Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 5

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 5
II Gallar á byggingum í sveitum Aldrei í sögu íslenzkrar þjóðar hafa bygg- ingaframkvœmdir í sveitum verið eins um- fangsmiklar og um þessar mundir, siðan annars var farið að byggja úr svokölluðu varanlegu efni. Seint var hafizt handa úti um sveitirnar, mest vegna getuleysis, en það er ekki hœgt að skjóta framkvæmdum á frest fram í eilifðina, og þó mundi senni- lega hafa svo farið, ef ekki hefði verið hlut- azt til um útvegun lánsfjár í tiltölulega langtum stœrra mœli en nokkru sinni fyrr hefur verið völ á í þessu skyni. Þessa staðhœfingu vilja þeir ef til vill ekki samþykkja, sem lengst hafa verið á biðlista hinna föstu sjóða, en staðreynd er það nú samt. Þess ber að minnast, að byggingafram- kvœmdir einstaklinga eru svo rniklu um- fangsmeiri en áður, að ekki er sambœrilegt. Það kemur fyrir nú, að á einni jörð er byggt yfir jafn margar kýr og voru í sama hreppi fyrir tveim eða þrem tugum ára. Jú, það er byggt miklu meira úr varan- legu efni en áður gerðist. En þetta með var- anleikann er bara dálítið hœpið og rétt er að staldra við og drepa á það, sem þar fer í handaskolum. Því miður er það of algengt, að byggt er á annan hátt en skyldi og miklu lakar. Sá, sem fer um sveitir landsins. sér það því miður of víða. Það er ekkert- ein- stakt að sjá nýbyggt haughús eða safnþró með hriplckum veggjum — ónýtum til þeirr- ar þjónustu, sem slíkum veggjum er œtl- uð. Það er ekki dœmalaust að sjá hlöðu- veggi í ótal hlykkjum og allra sprungna þó að nýsteyptir séu; en látum það nú vera um hlöðu, hitt er miklu verra þegar þetta verð- ur með sanni sagt um fjósið. Það er víst, að um slíka veggi á rakinn auðvelda leið út og inn — og endingin — jú, náttúrlega er hún að nokkru háð upprunalegum frágangi. Ég veit eigi hve oft matsmenn nýbygginga skrifa á bláa blaðið, sem fylgir lántöku- beiðni til Búnaðarbankans: „Byggingin er illa gerð.“ Mig grunar að það standi miklu sjaldnar en vera skyldi. Byggingar, sem aðeins eru fárra ára að aldri, segja sjálfar frá; útlit þeirra og ástand auglýsir upprunann. Og þetta helzt í horfinu ef ekki verður betur unnið en ver- ið hefur. Byggingar fjárliúsa eru umfangsmiklar

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.