Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 14
76 FREYR ÓLAFUR E. STEFÁNSSON: Nythæstu kýr nautgriparæktarfélaganna Skrá yfir nythæstu kýr nautgriparækt- arfélaganna 1949 birtist í 22. hefti Freys 1951, og í 6. tölublaði sama rits 1954 birt- ist skrá yfir nythæstu kýrnar árin 1950— 1952. Hér birtast samsvarandi tölur fyrir árið 1953. Spjaldskrá er nú haldin yfir allar kýr, sem eitthvert ár mjólka 20.000 fitu- einingar, og er eftirfarandi listi miðaður við það. Vitanlega væri æskilegt að halda spjaldskrá yfir langtum fleiri kýr, en þess er ekki kostur á vegum Búnaðarfélags ís- lands vegna þess, hve tímafrek færsla slíkr- ar spjaldskrár yrði. Er því hundruðum úr- valskúa sleppt hér, en fjögurra ára afurðir allra kúa, sem I. verðlaun hljóta á hverju ári á nautgripasýningum, eru prentaðar ár- lega í Búnaðarriti, og bætir það úr að nokkru leyti. Að minnsta kosti 3 fitumælingar mjólk- ur verða að hafa verið gerðar á árinu úr hverri kú til þess, að mjólkin sé lögð í fe viðkomandi ár. Yfirleitt hafa 5 til 6 mæl- ingar verið gerðar úr kúnum, sem hér eru nefndar, en 10 til 12 mælingar úr einstök- um kúm, sem hafa verið undir sérstöku eft- irliti. Fjöldi kúnna, sem mjólkað hafa yfir 20.000 fe síðustu árin, hefur verið þessi: 1949 14 kýr 1950 16 — 1951 12 — 1952 18 — 1953 52 — Eins og skráin ber með sér, fjölgar mjög nythæstu kúnum árið 1953, og er það í samræmi við aðrar niðurstöður afurða- skýrslna nautgriparæktarfélaganna frá því ári, en meðalafurðir kúnna, hvort sem mið- að er við fullmjólkandi kýr eða árskýr, hafa aldrei fyrr orðið jafnháar i sögu nautgripa- rœktarfélaganna og á 50. starfsári þeirra, 1953. Af þessum 52 kúm, sem skráðar eru hér í fyrri töflunni, hafa 32 mjólkað yfir 5000 kg á árinu, en þess ber að geta, að margar aðr- ar ágætar kýr ná einnig þeirri nythæð, þótt lægri mjólkurfita eða ónógar upplýsingar um mjólkurfitu valdi því, að þeirra er ekki getið hér. Nythæsta kýrin (mjólkurmagn) árið 1953 var Dumba 3 á Stóru-Völlum, sem er 2. í röðinni á listanum. Efsta kýrin þar, Rauðskinna 11 á Kanastöðum, er löngu mjög vel kunn öllum þeim, sem fylgjast með skrifum um skýrslur nautgriparæktarfé- laganna í Búnaðarriti. Hún er af Klufta- stofni, og eru komnar út af henni nokkr- ar úrvals afurðakýr. í seinni skránni, sem fylgir grein þess- ari, er getið meðalársnytjar allra þeirra kúa, sem á skýrslu hafa verið frá 1. burð- ardegi og mjólkað hafa 20.000 fe eitthvert árið frá 1949 til 1953 og eru á skýrslu árið 1953. Birtist samsvarandi listi einnig í 6. tölublaði Freys í fyrra í grein þeirri, sem áður er getið. Að þessu sinni eru alls 47 kýr á þessum lista, en 28 árið áður, og eru þær flestar einnig nú á listanum. Séu þær þar ekki, merkir það, að skýrslur hafa ekki bor- izt yfir þær 1953 eða þær eru dauðar. Úr þessum hópi hafa verið drepnar aðeins 6 kýr ennþá. Meðalaldur þeirra hefur orðið 10.0 ár. Þær hafa að meðaltali átt 7.7 kálfa og mjólkað í 8.0 ár. Meðalársnyt þeirra hef- ur verið 3955 kg. Hafa þessar nytháu kýr því mjólkað um ævina yfir 31.000 kg að jafnaði og náð hærri aldri en íslenzkar kýr ná að meðaltali. Eins og sést á þessum seinni lista, hafa fjórar efstu kýrnar mjólkað að meðaltali yfir 20.000 fe á ári, síðan þær báru að 1. kálfi. Efst þeirra stendur enn sem fyrr Skjalda 64 í Hjálmholti, sem nú hefur mjólkað alls 43.841 kg á 8.6 árum. Næstu kýrnar þrjár eru allar mjög ungar og hafa því verið mjög stutt á skýrslu, jafnvel svo stutt, að eðlilegur geldstöðutími kemur ekki í Ijós við útreikning í meðalársnyt, og verð- ur hún því tiltölulega há. Þó má segja, að þessar ungu kýr fari mjög vel af stað sem mjólkurkýr, og eru þær allar kostgóðar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.