Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006
Fréttir DV
Kvikmynd um
Blackadder
Leikarinn Stephen Fry hef-
ur sagt að góðar líkur séu á að
sjónvarpspersónan Black-
adder snúi aftur í kvikmynd á
næstunni. Fry, sem lékhinn
fjallheimska hershöfðingja
Melchett í sjónvarpsþáttun-
um um Blackadder, segir að
höfundur þáttanna, Ben Elton,
sé að íhuga að skrifa handrit
að myndinni sem á að gerast
á síðustu dögum rússnesku
konungsfjölskyldunn-
ar. Rowan Atkinson
hefur áður lýst yfir
áhuga sínum á
að gera fimmtu
þáttaröðina um
Blackadder en
Tony Robinson,
sem lék Bald-
rick, er ekki eins
áhugasamur.
Gullæði í
garðinum
Hinn 63 ára gamli Henry
Mora fékk svo alvarlegan snert
af guliæði að hann endaði með
því að grafa 18 metra djúpa
holu í garðinum sínum í bæn-
um Montclair f Kaliform'u. Fyr-
ir nokkru síðan sló málmleit-
artæki hans út er hann var að
nota það í garðinum og Mora
varð sannfærður um að gull
væri að finna þama. Raunar
var örlítið af gullryki í moldinni
sem hann gróf fyrst upp og því
hélt hann áfram að grafa. Og
sennilega væri harm enn að
grafa ef nágrannar hans hefðu
ekki haft samband við bæjaryf-
irvöld sem komu og stoppuðu
þessar framkvæmdir.
Nakin mótmæli
stúdenta
Hópur 25 háskólastúdenta
í borginni Valparaiso í Chile
stóð fyrir nöktum mótmæl-
um á torgi bæjarins að sögn
Las Ultimas Noticias. Stúd-
entamir máluðu lfkama sína
með slagorðum en þeir vildu
koma á framfæri kvörtunum
um bága stöðu menntamála í
héraðinu. Lögreglan var kölluð
til en þar sem mótmælin fóru
friðsamlega fram beið lögregl-
an átekta og handtók engan
fyrr en að mótmælunum lokn-
um. Hópurinn á yfir höfði sér
sektir fyTir nekt á almannafæri.
Stalínafturá
toppinn
Plata með tón-
listsem er blandaaf
fangasöngvum frá
Stah'n-tímabilinu og
brimbrettatónum
frá Havaí er komin á
toppinnávinsæld-
arlistum víða í Aust-
ur-Evrópu. Ber hún
nafhið Gulag Tunes. Höfund-
ur plötunnar, Mikhail Antípov,
segir að hann hafi ekki undan
að pressa plötuna svo vinsæl
er hún. Meðal laga á plötunni
er Vaninsky Port sem er tilvís-
un í fangelsanet Stalín-tímans
og þar má meðal annars finna
línur eins og „Þú munt tapa
vitínu gegn vilja þínum."
Baráttan um forsetaembættið í Mexíkó er allt annað en leiðingleg en kjósa á í byrjun
næsta mánaðar. Raunar hefur baráttunni verið lýst sem farsa eða ekta sápuóperu. Með-
al þeirra sem sækjast eftir embættinu eru Felipe Calderon sem kallar helsta keppinaut
sinn trúð. Og svo má nefna apótekarann Victor Gonzalez sem notar brúðuna dr. Simi
sem fulltrúa sinn í auglýsingum.
Leðjukast í allar áttir og óvenjulegar baráttuaðferðir hafa breytt
forsetakosningunum í Mexíkó í hreinan farsa. Þeir þrír fram-
bjóðendur sem taldir eru eiga mesta möguleika á að hreppa
embættið kalla hvern annan ýmsum nöfnum og ásakanir um
spillingu ganga á vM. Sumar ásakanirnar eru svo grófar að kjör-
stjórn hefur gripið inn í umræðuna.
