Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 35
FREYR
123
landinu. Fyrir það er ég honum og hinum
7 félögum hans þakklátur. Síðar reyndist
Hjálmar vel í starfi sínu. Hann á því sinn
góða hlut í því trausti, sem framhalds-
deildin hefur öðlazt.
Hjálmar Jónsson var hæglátur maður og
lét lítið yfir sér. Hann var bóngóður, lagði
aldrei annað en gott til manna og málefna
og taldi ekki tímana við vinnu sína. Sem
ráðunautur búnaðarsambands Borgar-
fjarðar ferðaðist hann mikið um meðal
bænda, tók út jarðabætur, mældi fyrir
skurðum, vann að stofnun fjárræktarfé-
laga og hrossaræktarfélaga og leiðbeindi
bændum á margan annan hátt. Alveg sér-
staklega var borið gott traust til hans við
áætlanir um uppþurrkun lands og mæingu
fyrir framræsluskurðum. Hefur það haft
mjög mikla þýðingu fyrir Borgfirðinga nú
hin síðari ár að hafa öruggum manni á að
skipa á því sviði. Innti Hjálmar þar af
hendi mikið og gott starf.
Frá vori 1953 var Hjálmar einnig fram-
kvæmdastjóri ræktunarsambands Borgar-
fjarðar. Er það mikið starf og undravert, að
hann skyldi anna því með umfangsmiklu
ráðunautsstarfi.
Hjálmar var vinsæll meðal allra er
kynntust honum, ekki sízt meðal heimilis-
fólks á Hvanneyri og borgfirzkra bænda,
enda var hann vaxandi maður í ábyrgðar-
miklu starfi.
Lík hans var flutt að Hvanneyri 13. marz.
í Hvanneyrarkirkju fór fram minningarat-
höfn um hann að viðstöddu heimilisfólki
og nemendum á Hvanneyri og fjölmörgum
bændum úr héraðinu, en skólapiltar buðu
gestum til kaffidrykkju. Daginn eftir var
hann fluttur til æskuheimilis síns, en út-
för fór fram að Glaumbæ í Skagafirði
laugardaginn 19. marz.
Það er mikil eftirsjá að góðum dreng og
ágætum starfsmanni úr fámennum hópi
búfræðikandídata hér á landi. Hvanneyr-
ingar og Borgfirðingar allir, sem kynntust
honum, minnast hans með virðingu og
þakklæti.
Hvanneyri, 20. marz 1955.
Hjálmar Jónsson réðst til starfs hjá Bún-
aðarsambandi Borgarfjarðar þegar að loknu
námi 1949, vann hjá því sem ráðunautur
til dauðadags og gegndi einnig 'fram-
kvæmdarstjórn fyrir Ræktunarsamband
Borgarfjarðar tvö síðustu árin.
Hann var ekki áhlaupamaður, ekki einn
þeirra, sem koma, sjá og sigra án fyrirhafn-
ar. En hann var svo samvizkusamur, trúr
og vandaður, að hann óx með starfi sínu
jafnt og þétt, hann stundaði það með prýði
og afkastaði því með sæmd. En mér bæði
ljúft og skylt að færa fram þakkir fyrir
það frá Búnaðarsambandinu og bændun-
um sem að því standa, og sjálfur þakka ég
ánægjulegt samstarf og ljúfa persónulega
viðkynningu.
Ungur maður er hrifinn snögglega frá
störfum mitt í glaðri önn dagsins. Vaxandi
manni er kippt burt og klipptur sundur
þroskaferill hans hér á iörðu. Þetta er svip-
legt og sárt. En innilegasta hamingja og
gleði þeirra, sem unna ungmenni, er þó sú,
að sjá það vaxa og þroskast, sjá það efla
sálarkrafta sína við að leggja sig fram til
fullnustu, sjá það með því sigrast á örðug-
leikum, en fyrst og fremst þó að sjá það
verða að góðum og hugljúfum manni. Og
tilgangur lífsins á jörðinni hlýtur þó að vera
sá að þroskast sem mest, en ekki að lifa
sem lengst. Auk þess höfum við leyfi til að
vona að sá sem hrifinn er frá vettvangi
starfsins hér, öðlist þá vængi er flytji hann
yfir á annað svið, þar sem honum auðnist
mera að starfa Guðs um geim.
Með innilegustu hluttekningarkveðju til
foreldra hans og annara vandamanna.
Guðmundur Jónsson frá Hvílárbakka.
Guðm. Jónsson.