Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 13

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 13
FREYR 75 svínin vegin, en aðeins brugðið á þau máli aftan við bógana og sýndi málbandið þyngd fallsins í kg. Þegar dýrið hafði náð þeim rétta þunga, 90 kg lifandi, var það merkt með breiðu, rauðu striki yfir herðakamb- inn. Voru svo öll þau merktu tekin og ekið með þau í sláturhúsið. Þessu var haldið á- fram þar til öll höfðu náð þyngdinni. Jóhannes bóndi sagði, að eftir 10 ár mundi hver einasti bóndi í Danmörku hafa þessa aðferð við hirðingu svína, því hún bæri svo langt af, og einn maður gæti auð- veldlega hirt 1000 sláturgrísi. Þegar við höfðum skoðað allan búskap- inn hjá Jóhannesi, drukkum við kaffi og brennivín á hinn rammíslenzka hátt. * * * Það er sunnudagur í dag, 19. des. Ég er staddur á bóndabæ. Hann heitir Skaarups- gaard. Bóndinn, Jakob Priorgaard, er víð- förull og vel menntaður bóndi; hefur hann áður búið á Skáni, en seldi þann búgarð og keypti þennan. Landstærðin er um 500 tn. eða 250 ha. Hann er aðallega korn- og gras- fræræktarmaður. Uppskeran í ár hjá hon- um var 4000 tn af korni, sem hann seldi á 50 kr. tunnuna, en ég veit ekki, hve mik- ið hann seldi af grasfræi. Hann hefur 4 dráttarvélar og eina 110 hestafla vél, sem getur slegið kornið, þótt það sé mjög lagst niður; skára- breiddin er 10 fet. Kornið þurrkar hann ekki úti, heldur rennir því gegnum olíuhitaðan þurrkara, er svo kælt niður í venjulegan loft- hita og sekkjað síðan. Allan tilbúinn áburð var hann búinn að flytja heim; voru það 180 tonn af fosfór og kalí, en ég veit ekki, hve mikið af köfnunarefni. Jakob bóndi er í þann veginn að skipta um bú- skaparhætti og fara yfir á nautpeningsrækt, og þá hiklaust nota laus- göngufjós og láta dýrin sjálf sækja fóðrið, en ekki að vera að bera það til þeirra. Hann hefur lagt sig fram um að „stúdera" þessa aðferð og heldur hann bæði ensk og amer- ísk landbúnaðartímarit í því skyni. Jakob sagði, að stærsti þröskuldur í vegi fyrir danska bændur að fara inn á lausgöngu- fjósin væru gömlu byggingarnar; það kost- aði svo mikið að breyta þeim, að oft yrði það sjálfsagðasta að byggja nýtt. Mér varð hugsað heim. Við erum í óða önn að byggja þessar stóru, þungu og rán- dýru steinhallir yfir sauðféð. En framund- an eru að líkindum miklar breytingar á sviði heyskapar og heygeymslu, og þá ekki síður á hirðingu og hýsingu búpeningsins. Um stórbúskapinn og smábýlin sagði hann þetta: „í dag verður stórbúskapurinn að greiða 250 aura á klukkustund og 8 tíma vinnu, meðan smábýlið greiðir eiganda sín- um 50 aura á klst. og krefur 12—14 vinnu- stundir á dag, því smábúskapurinn ber yf- irleitt ekki vélavinnu.“ Eftir að við höfðum skoðað búskapinn hjá Jakob, borðuðum við ósvikinn danskan dá- degisverð, sem byrjaði með íslenzkri síld og brennivíni. Árósi 20. des. 1954 Ólafur Sigurðsson, Hellulandi. Sveitabygging i Slésvik. Ljósm.: G. K. 1953

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.