Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006
Fréttir DV
Nóg að gera
hjá löggunni
Lögreglan á Akueyri
hafði í nægu að snúast um
síðustu helgi en mikið af
fólki var í bænum þá. Fjöldi
aðkomufólks var í bænum
en alls voru fimm minni-
háttar líkamsárásir tilkynnt-
ar. Auk þeirra voru tuttugu
teknir íýrir of hraðan akstur,
þrettán grunaðir um ölv-
un við akstur, átta fíkni-
efnamál komu upp og eitt
þeirra í stærra lagi, en undir
lok helgarinnar var karl-
maður tekinn með ríflega
40 grömm af amfetamíni í
bænum. Að sögn lögreglu
fór flest vel fram í bænum
og fangageymslur voru ekki
fullar yfir helgina þótt ein-
hverjir hafl fengið að sofa úr
sér ölvímu í köldum fanga-
geymslum.
Giftingaæði
í Kína
Skrýtin staða á
tunglalmanakinu hefur
valdið því að giftingaæði er
skollið á í Kína. Tungl-
árið mun ekki aðeins
verða lengra en venju-
lega í ár, eða 385 dag-
ar, heldur mun það
einnig innihalda tvö
tunglvor eða tvöfald-
an hamingjutíma til
að stofna fjölskyldu að mati
Kínverja. Þar að auki er ár
hundsins í gangi núna sem
þykir sérlega heppilegt til
brúðkaupa. Bara í Sjanghæ
hafa 44 þúsund pör gift sig í
ár sem er tvöfalt meðaltalið
í borginni.
MeðContalgin
viðgöngin
Karlmaður á fertugs-
aldri var stöðvaður af lög-
reglunni á Akranesi síð-
astliðinn sunnudag vegna
einkennilegs aksturslags.
Við nánari eftirgrennsl-
an grunaði lögregluna að
hann æki undir áhrifum
fíkniefna og var því leitað
í bflnum með aðstoð lög-
reglunnar í Borgarnesi.
Við leitina fannst nokk-
uð magn af kannabisefn-
um til neyslu og eitthvað
magn af Contalgin-töflum
sem vinsælar eru hjá langt
leiddum sprautuffldum.
Þrír voru handteknir og
sieppt að loknum yfir-
heyrslum en eigandi efn-
anna mun verða ákærður.
Sigurðureldri
í mál við
FLGroup
Aðalmeðferð í máli Sig-
urðar Helgasonar eldri,
fyrrverandi
forstjóra
Flugleiða,
gegn FL
Group fór
ffam á mánu-
daginn. Sig-
urður krefst
þess að kaup-
réttarsamn-
ingur æðstu
stjórnenda
fyrirtækisins
verði sett-
ur inn í eftirlaunasamning
hans við FL Group og segist
hafa verið hlunnfarinn. FL
Group hefur krafist sýknu í
málinu.
Kona sem er meint fórnarlamb fasteignasala á fimmtugsaldri í nauögunarmáli segir
hann ítrekað hafa reynt að múta sér með fé og fleiru - til þess eins að hún falli frá nauðg-
unarkæru. Málið var þingfest í síðustu viku.
Segir meintan nauðgara
reyna að múta sér
Kona sem sætir réttarstöðu brotaþola í nauðgunarmáli sem nú er
rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur segir meintan kvalara sinn,
fasteignasala á fimmtugsaldri, hafa reynt að múta sér til að falla
frá nauðgunarkæru. Hún segist ekki vera föl fyrir peninga.
„Hann hefur sent mér ótal SMS
síðan hann gerði þetta og vill að ég
reyni að gleyma þessu," segir meint
fórharlamb manns á fimmtugsaldri
sem sætir ákæru ríkissaksóknara fyr-
ir hrottalega nauðgun og líkamsár-
ás á hana og svo líkamsárásarkæru
vegna annarrar konu.
„Hann hefur boðið mér peninga
svo ég muni láta kæruna falla nið-
ur,“ segir konan og sýnir blaöamanni
SMS-skiiaboð sem hún segist hafa
Meintfórnarlamb
Segir manninn itrekað
hafa haftsamband við
sigeftirmeinta
nauðgun og einnig að
hann hafi boðið henni
peninga.
yp
fengið frá manninum. „Ég vil einnig
segja hve ég iðrast þess sáran hvern-
ig þessi helgi endaði eins og martröð
fyrir okkur bæði," segir konan mann-
inn hafa sent í SMS-skilaboðum.
Kæra gekkalla leið
Nauðgunin á að hafa átt sér stað
í Grafarvogi í byrjun febrúar á þessu
ári.
