Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRlL 2006
Sport DV
Swansea
verður refsað
Velska knattspymusam-
bandið hefur hafið rannsókn
vegna atvika sem áttu sér
stað eftir að Swansea vann
Carlisle í úrslitum bikar-
keppni neðri deilda á Eng-
landi. Þeirri sömu og Stoke
vann undir stjóm Guðjóns
Þórðarsonar, en hét þá Fram-
rúðubikarinn. Eftir leikinn
sportuðu nokkrir leikmanna
liðsins fána á Þúsaldarvell-
inum sem á stóð: „Farðu til
fjandans Cardiff" en það lið
er erkifjandi Swansea. Stjóm-
arformaður félagsins sagði að
slík framkoma væri óásættan-
leg og að leikmönnum yrði
refsað.
Reyndiað
fótbrjóta
Sean Davis, leikmaður
Portsmouth, segir að Micha-
el Brown, miðvallarleikmað-
ur Fulham, hafi reynt að fót-
brjóta hann í leik liðanna um
helgina. Fékk Brown að líta
rauða spjaldið fyrir tækling-
una og mun Enska knatt-
spymusam-
bandið taka
myndbands-
upptökur af at-
vildnu til skoð-
unar. „Hann
reyndi að fót-
brjóta mig,"
sagði Davis. „Ég
vissi það þegar
ég sá að hann horfði á mig og
ædaði að strauja mig. En ég
ber engan kala til hans," sagði
Davis en þeir voru eitt sinn
liðsfélagar hjá Tottenham.
FerYobo til
Arsenal?
Joseph Yobo, varnar-
maðurinn sterki hjá Ever-
ton, hefur enn ekki skrifað
undir nýjan samning við
félagið þrátt fyrir að það
hafi boðið honum nýjan
langtímasamning fyrir ári.
Hann á enn eftir
ár af samningi
sínum en und-
anfarið hefur
hann verið orð-
aður við Arsenal.
David Moyes,
stjóri Everton,
sagði að félagið
væri ekki að tefja
samningavið-
ræður. „Joseph og ráðgjafar
hans, hverjir sem þeir eru,
hafa verið tregir til. En ég
er rólegur, enn sem komið
er hefur enginn hringt og
spurst fyrir um hans mál."
Young meiddur
Vamarmaðurinn Luke
Young hjá Charlton verð-
ur frá næstu vikurnar þar
sem hann skaddaði lið-
bönd í ökkia í 0-0 jafn-
teflisleik gegn West Ham
á sunnudag. Young, sem
er 26 ára, mun sennilega
missa af leik Charlton gegn
Middlesbrough í ensku bik-
arkeppninni þann 12. apríl.
Hann hefur áður meiðst á
sams konar hátt og var þá
frá í rúman mánuð. Hann
á í mikilli samkeppni við
Gary Nevilie
um stöðu í
byrjunarliði
enska lands-
liðsins fyrir
HM í Þýska-
landi í sumar.
New Jersey Nets vann sinn 12. sigur í röð í NBA-deildinni á sunnudagskvöldið og
það gegn hinu sterka liðið Miami Heat sem hefur bæði unnið Detroit og Phoenix
á síðustu dögum.
New Jersey Nets er aðeins einum sigri frá því að vinna Atlants-
hafsriðilinn í fjórða sinn á fimm árum eftir 90-78 sigur á Miami
Heat í fyrrakvöld. Nets hefur haft betur í baráttunni við Phila-
delphia 76ers og nálgast óðum Miami þegar aðeins 10 leikir eru
eftir. Bættur varnarleikur liðsins er af flestum talinn lykillinn að
þessu góða gengi liðsins.
Vince Carter skoraði 33 af 43 stig-
um sínum í seinni hálfleikí sigrinum
á Miami Heat og hjálpaði þannig til
við að landa mikilvægum sigri í bar-
áttunni um annan besta árangurinn
á Austurströndinni. Detroit tryggði
sér heimavallarréttinn um helgina
en Miami Heat er með 3,5 leikja for-
skot á New Jersey Nets í baráttunni
um annað sætið.
Var alltaf möguleiki
„Þetta var alltaf möguleiki en það
skiptir öllu að halda áfram að hugsa
um það starf sem við eigum fyrir
höndum og vinna leiki því þá ganga
málin okkur í hag," sagði Vince Cart-
er eftir leikinn en Carter hefur verið
óstöðvandi gegn Miami Heat þar sem
hann hefur skorað 38,5 stig að með-
altali í fjórum leikjum og nýtt 56%
skota sinna. Meðal annarra súper-
leikja hans gegn Miami í vetur er
51 stigs leikur hans á Þorláksmessu
og eina þre-
falda tvenna
hans á tíma-
bilinu þegar
hann skoraði
28 stig, tók 13
fráköst og átti
10 stoðsend-
ingar gegn
Heat í febrú-
ar.
Vill ekki
finna
skýringuna
ȃg get
ekki útskýrt
þetta og ætla
heldur ekki að
reyna að finna
út ástæðuna.
