Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 17
FREYR 109 K. F. SVÁRDSTRÖM: Almenn velmegun er allra hagsmunir K. F. Svárdström, höfundur þessarar greinar, er prófessor í markaðsfræði við sænska búnaðarhá- skólann á Ultuna, við Uppsala-borg. Hann hefur um margra ára skeið verið fulltrúi Svía hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun S. Þ. — ]. J. D. John Boyd Odd lávarður, hinn 74 ára gamli enski bóndi og vísindamaður á sviði jarðræktar og búfjárræktar, fyrsti fram- kvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), handhafi friðarverðlauna Nobels o.fl. o.fl., kom til sænska búnaðarháskólans í Ultuna 29. maí ’54 til þess að vitja sýnilegra tákna um sæmd þá, er honum var veitt í fyrra, er hann var valinn heiðursdoktor við háskól- ann. Erindi hans til Ultuna var einnig að flytja erindi um matvælavandamálið í heiminum. Það var hátíðisdagur fyrir Ultuna að geta boðið hinn erna lávarð velkominn með ljómandi veðri. Að menn kunnu að meta heimsóknina, sást bezt á því, að hátíðasalur háskólans var, — jafnvel þótt seinnipart laugardags væri —, þéttsetinn kennurum og nemendum. í lok erindis síns minntist Boyd Orr lávarður á, að Alfred Nobel, Svíinn, sem með uppfinningum sínum á sviði sprengi- Sir John Boyd Orr, fyrsti forseti FAO. efnafræði m. a., gerði styrjaldir enn ægi- legri en áður, hefði sagt: „Eyðingartæknin nær einhverntíma því stigi, að ekki verður hægt að heyja stríð.“ Og lávarðurinn hélt á einblendingum undan holdanautum og íslenzkum kúm, sem þyrfti ekki að ala und- an til viðhalds og aukningar mjólkurkúa- stofninum. Þannig þyrfti ekki sérstakan bústofn til kjötframleiðslunnar, en hagnýta mætti undanrennu og aukinn heyfeng og beitilönd, en nautgripir eru bezt fallnir af öllu búfé til að breyta grófu heyfóðri í kjöt. Óvíst er, hvort kjöt af einblendingum yrði seljanlegt fyrir sæmilegt verð á erlendum markaði. Ef flytja ætti inn aðeins eitt kyn holda- nautgripa, hygg ég, að Galloway ætti að verða fyrir valinu, enda eru til 1 landinu blendingar af þvi kyni, sem reynast harð- gerðir, en það er stór kostur, þótt ekki megi einblína á hann. Einblendingarnir yrðu væntanlega yfirleitt fóðraðir inni í tvo vet- ur fyrir slátrun. Að óbreyttum lögum mundi taka 6—8 ár að koma upp hreinrækt- uðum stofni í landi frá því, að innflutning- ur kálfa færi fram, ef sú leið yrði valin. í millitíð þyrfti að athuga, hvernig líkur væru til, að hagkvæmast mundi vera fyrir bændur að haga framleiðslu einblending- anna. Til þess ætti að nota eitthvað aí þeim blendingum, sem til eru i landinu, og jafnframt bera þá saman við íslenzka kyn- ið.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.