Konan segir manninn hafa mis-
þyrmt sér hrottalega, haldið sér
nauðugri í íbúð sinni og nauðgað sér.
Átti maðurinn að hafa haldið henni í
ríflega níu klukkutíma og misþyrmt
henni. Konan kærði manninn í kjöl-
far hinnar meintu nauðgunar og hef-
ur kæran gengið alla leið ásamt ann-
arri kæru vegna líkamsárásar á aðra
konu. Ríkissaksóknari gaf út ákæru í
málinú fyrir stuttu og var það þing-
fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síð-
ustu viku.
„Hann elti mig"
„Ég vil ekki draga kæruna til baka.
Ég vil að þessum manni verði refsað,
það er það sem hann á skilið," seg-
ir hún og rifjar upp martröðina sem
hún segist hafa orðið fýrir í upphafl
llla farin Svona leit andlit konunnar út eftir árásina sem hún segir manninn hafa framkvæmt.
febrúarmánaðar. „Ef lögreglan hefði
ekki komið væri ég dauð," segir hún.
Samkvæmt upplýsingum DV er
málið þó það alvarlegt að þó kon-
an myndi draga kæruna til baka
muni ríkissaksóknari halda henni til
streitu.
Konan segir manninn ítrekað
hafa reynt að ná tali af sér þrátt fyr-
ir að þetta mál og annað sé rekið fýr-
ir dómstólum. Hún segir hann sífellt
reyna að ná tali af sér og að hann sé
að bjóða sér fé. Nú síðast í byrjun
þessa mánaðar fyrir utan skemmti-
stað í miðborg Reykjavíkur: „Hann
elti mig og.ætlaði að tala við mig. En
ég hljóp," segir konan og bendir á að
vitni hafi verið að atburðinum.
Neitar sök
Maðurinn hefur alfarið neitað
sakargiftum og hefur borið fyrir sig
að kynmök hafi verið með hennar
vilja. Engu að síður er málið nú kom-
ið fyrir dómstóla sem munu kveða
upp úr um sekt háns síðar á árinu.
gudmundur@dv.is
Átján ára piltur dæmdur fyrir rán
Esso-ræningi í fangelsi
Davíð Þór Gunnarsson, sautján
ára piltur af Suðumesjum, var nú í
júní dæmdur til níu mán-
aða fangelsisvistar fyrir
að hafa í mars á þessu
ári rænt bensín-
stöð Esso í Mos-
fellsbæ. Sex
mánuðir refs-
ingarinnar eru
skilorðsbundn-
ir og þarf Davíð
því að afplána
þrjá mánuði
innan fangels-
isveggja.
Rétt fyrir
miðnættisunnu-
dagskvöldsins
26. mars fór
Davíð í fé-
lagi við tvo
aðra drengi
á bensínstöðina í Mosfeilsbæ. Dav-
íð Þór fór inn í verslunina með hul-
ið andlit og óþekktan hiut sem hann
faldi í ermi. Þegar inn var komið
krafði hann afgreiðslustúlku á tví-
tugsaldri um peninga og- sagðist
vera vopnaður hnífi. Viðskiptavinur
í versluninni reyndi að stöðva Dav-
íð en þá sló hann viðskiptavininn
með olnboga í andlit og handlegg
hans. Að lokum hrifsaði hann tæpar
50 þúsund krónur úr afgreiðslukassa
verslunarinnar og ók á brott. Hann,
ásamt félögum sínum, var svo hand-
tekinn í Hafnarfirði - með ránsfeng-
inn undir höndum.
Sameinaðar voru í málinu fleiri
ákærur á hendur Davíð. Til dæmis
fýrir innbrot sem framin voru í mars
þar sem hann komst undan með þýfi
að andvirði rúlega 600 þúsund króna.
Einnig var hann ákærður fyrir að hafa
undir höndum neysluskammta af
Fyrir dómara Hér er Davlð Þór i fylgd lögreglumanna leiddur fyrir dómara i Héraðsdómi
Reykjavíkur i upphafí málsins.
kannabisefnum og amfetamíni og
einnig fyrir þjófnaði og fjársvik.
Við ákvörðun refsingar var litið til
þess að Davíð er ungur að árum og
tekið tillit til jáminga hans í flestum
ákæruliðum. Engu að síður dæmdi
Guðjón St. Marteinsson hann til
níu mánaða fangelsisvistar sem fyrr
greinir. Bflstjóri bflsins sem notað-
ur var við Esso-ránið hlaut sekt fyrir
hlutdeild í ráninu en ekki þótti sann-
að að hann hefði vitað að ætlanir
Davíðs hefðu verið að fremja rán.
gudmundur@dv.is