Ef það er ekki
bilað, af hverju
þá að reyna að
gera við það?"
bætti Carter við
en það stefndi
þó ekki í 40 stiga
leik hjá hon-
um þegar hann
var aðeins með
10 stig og 40%
skotnýtingu. Carter nýtti 12 af 17
skotum sínum eftir hlé og skoraði 33
stig í seinni hálfleiknum. „Við réðum
vel við hann í fýrri hálfleik en þeg-
ar hann fer að hitta úr þessum lang-
skotum þurfum við að fara að gera
eitthvað í málunum," sagði Pat Riley,
þjálfari Miami Heat, eftir leikinn.
Einn af bestu mönnum
deildarinnar
„Honum líkar vel að spila á móti
bestu liðunum því það er einmitt
einkenni bestu leikmanna deild-
arinnar," var hins vegar svar Jasons
Kidd við af hverju Carter hafi spil-
að svona vel gegn Miami í vetur.
„Hann er einn af bestu leikmönn-
unum í deildinni, hann vaknar með
20 stig og eftir það fer hann að spila
í alvörunni," bætti Kidd við í léttum
tón.
New Jersey Nets hefur aðeins
einu sinni
áður unnið
fleiri leiki í
röð en lið-
ið vann 14
leiki í röð
frá25.jan-
úar til 24.
febrúar
2004 og
vantar því
aðeins
tvo sigra
til þess
að jafna
félags-
met sitt.
Speking-
ar hafa
skrif-
að mik-
ið um
bættan
varnar-
leik
liðsins
en Nets
hefur
haldið
liðum
undir
90 stig-
um í 11 af þessum 12 leikjum.
Besti tími ársins
„Þetta er besti tími ársins, sá tfmi
sem allir eru að spila um eitthvað.
Við höfum minnt á okkur og vonandi
getum við haldið áfram að bæta leik
okkar fram að úrslitakeppni," sagði
Jason JCidd. New Jersey hefur unn-
ið sex lið sem eru á leiðinni í úrslita-
keppnina á sigurgöngu sinni og það
er ljóst að Detroit Pistons, Miami
Heat og önnur lið á Austurströndinni
þurfa að hafa áhyggjur af Nets-liðinu
í úrslitakeppninni. Kidd hefur farið
fýrir sínum mönnum í góðum varn-
arleik, hélt meðal annars Chauncey
Billups stigalausum í fyrstu þremur
leikhlumnum og Steve Nash stiga-
lausum allan leikinn í sigrum New
Jersey á Detroit og Phoenix Suns
kvöld eftir kvöld í síðustu viku.
Annar leikur lokaúrslita kvenna í körfubolta fer fram í Keflavík í kvöld
Geta Keflavíkurstelpur unnið Haukana?
Eftir 29 stiga sigur Haukastelpna
á fslandsmeisturum Keflavíkur í
fyrsta leik lokaúrslita Iceland Ex-
press-deildar, sem jafnframt varð
sjötti tapleikur íslandsmeistaranna
fyrir Haukum í röð, er ljóst að Sverr-
ir Þór Sverrisson og stelpurnar hans
þurfa að laga margt í kvöld ætli lið-
ið sér að eiga möguleika í Haukana
í baráttunni um íslandsmeistara-
titilinn. Annar leikur liðanna hefst
klukkan 20 í Keflavík í kvöld og með
sigri getur Haukaliðið tryggt sér fs-
landsmeistaratitilinn á heimavelli á
föstudagsköldið. Það þarf margt að
breytast í kvöld ætíi Keflavíkurlið-
ið að halda fslandsmeistarabikarn-
um áfram í Keflavík. Haukaliðið hef-
ur sem dæmi unnið síðustu tvo leiki
liðanna með 72 stiga mun, 205-133,
þar sem Birna Valgarðsdóttir, fyrir-
liði Keflavíkurliðsins, hefur hátt erf-
itt uppdráttar og þar liggur vissulega
stór hluti vandans en Birna, sem er
aðalskorari Keflavíkurliðsins, hefur
aðeins nýtt 4 af 16 skotum sínum í
þessum tveimur leikjum. Birna skor-
aði ekki körfu í fyrsta úrslitaleiknum
og hefur aðeins nýtt 26% skota sinna
í tapleikjunum sex. Annar leikmaður
liðsins sem átti fá svör í fyrsta leikn-
um var bandaríski bakvörðurinn
Lakiste Barkus sem hafði skorað 66
stig og nýtt 58% skota sinna í und-
anúrslitaleikjunum tveimur gegn
Grindavík. Barkus var í gjörgæslu
Pálinu Gunnlaugsdóttur sem hélt
henni í 15 stigum og 32% skotnýt-
ingu á laugardaginn. Barkus skor-
aði meðal annars 3 stig í fýrri hálf-
leiknum sem Haukarnir unnu 49-18.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Kefla-
víkurliðsins, veit manna best að ef
liðið ætíar að vinna Haukana þá
þurfa þær Birna og Barkus að skora
meira en 18 stig samtals í kvöld.
Best í fyrsta leiknum Marla Ben
Erllngsdóttir var stiga- og frákastahæst
hjá Keflavíkurliðinu I fyrsta úrslitaleikn-
um gegn Haukum. ov-myndE. ö/.