Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 10
72
FREYR
að tengja vagninn við hið venjulega drátt-
artengi aftan á vélinni.
Hægt er að verjast endaveltu, ef ökumað-
urinn er nægilega snarráður og framkvæm-
ir sínar varnaraðgerðir strax og hann verð-
ur þess var, að vélin byrjar að lyftast að
framan. Ber honum þá að gera eitt af
þrennu: rjúfa afltenginguna með því að
stíga á tengslispedalann, rjúfa kveikju-
strauminn með því að snúa kveikjuláslykl-
inum eða stöðva eldsneytisaðstreymið.
Fljótvirkust þessara aðgerða er beiting
tengslispedalans.
Margir eru þeirrar skoðunar, að útiloka
megi endaveltuhættuna með því að hafa
dráttartenginguna fram undir miðri vél eða
3. mynd: Þungi dreginn upp úr skurði: f byrjun vegur
stefna dráttartaugarinnar móti endaveltuhœttum, en
pegar það sem dregið er, nálgast barm skurðarins, verð-
ur átaksstefnan hœttuleg.
jafnvel við framásinn. Þetta er hinn mesti
misskilningur. Viðnám dráttaraflsins gegn
endaveltu verður nákvæmlega hið sama
hvort heldur tengingin er fremst í vélinni,
undir henni miðri eða aftantil og fer ein-
göngu eftir lóðréttu hæðinni milli aftur-
ássins og dráttartaugarinnar á hverju
augnabliki dráttarins. Þeim mun meiri,
sem fjarlægð þessi er, þeim mun öruggari á
drátturinn að vera, en endaveltuhættuna er
þó ekki hægt að útiloka með öllu, enda þótt
tengistaðurinn liggi mjög lágt, eins og ég
hef áður saert.
Margar tilraunir hafa verið gerðar með
sjálfvirk tæki til þess að hindra reisn og
endaveltu dráttarvéla, en hingað til hefur
ekki tekizt að búa til slík tæki, sem örugg
séu án þess að hindra vinnuna. Slíkt tæki,
sem ekki væri algjörlega öruggt, myndi ein-
ungis vera til tjóns, því ökumaðurinn væri
í þeirri góðu trú, að engin hætta gæti verið
á endaveltu og mundi það sljóvga árvekni
hans gagnvart hættunum.
Ekki væri heldur öll hætta útilokuð, þó
að komið yrði örugglega í veg fyrir enda-
veltuhættuna. Dráttarvélar velta mjög
auðveldlega á hliðina eins og ég hef þegar
rætt, og varnir gegn þeirri hættu eru
einnig nauðsynlegar. All langt er síðan
mönnum datt í hug að setja á dráttarvélar
svo traust ökumannshús, að örugg væru
gegn hverskyns veltu. Verksmiðja ein í Sví-
þjóð hefur nú hafið framleiðslu slíkra öku-
mannshúsa á dráttarvélar og standa nú
prófanir þeirra yfir. Segja má, að prófanir
þær, sem þegar hafa verið gerðar á þessum
húsum, gefi góða raun.
Það er örðugt að gefa algild ráð gegn
veltum dráttarvéla. Þetta hlýtur ávallt að
vera mjög undir árvekni ökumannsins kom-
ið. Ökumaðurinn verður að þekkja jafn-
vægiseiginleika vélar sinnar og hvað má
bjóða henni áhættulaust. Hann verður að
geta dæmt um land það, sem hann ekur yf-
ir og varast allan tvísýnan akstur. Ofdirfska
er síður en svo hrósverð, hana ber miklu
fremur að fordæma og skoða sem heimsku-
legan glannaskap eða vanmat á hættunum.
Framh.