Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 20

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 20
82 FREYR miklu hesta eða þá dráttarvélar. Máli sínu til stuðn- ings vitnar hann í þessu sambandi í athuganir, er Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur hefur gert á þessum vettvangi, t. d. á fóðursparnaði, er yrði á því að nota smærri hesta, í stað hinna stóru. Mr. Urquhart fer viðurkenningarorðum um íslenzka hestinn og birtir myndir af honum með grein sinni. IFAP NEWS febrúarhefti þessa árs, gettir þess að Canadabúar yfirvegi innflutning sauðfjár frá Islandi til hánor- rænna stöðva í Canada og hafi sérfræðingar þar áhuga á þessum málum. Freyr hefur grennslast um hvort málaleitan um þetta hafi borizt hingað og tjáir sauð- fjárræktarráðunautur, að í fyrravor hafi fyrirspurn komið, en óvíst sé með öllu hvort nokkuð verði af framkvæmdum. íslenzki hesturinn i brezku tímariti. í janúarhefti British Agricultural Bulletin, en það er búnaðartímarit, víðlesið í brezkum samveldislöndum, er grein eftir Mr. R. J. Urquhart, er nefnist, lauslega þýtt: Of mikið af dráttarvélum og hesturn á búunum (Overmechanized and Over Horsed). Mr. Urquhart heldur því fram í grein þessari, að hagfelldara sé að nota hin smávaxnari hestakyn til vinnu við mikinn hluta þeirra bústarfa, þar sem dráttarorku er þörf, heldur en hina þungu og þurftar- væri niður við gólf, og auk þess er þá þægi- legra að hreinsa undir borðinu. Ef hinum einstöku vinnusviðum er raðað á réttan hátt í eldhúsinu, getur varla farið hjá því, að verkin gangi þar vel og greið- lega. Smáatriðin geta einnig verið mjög mikil- væg, en þó þarf að varast að fara svo ná- kvæmlega í þau, að þau verði til trafala. Eldhús má ekki vera minna en 7 m að flatarmáli og 10 m, eigi fjölskyldan að geta matazt þar. Hvernig á ég að bjarga manni, nauðstöddum i vök? Veizt þú, hvernig þú átt að haga þér, ef þú kynnir að þurfa að bjarga einhverjum, sem hefur dottið niður um veikan ís? Ef svo er ekki, þá lestu þetta ráð, því að nú eru vötn og tjarnir ísi lögð og mikið um manna- ferðir á þeim víðsvegar um landið. Legðu þig gætilega niður á ísinn. Þá dreifist líkams- þunginn þannig, að veikur ís ber, jafnvel þar, sem gangandi maður stigi niður úr. Mjakaðu þér í áttina til hins nauðstadda (ekki alveg að vökinni, ef ísinn er mjög veikur) og réttu honum eitthvað til þess að grípa í, taug, peysu eða skíðastaf. Segðu honum eða henni að leggjast á bakið (á hliðina, ef hann hefur bakpoka), með handleggina útrétta á ísnum og taka öflug sund- tök með fótunum, samtímis sem handleggirnir hjálpa til. Á þennan hátt er auðveldlega hægt að draga hinn nauðstadda upp, einkum ef þú getur náð festu á ísnum með öðrum fætinum (skautanum), eða með annari hendinni, með nagla, sjálfskeiðung, skíðastaf eða þ. h. Því næst er svo að reyna að koma sér gætilega á brott frá vökinni, skríðandi eða veltandi — í áttina þang- að, sem þú komst frá. ísinn þar hélt alveg nýlegal „Það verða gulrófur nœsta ár!“ Sagan gerist í einu nágrannalandi okkar. Biskup nokkur, er var á yfirreið um landið, koma til sveita- prests, sem hafði tekið upp þann sið, að rækta mat- jurtir í einu horninu á kirkjugarðinum og að þessu sinni kartöflur. Biskup sá kartöflugrösin, vandaði um við prestinn og sagði: „Þetta má ekki endurtaka sig!“ ,,Nei, biskup, það verða gulrófur næsta ár,“ mælti prestur lióglátlega. _ Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar ^ \i tT _ Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. _________ / Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 8-22-01. BÚNAÐARBLAÐ Áskriftarverð FREYS er kr. 50.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.