Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006 Helgin 0V Kanebo-púður „Ég mála mig yfir- leitt mjög lítið en nota stundum ■ þetta púður til að <i£>v jafna út *'%■' v freknumar. I Ekki það að ég J vilji fela þær.“ Body Shop jarðar- berja BodyButter „Ég nota þetta mjög mikið núna en yf- irleitt nota ég body lotion, það er betra fyr- ir húðina." Victoria’s Secret body spray „Ég nota þetta sem ilmvatn." Maybeline- maskari „Ég á bæði nýju og gömlu tegundinaafþess- um. Yfirleitt nota ég fastan lit á augnhárin og augabrúnirnar en ég nota maskara þegar ég fer eitt- hvað fínt.“ Sólarpúður „Ég er mjög sjaldan mál- uð en hef gaman af því að taka mig til öðm hverju. Ef ég er að fara eitthvað fínt nota ég maskara, púður og smá augnblýant." / Gréta Mjöll Samúelsdóttir knattspyrnukona verður 19 ára í september. Hún spilar fótbolta með Breiðabliki og íslenska landsliðinu. „Ég er eigin- lega í þremur landsliðum. Þetta er síðasta árið sem ég mun spila með 19 ára og yngri og svo spila ég með 21 árs landsliðinu i næsta mánuði auk þess sem ég spila með A landslíðinu," segir Gréta Mjöli og bætir við að það sé líklega skemmtilegast að splla með A landsliðinu. „Ég hef bara spilað flmm leiki og er því ekki vön en þeir leíkir veita manni mesta kikkið, þetta er það sem maður hefur stefnt að," segir hún en Gréta Mjöll vinnur auk þess hjá HK (Fagralundi þar sem hún er með leikjanámskeið fyrir börn. „Þetta er rosalega gaman og gefur manni mlkið en tekur lika á." Athafnakonan Ulla Magnússon stofnaði íslensku samtökin SOS barnaþorpin árið 1989. Starf Ullu snýst um að kynna starf- semi samtakanna og safna styrktarforeldrum. Ulla segir starf sitt afar gefandi enda fái hún reglulega sögur af börnum sem standi sig vel eftir dvöl í barnaþorpi. Ulla Magnússon „Þessi hugmynd er mérsvo þóknanleg. Þetta eru óhóð og frjóls félagasamtök sem byggja ó einstaklingum sem vilja styrkja börn I neyð og hver vill það ekki I raun og veru, hver með s/num hætti?" Er í þessu af lífi og sál „SOS barnaþorpin eru styrktar- sjóður fyrir munaðarlaus og yfirgef- in börn um allan heirn," segir UOa Magnússon sem stofnaði íslensku samtökin árið 1989. Starf Ullu snýst um að kynna starfsemi samtakanna og safna styrktarforeldrum. Alþjóð- legu samtöíán eru stærstu frjálsu fé- lagasamtökin sem vinna fyrir mun- aðarlaus og yfirgefin börn og eru óháð að öllu leyti og voru stofnuð árið 1949 í Austurrfld. Yfir 48 þúsund börn búa að jafnaði í rúmlega 443 barnaþorpum í 129 löndum. Á ís- landi eru yfir 10 þúsund manns sem styrkja samtökin með ýmis konar hætti, bæði með frjálsum framlög- um en aðallega er um styrktarfor- eldra að ræða sem fylgjast með ákveðnum börnum. Tengsl milli systkina aldrei rofin „Fyrir börn sem eiga engan að, þá eru SOS barnaþorpin besta úr- ræðið. Þar sem samtökin byggjast á langtímamiðaðri aðstoð, þar sem börnin fá heimili, SOS-móður, systkini og menntun. Þau fara ekki frá okkur fyrr en þau eru tilbúin að takast á við lífið. Við rjúfum aldrei tengsl milli raunverulegra systkina heldur leyfum þeim að vera saman á heimili auk þess sem börnin eignast fleiri „systkini" á heimilinu og mynda þannig nauðsynlegt tengsla- net sem kemur þeim vel í framtíð- inni," segir Ulla en um sex til tíu börn búa á hverju heimili. „Á hverju heimili er svo SOS-mamman sem er ráðin í starfið. Um ekkjur, einstæð- ar, barnlausar eða eldri konur er að ræða sem eiga oft ekki mikla mögu- leika einar en þarna eignast þær líka fjölskyldu og fá menntun og alla að- stoð sem þarf til þess að fást við uppeldi svo margra bama," segir Ulla og bætir aðspurð við að mæð- urnar komi ávallt frá landinu þar sem þorpið er enda eitt aðalmark- mið samtakanna að stuðla að því að börnin lifi í eigin menningu. Frjáls og óháð samtök Aðspurð segir Ulla starf sitt afar gefandi og að hún fái reglulega sög- ur af börnum sem standi sig vel eftir dvöl í barnaþorpi. „Það er alltaf gaman að heyra sögur af börnum sem spjara sig eftir dvölina og halda tryggð við gömlu æskustöðvarnar sem eru SOS þorpið sem þau bjuggu í. Starfið er mjög gefandi og ég hef verið í þessu af lífi og sál síðan ég kynntist þessu og er sannfærð um kosti starfsins. Þessi hugmynd er mér svo þóknanleg. Þetta em óháð og frjáls félagasamtök sem byggja á einstaklingum sem vilja styrkja börn í neyð og hver vill það ekki í raun og vem, hver með sínum hætti?" segir hún að lokum. indiana@dv.is í nýrri rannsókn kemur fram að karlar telja oft að konur hafi kynferðislegan áhuga á þeim þegar þær hafa í rauninni engan Karlar misreikna konur í nýrri rannsókn kemur fram að karlmenn þurfa ekki að búa á Mars og konur á Venus til að misskilja hvort annað og þau merki sem þau gefa frá sér. í rannsókninni kom í ljós að karl- menn mistúlka kynferðislegan áhuga kvenna á innan við fimm mínútum. í fyrstu töldu vísinda- mennirnir að aðeins þeir karl- menn sem væru stórir og sterkir misskildu konurnar á þennan veg en í ljós kom að breytan „karlmenni" hafði engin áhrif á niðurstöðurnar. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu í ljós að þegar karlmaður hittir konu er hann mun líklegri til að telja að um daður og kyn- ferðislegan áhuga sé að ræða en konan. Hann telji að konan hafi kynferðislegan áhuga á sér jafn- vel þótt hún hafi í rauninni eng- an áhuga. Vísindamennirnir vonast til að geta skilið af hverju mennirnir misreikna sig svona hrapalega í von um að minnka líkurnar á nauðgun og kynferðislegri áreitni. Karlar frá Mars, konur frá Venusl/fe- indamennirnir vonast til að geta skilið af | hverju mennirnir misreikna sig svona hrapalega I von um að minnka líkurnar á\ nauðgun og kynferðislegri áreitni. e> E é1 O uo O o § u t3 I Q

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.