kerfið sem er eitt hið besta í heimin- um." Sigurður Kári seg- ir enn ffemur að þing- menn úr öllum flokkum viðri nú skoðan- ir þess efiiis að afnema beri verð- tryggingu en hann á ekki von á að til- Sigurjón Þóröarson Spyr hvort ekki sé rétt að afnema verötrygg- ingu við núverandi aðstæður. lögur um slíkt verði settar fram á þessu þingi. Bitnar aðeins á almenningi Sigurjón Þórðarson, þingmaður frjálslyndra, gerði málið að umræðu- efni við utandagskrárumræður í síð- ustu viku en þá spurði hann: „Kemur til greina að afiiema verðtryggingu til þess að lánastofrianir verði varfæmari í útlánum og taki þar með á sig áhættu af hækkandi verðbólgu?" Hann segir að með núverandi verð- tryggingu muni hækkandi verðbólga nær eingöngu bitna á viðskiptavin- um bankanna þar sem bankamir séu tryggðir í bak og fyrir. „Við í Fijálslynda flokknum erum sannfærð um að ef urjon. Sigurður Kári Kristjánsson Hefur lengi haft áhuga á að afnám verðtryggingar verði skoðað nánar. verðtrygging yrði afnumin yrði erlend lán- taka bank- anna miklum mun var- fæmari en ver- ið hefur" §-' segir Sig- Uthugsuð hönnun & nýbýlavegi 18 I s. 517 2100 mubla Hönnuðir PEFA sameina ó ein- stakan hótt framúrstefnulega fegurð, stilhreina hönnun, einfaldleika, úthugsuð smóatriði og meistarasmíð. Hinir vel þekktu hönnuðir PEFA vita hvaða þarfir borð þarf að uppfylla og hve miklu móli það skiptir fyrir heildarmyndina. Um leið og þeir fœra þér borð sem ér gleðivaki og miðpunktur heimilislífsins tekst þeim að brjóta viðteknar venjur með óvenjulegri hönnun og skemmtilegum útfœrslum. PEFA er valkostur fyrir hugsandi fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.