Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 8

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 8
70 FRE YR í beygjum. Þegar hemlar eru notaðir á þennan hátt, verður hreyfing og stefna vél- arinnar svo óútreiknanleg, að þessi aksturs- aðferð má teljast stórhættuleg. Oft eru hemlar dráttarvéla þannig gerðir, að þeir eru óheppilegir til aksturs í mikilli umferð. Séu hemlar aðskildir þannig, að sinn pedal- inn sé fyrir hvort hjól, ætti ávallt að hafa pedalana samtengda, þegar ekið er á vegum úti, eða þar, sem teljandi umferð er. Ber þá að stilla hemlana áður, svo að öruggt sé, að jafnt hemli á báðum hjólum. Beztur er hemlabúnaður þeirra véla, sem hafa sér- stakan pedala, er vinnur á bæði hjólin, auk hinna aðskildu pedala fyrir hvort hjól fyrir sig. Slysin, sem orðið hafa af völdum þess, að dráttarvélar hafa oltið, eru fjölmörg. Þegar vél veltur, tekst þó ökumanninum oft að forða sér undan, en margir eru þeir', sem ekki eru svo heppnir, en lenda undir vél- unum og hljóta ævilöng örkuml eða dauða. Mönnum ber að hafa það hugfast, að drátt- arvélar eru ekki þannig gerðar, að þær séu jafn stöðugar í akstri og t. d. bifreiðir, og eins og sagt er hér að framan, geta drátt- arvélar verið æði misjafnar í þessu efni. Ökumanninum er því nauðsynlegt að þekkja vél sína til hlýtar og beita henni með forsjá. Hætta af endaveltu. Önnur algeng slysaorsök í sambandi við notkun dráttarvéla, og öllu viðsjálli en hlið- arveltan, er ris vélarinnar og endavelta hennar aftur yfir sig. Slíkar veltur ske venjulega mjög hratt, svo að ökumaðurinn á bágt með að átta sig á þvi, sem er að ske og vinnst því oft ekki tími til að beita varn- araðgerðum. í mörgum tilfellum eru menn þess vit- 1. mynd. Efsti hluti: Dráttur tengdur of hátt. Aukin endavéltuheetta ef ekið er upp brekku. Efri miðhluti: Dráttarkeðja bundin um jarðfastan stein. Neðri mið- hluti: Of mikill lóðréttur pungi i tengistað þyngir vél- ina af aftan og orsakar endaveltuheettu. Neðsti hluti: Vagn eða uerkfœri, sem hvllir með punga i tengistað á að tengjast við dráttarvélina beint undir eða fyrir framan afturáás.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.