Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 19

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 19
FRE YR 81 Það, sem helzt miðar að góðum árangri við heimilisstörfin, er: 1) Að hverju vinnusviði og geymslurúmi í eldhúsinu sé vel og haganlega fyrir komið. 2) Að öll hjálpartæki og búsáhöld séu góð. 3) Að skipuleggja og haga störfunum vel og skynsamlega. Það kann að vera, að hver húsmóðir hafi sínar persónulegu óskir um eldhúsið sitt. En. víðast eru eldhússtörfin unnin á svipaðan hátt, og þess vegna er óhætt að innbúa eld- húsin í aðalatriðum út frá sama sjónarmiði. í bæklingi um heimilisstörf, sem út kom í vetur á vegum Búnaðarfélags íslands, er bent á nokkur grundvallaratriði í sambandi við fyrirkomlag í eldhúsi og sýndar myndir af þrem eldhúsum með mismunandi fyrir- komulagi, teknar úr bókinni Kök, H.F. I., Stockholm. Þrjú aðalvinnusviðin í eldhúsinu eru við vaskann, eldavélina og ísskápinn eða mat- arskáp. Talið er mjög heppilegt að hafa vaskann á milli hinna tveggja vinnusvið- anna. Gott vinnuborð þarf að vera sitt hvor- um megin við vaska og helzt einnig við eldavélina. Þá er einnig talið mjög þægi- legt að hafa borð við ísskápinn, einkum þeim megin, sem hann opnazt, svo að hægt sé að leggja þar frá sér það sem tekið er úr honum eða á að fara inn í hann. Hæð á vinnuborði þarf að vera 85—90 sm. Vaskaborðið er talið bezt að sé 90 sm. einkum ef þvegið er upp í vaskaskálunum sjálfum, sem ganga þá niður í bekkinn. Sé þvegið upp í fötum eða bölum á sjálfu borð- inu, þarf það að vera lægra, helzt ekki meira en 80 sm. Borðbreidd er talin hæfileg um 60 sm. Skápur á vegg yfir eldhúsbekknum eru ýmist hafðir með lóðréttri framhlið eða hallandi. Ef framhliðarnar eru lóðréttar, þarf skápurinn að vera hærra uppi en ef þær eru hallandi. Bilið frá bekknum að skápnum er þá haft um 50 sm, og er þá rúm fyrir t. d. hrærivél á bekknum og jafn- vel uppþvottagrind á veggnum. Skápurinn sjálfur má þá vera um 30 sm. á dýpt. Séu hliðarnar látnar hallast, má skápurinn ná lengra niður á vegginn. Bilið frá bekknum að skápnum má þá vera allt niður í 35 sm, Við þurfum að geta beygt okkur til aö sjá inn i bökunarofninn, án þess að eiga á hattu að reka okkur i skáþ eða vegg. Bil frá bekk eða vél að gagn- stæðum vegg má ekki vera minna en 110 sm. 3 \---------no----------<| Eldhúsið þarf að vera svo breitt, að auðvelt sé að ganga fram hjá þeim, sem er að vinna við eldhús- borðið, — jafnvel með bakka eða annað i höndun- um. en pá er varla rúm fyrir hrærivél á bekkn- um, og þarf því að ætla henni annan stað. Dýpt skápsins að neðan má þá ekki vera meiri en 27 sm, en að ofan 35 sm. Sé skáp- urinn um 60 sm á hæð, er nægilegt rúm fyr- ir annan lóðréttan skáp fyrir ofan. Auðvit- að er geymt í efstu skápunum það, sem sjaldnast er notað. Sumir vilja ekki láta eldhúsborðið ná alla leið niður að gólfi, heldur láta það hvíla á veggnum. Með því móti má komast hjá því að beygja sig til að ná í eitthvað, sem geymt

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.