Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Page 31
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 31 Spurning dagsins Hljópstu apríl? Spottaði grínið „Nei, ég fylgdist með öllum fréttum og spottaði öll göbb. Hafi ég verið látinn hlaupa fyrsta apríl, þá hefur það verið svo listilega vel gert að ég hefekki fattað það enn." Davíð Þór Jónsson, þýðandi og grínisti. Nei, það '• gerðist ekki að þessu sinni." Ilmur Kristjánsdóttir leikkona. % „Nei, ekki > var það nú. Ekki plataður." Steinn Ármann Magnússon l leikari. „Égfórútí ' gluggatil þessað athuga hvort brotist hafði verið inn í bílinn minn. Svo reyndist ekki vera. Þetta vargabb sem konan mín og sonur minn skipulögðu." Þorsteinn Guðmundsson, leikari og grínisti. „Nei, ég lét - ekkert gabbast. Ég held barasta að ég hafi aldrei hlaupið apríl." Guðlaug Elísabet Jónsdóttir leikkona. Fyrsti apríl var á laugardaginn síðastliðinn.Tvö aprílgöbb voru í DV sem kom út þann dag. Annars vegar var sagt frá útsölu á Carlsberg-bjór í verslunum ÁTVR og hins vegar var sagt frá því að Björk Guðmundsdóttir hyggðist selja notuð föt í Kolaportinu. Össur Skarphéðinsson alþingismaður skrifar á http://ossur.liexia. Hnífskarpur Þorsteinn Pálsson dlps Þorsteinn Páls- son, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokks- ins, ritar athyglisverðan leið- ara í blað sitt á föstudaginn. Þar kallar hann það „öfugsnúna hug- myndafræði" hjá rikisstjórninni að vilja háeffa Rikisútvarpið. Meðferð skattpeninga Þorsteinn segir rétti- lega, að hlutafélags- formið henti fyrir- tækjum í ríkiseigu sem nota ekki skatt- peninga í rekstur. Öðru máli gegni um stofnan- ir sem séu alfarið eða að meginhluta reknar fyrir peninga skattborgar anna. „Eöli máls- ins sam- kvæmt,“ segir Þor- steinn, „gilda aðrar leik- reglur um meðferð skattpeninga borgaranna en sjálfsaflafé." í framhaldi bætir Þor- steinn við, að nú ætli rík- isstjórnin að „víkja til hliðar öllum almennum reglum sem gilda um meðferð skattpeninga að þvi er varðar rekstur Ríkisútvarps- ins. Þar á meðferð skattpeninga að lúta reglum einkaeignarétt- arins án þes að skilyrði hans um sjálfsaflafé sé fyrir hendi.“ sér „verulegt frávik ffá almennum leik- reglum" og það sé hætt við að hún „setji með því móti í uppnám framtíð- arsátt um ríkisrekið útvarp.“ Niðurstaða Þorsteins um stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar varð- andi rekstrarform RÚV er þessi: „Þetta gengur þvert á allt ann- að sem ríkisstjórnin hefur gert, hvort heldur litið er til stjórnsýslunnar eða samkeppnismarkað- arins, og er því ekki með góðu móti skilj- , anlegt.“ Háeffun RUV annað en Símans eða ÁTVR Þetta er hnífskarp- ur málflutn- ingur. Það er eitt að hlutafé- lagavæða Símann eða ÁTVR sem afla allra tekna sinna sjálfar, en allt annað að há- effa stofnun einsog RÚV. [...] Það er mikilvægt að menn ræði af hreinskilni og einurð hvað sé þýðingarmikilli stofnun eins- og RUV fyrir bestu. Fróðlegt væri þvi að vita hvort ritstjóri Fréttablaðsins telji líka að sjálfseignar- _______ form- ið gæti ver- ið heppilegt rekstrar- form fyrir RÚV? Gengur þvert á annað Fyrrverandi forsætisráð' herra Sjálfstæðisflokks- ins segir að rökin fyr- ir þessari stefnu síns gamla flokks feli í Skyldu Sovétmenn hafa kvatt Kúbu með álíka viðhöfn og Ameríkanarnir okkur? Varla. Skemmdarverk þeirra voru líka meiri. Þeir skildu Kúbu eftir snauða, í rúst. Eyjar fara flatt á viðskiptum við hrynjandi heimsveldi. Kannski eiga þær það skilið sökum flónsku sinnar í stjórnmálum. Óttast þær að vera einar í hafinu eða trúa eyjaskeggjar að hagur felist í því að herveldi fái augastað á landi þeirra og þess vegna fara þeir flatt í lokin? Hvílíkur viðbún- aður hér á hinni hátíðlegu kveðjustund. Var nauðsyn að senda marga hershöfðingja í búningum og borðalagða? Hvar voru full- trúar Islands? Þeir sáust hvergi á myndun- um í sjónvarpinu. Forsætisráðherrann lét ekki sjá sig, ekki heldur utanríkisráðherr- ann. Og Davíð Oddsson, sem hitti Bush fyrir nokkrum mánuðum og fékk klapp og loforð frá honum um áframhaldandi dvöl hersins, hvar var höfrungurinn? í baði? Hjá rak- aranum? Vonandi hafa látnir vinir Varnarliðsins, sem lögðu horn steininn að Beisnum, Bjarni Ben, Ólafur Thors og fósar úr Alþýðuflokknum og Fram- sókn, ekki fengið leyfi Guðs til að horft af himn- um á síðustu viðskipti hersins við ósýni- lega íslendinga. f þetta sinn var engin fánahylling í flugskýli með orrustuþotu í baksýn og Bjarna Ben að tala hnakkamik- ill í ræðustól á flugbraut gljáandi í regni. Nei. Hershöfðingjarnir sátu við fægð borð í Utanríkisráðuneytinu. Á brjóstum þeirra röðuðust álíka margar litríkar rendur og orð- ur hinna sovétsku á meðan þeir og ríki þeirra var heimsveldi. í hópnum sat ein brosmild kona, enda nýir tímar, mildir og kvenleg- ir. Að lokum sögðu hershöfðingjarnir að vinátta þjóðanna hefði aldrei verið inni- legri og varnirnar meiri. Síðari heimstyrj- öldin og kalda stríðið á fslandi enduðu í einni lotu. Vélin beið. Hershöfðingjarnir fóru. Nýr kafli hefst, kannski með Valgerði sem fær móðurlegt hlutverk, að verja eyna með álverum, svo íbúarnir geti skoðað ein- stæða náttúru á stærri bílum, fengið kóka- ín í nös, keypt England og Danmörk og borga sekt fyrir að berja fegurstu kon- ur heims, berar í útilegum. allari í'.. Guðbergur Bergsson hugleikur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.