Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 17

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 17
FREYR 79 INGVAR PÁLSSON: Er of þröngt í landi ? Þann 17. þ.m. flutti Arnór Sigurjónsson, ritstjóri, útvarpserindi sem hann nefndi „Að liðnu sumri“. Erindi hans fjallaði að mestu leyti um vænleika fjárins á s.l. hausti og orsakir til þess, að fé reyndist nú víðast allmikið rýrara en haustið 1953. Orsakir taldi hann helztsyf þær, að nú væri farið að fjölga svo í högúm, að land- rúmið væri ekki nægilegt fýrir sauðfjár- eignina. Haustið 1953 reyndist líka vera rýrari fallþungi dilka en haustið 1952. Allt taldi hann þetta benda til, að með fjölg- uninni kæmi léttunin vegna þverrandi beitarlands. Þetta er staðreynd að léttunin á sér stað. Það er líka staðreynd að margir fá beztu meðal þyngd dilka fyrsta árið eftir fjárskiptin — undan lambgimbrunum. Að vísu hefi ég enga sérþekkingu á þessu sviði, en reynslu hefi ég nokkra eftir 34 búskaparár og tel mig ekki geta fallist á að rýrnun dilka undanfarin haust, stafi af ónógu beitilandi. Vil ég því draga fram nokkur atriði máli mínu til stuðnings. 1. Þegar fjárskiptin hafa farið frarn,, er það venjulega svo, að engin fær fyrst i stað nema lítinn hluta þess fjárstofns, sem hann vildi taka á móti og er fær um að veita mót- töku. Venjulega eru þessi fjárskiptalömb tekin strax á hús og fulla gjöf og gert við þau eins og frekast er unnt, til þess að þau verði fær um að skila arði á næsta vori. Öllum er ljóst, að þessi lömb eru mjög mis- jöfn og mörg af þeim fráleit til að geta skilað lambi veturgömul. Þeim er því mörg- um haldið frá. En hinum, sem lambfullar verða, er mjög dikrað við — eins og alltaf þarf að vera — og þær vaktaðar af alúð með fóðurbætisgjöf fram i græn grös. Með slíkri meðferð mjólka þær líka fyllilega á við eldri ær þó með einu lambi sé, eftir þeirri meðferð er þær fá, við þroska þeirra, sem er þó ekki eins nákvæmur, enda ekki eins hægt um vik með umönnun er fleira fé kemur til skjalana. Næsta haust er svo sett á næstum hvert gimbralamb. Hrútarn- ir gera því venjulega þyngri skrokka. Svo þegar tvævetlulömbin koma til greina þá fara margar að verða tvílembdar og meðalvigt þar af leiðandi lægri. Sem dæmi skal ég tilfæra reynslu mína í þessum efnum fjögur fyrstu árin eftir fjár- skipti: Ár: meðalþungi, kg: eftir borna kind: 1949 15,29 17,02 1950 18,07 20,40 1951 15,00 22,10 1952 15,38 24,30 Hér er gengið út frá að lífgimbrarnar hafi sama meðalþunga og frálagslömbin, en alltaf þó fargað rírðinni úr þeim. En nú mundi einhver spyrja: Hvað um tvö síðustu haustin? En þá er því að svara: að ég hefi ekki reiknað þau út og get það ekki hér eftir hvað kjötþunga eftir borna á snertir. En meðal vigt var: 1953— 14,39, en 1954 — 13,68, en eftir því sem ég veit bezt, þá mun meðalþungi eftir borna kind vera sem næst og var 1952. 2. Undanfarin tvö haust hefir meðvigt við S. A. H. á Blönduósi farið lækkandi. Sumarið 1953 var með afbrigðum hagstætt og nægilegt gras alls staðar. En sumarið 1954 hið gagnstæða, sífelldir kuldar og úr- koma. Hér á milli Blöndu og Héraðsvatna er ekki enn sem komið er, um neina örtröð á landi að ræða. Hér er nóg frjálsræði fyrir fé: brokflár og háfjallagróður og hrossum fækkar ört. En þó er það hér sem annars staðar að meðalvigt fer lækkandi, ef aðeins er á hana litið. Það er gamalla manna reynsla, að í gras- miklum sumrum væru dilkar alltaf léttari en graslitlum. Þetta reyndist líka svo 1953. En þá mátti líka búast við, að graslítið sumar eins og 1954 biði upp á betri vigt. En til þess liggja aðrar orsakir, að hið gagn- stæða reyndist s.l. sumar, en það eru þær, að þrátt fyrir gott vor um sauðburð, þá var margt tvílembt og þegar kuldar hófust um 9 vikur af sumri þá byrjaði túnsláttur og fljótlega upp úr því vildu menn losa sig við

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.