„Þetta er mjög illkvittin, mjög
gróf og mjög heimskuleg kosninga-
barátta," segir stjórnmálaskýrand-
inn Guadalupe Loaeza í samtali við
Reuters-fréttastofuna. Vikum sam-
an hafa Mexíkóar horft upp á fram-
bjóðendur kasta leðju í hvem ann-
an, nota högg undir beltisstað og
særa fram hinar hefðbundu vúdú-
dúkkur í líki frambjóðenda. Vúdú
hefur alltaf verið til staðar og dúkk-
ur stungnar með nálum tíl að gera
mótframbjóðandanum lífið leitt. En
nú ber svo við að baráttuaðferðirnar
eru orðnar svo grófar að kjörstjórn
hefur gripið inn í máfið. Hefur kjör-
stjórnin bannað ýmsar auglýsingar
sem verið hafa í gangi.
Forsetinn er kalkúnn
Síðasta stríðið er á milli hins
íhaldsama Felipe Calderons og
vinstrimannsins Anders Obrador.
Sá síðarnefndi hefur ásakað Fel-
ipe um ýmsa spillingu í embætti
sem orkumálaráðherra landsins en
Felipe svarar á móti að Obrador sé
trúður. Raunar er Obrador þekktur
fyrir að hafa lýst núverandi forseta
landsins, Vincente Fox, sem villt-
um kalkún. „Hann hagar sér eins og
villtur kalkúnn og hann skrækir eins
og villtur kalkúnn," mun Obrador
hafa sagt og bætt við að Fox sé „getu-
laus ræðumaður".
Brúða í baráttunni
En sá sem toppar allt í skringi-
legheitum í þessari kosningabar-
áttu er apótekarinn Victor Gonzal-
es sem þekktur er fyrir áhuga sinn
á fallegum konum í stuttum pils-
um. Hann notar óspart lukkudýr
lyijabúðakeðju sinnar í baráttunni.
Lukkudýrið er brúðan „dr. Simi" og
hefur Victor ráðið fólk tíl að klæð-
ast sem dr. Simi og dansa honum til
heiðurs fyrir utan lyfjabúðirnar. Og
svo má nefna uppreisnarforingjann
Subcomandante Marcos sem býður
sig fram í embættið. Hann kom ný-
lega fram í sínu fyrsta sjónvarpsvið-
tali með skíðagrímu fyrir andlitínu.
Þar gaf hann þá yfirlýsingu að engu
máli skipti hver ynni kosningarnar,
hinum sama yrði samstundis steypt
af stóli.
Vincente Fox Einn
frambjóðendanna
llkti forsetanum við
villtan kalkún.
Kosningabaráttan er
orðin kolsvartur farsi
Dr. Simi Leikurstórt
hlutverk i forsetakosn
■; ingunumiMexlkó
5«
Fyrrverandi súludansari tekin berbrjósta á rugby-leik
Stríppari græðir stórfé á netuppboði
Súludansarinn fyrrverandi Lisa
Lewis verður að borga sekt fyrir
að hafa striplast berbrjósta á rug-
by-leik. Hún hefur hins vegar grætt
stórfé á því að setja bikiníið sem
hún var ldædd í á uppboð á netinu.
Rugby-leikurinn sem hér um ræð-
ir var landsleikur á milli frlands og
Nýja-Sjálands og er óhætt að segja
að Lisa hafi verið aðalnúmerið á
þeim leik.
í fyrstu var það ætlun Lisu að
nota féð frá uppboðinu upp í sekt-
ina sem hún fékk fyrir að striplast.
Sektin var hins vegar upp á um
15.000 kr. en hæsta boð í bikini Lisu
nam tæplega 300.000 krónum. „Ég
er mjög ánægð með þessa sekt. Ég
hélt að hún yrði mun hærri. Ég skil
næstum eldd hve dómarinn var
miskunnsamur," segir Lisa.
Nú gæti Lisa átt góða daga fram-
undan með peninga í vasanum og
heimsfrægð á Nýja-Sjálandi ef ekki
væri fyrir kærastann hennar fyrr-
verandi. Vörubílstjóri nokkur hefur
stigið fram á sjónarsviðið og vill fá
sinn hluta af kökunni. Hann segir í
samtali við Waikato Times að hann
hafi keypt umrætt bikiní fyrir Lisu.
Og þar að auki hafi hann borgað
fyrir brjóstastækkun hennar á sín-
um tíma. Hann hefur því sent Lisu
reikning upp á tæplega 600.000 kr.
Lisa gripin Lisa var
óumdeilanlega aðalnúm-
erið á landsleik Irlands og
Nýja-Sjálands I rugby.