Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 35
DV Helgin FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006 47 kom að sækja mig, var hér í tíu daga og kynntíst öllum í kringum mig. Þann 1. september sat ég svo á bóndabæ í Suð- ur-Afríku, orðin strútabóndakona." Skemmtiferðaskip var örlagavaldurinn Til þess að skilja ástœðu þess að Unnur Berglind fór yfirleitt til Suður- Afríku þarfað segja sögu. „Fyrir sjö árum réðum við Björk æskuvinkona mín okkur á skemmtí- ferðaskip sem sigldi um heiminn," út- skýrir hún. „Við höfum verið eins og samlokur frá sex ára aldri og erum mjög nánar. Við sigldum um öll heims- ins höf, vorum í Sidney á ólympíu- leikunum þegar sjónvarpsstöðin NBC leigði allt skipið í þrjár vikur, sigldum um Miðjarðarhafið, Karíbahafið - já, nánast allt nema til Afríku! Við vorum skipsþemur, þénuðum vel en unnum líka upp í fimmtán tíma vaktír, hvem einasta dag í marga mánuði." Þannig að þetta er ekki eins mik- ill glamúrheimur og cetla má úr kuik- myndum - efvið undanskiljum Titan- ic? „Skipið sjáift er stórglæsilegt og aðbúnaður gestanna eins og á fimm stjömu plús hóteli. Við starfsfólkið bjuggum hins vegar í svo litlum her- bergjum að þau má næstum kalla kompur. Herbergin okkar vom und- ir sjávarmáli, engir gluggar á káetun- um, þar var ein koja og baðherbergið var svo lítið að maður gat nánast þveg- ið sér um hendumar sitjandi í rúminu! Við skiptum um föt tvisvar á dag, vor- um í bleikum fötum á morgnana og svörtum og hvítum á kvöldin. Ég þreif 24 klósett á dag!" segir hún brosandi. „Þetta var mikil og erfið vinna, en það jákvæða við starfið var að við gátum alltaf farið í land síðdegis. Oftar en ekki vissum við ekkert í hvaða borg við vor- um staddar, svo þetta var sannkallað ævintýratíf. Ég hef séð pýramídana, Jór- dam'u, Asíu, Chile, Papúa Nýju-Gíneu, Páskaeyju - já, eiginlega allan heiminn en á samt eftir að dansa á kjötkveðju- hátíðinni í Ríó de Janero!" Skipar aldrei fyrir verkum Eftir að Unnur Berglindfór til náms við Kennaraháskóla Islands, fór Björk einaferð með skemmtiferðaskipinu The World - og varð ástfangin. „Tony og Björk kynntust um borð, en hann var skipslæknirinn. Þau giftu sig á eyju í Karíbahafinu og fluttust til Port Elizabeth í Suður-Afríku." Og hvemig varð þér við þegar Björk sagði þér að hún œtlaði að flytja þang- að? „Ég spurði bara: „Björk, ertu orðin klikkuð"!" segir hún og skellililær. „Ég áttí eftir að heyra nákvæmlega sömu orð frá vinkonum mínum í fýrra!" En aftur til Afríku, þar sem heim- ili Unnar Berglindar er nú. Hvað gerir strútabóndafrú á daginn? „Hún tíggur í rúminu þar til þjón- ustustúlkan kemur, býður góðan dag og færir henni kaffi," segir hún bros- andi. „Það var eitt af því sem ég hélt ég myndi aldrei venjast. Hjá Niel starfa tvær þjónustustúlkur, garðyrkjumaður og tuttugu vinnumenn og hann sagði mér að nú væri þetta mitt starfsfólk. Ég átti mjög erfitt með að láta stjana í kringum mig, enda hef ég alltaf unn- ið fyrir mér sjálf og eftír að hafa þrifið tuttugu og fjögur klósett á dag í eitt og hálft ár samfleytt er frekar skrýtíð að mega ekki þvo eitt einasta klósett! Það er eldað ofan í okkur, þvegið af okkur Unnur Berglind og BjörkÆskuvinkonur, samstúdentarog nú einu IslendingarnirlPort Eiizabeth I Suður-Afríku. og húsið þrifið. Þetta er draumur - en samt mjög skrýtíð fyrir íslending sem hefur alltaf séð um sig sjálfur. Eg hef sjálf unnið við þrif, þannig að ég veit út á hvað starfið hennar Gladys þjónustu- stúlku gengur. Hún hefur unnið hjá Niel í þrettán ár og hún og allt starfs- fólkið er eins og íjölskylda hans. Þau búa í litlum húsum á landareigninni, um sextíu manns í allt, menn, kon- ur og böm. Ég veit að víða tíðkast að það er litíð niður á starfsfólkið, en Niel er ekki þannig. Hann er kátur og góð- ur og það sést hversu mikil vinátta er á milli þeirra. Mér fannst mjög óþægilegt í fyrstu að fá kaffi í rúmið og til að létta undir með þjónustustúlkunni flýttí ég mér því niður í eldhús einn morgun- inn og helltí sjálf upp á. Ég taldi mig vera að létta undir, en því var öfugt far- ið. Með því að gera þetta sjálf var ég að gefa til kynna að mér líkaði ekki við kaffið hennar. Síðan hef ég ekki hreyft mig í húsinu - nema til að mála það. Við erum að gera húsið upp, enda er það orðið tvöhundmð ára og margt þarf að laga." Myndirðu segja að starfsfólkið sé eins og hluti affjölskyldunni? „Nei, þau verða ekki hluti af fjöl- skyldunni, þeim þættí það sjálfum óþægilegt. En það er mikið samband og við tölum mikið saman. Gladys hafði alltaf talað Africaans og Niel hélt að hún kynni ekki ensku, þangað til ég kom. Þá fór mín kona bara að spjalla við mig á ensku eins og ekkert væri. Mér þykir vænt um þetta fólk og hef engum skipað fyrir verkum Stíkt er ekki í eðli mínu." Rafmagnsgirðing umhverfis húsið Landareignin er stór, eins og komið hefur fram og garðurinn kringum hús- ið alsettur gömlum, háum trjám þang- að sem meðal annars litlu strákamir sœkja sítrónur. En hvers vegna ergarð- urinn girtur með rafmagnsgirðingu? „Vegna þess að við erum hvítir bændur" segir hún blátt áifam. „Hvítir bændur þurfa vöm í kringum sig." Þegar ég var að leggja afstað til að hittaþig, barst mér bréffrá vinum mín- um í Suður-AJríku um setningu vetrar- hátíðar. „Já, nú er vetur þar. Þar er allt öfugt miðað við ísland. Á vetuma hjá okk- ur em sólríkir dagar og 20 stiga hití, á sumrin em sólríkir dagar, stundum rigningartímabil og hærri hití Hvað tekur við hjá þér í ncestu viku þegar þú verður komin heim til Suður- Afríku? „Að ljúka við að mála húsið. Ég var hálfnuð með veridð þegar allt fylltist af gestum. Nokkuð skondið að segja að gestagangur hafi tafið vinnuna þegar gestimir þurftu að ferðast í sólarhring til að komast á áfangastað! Ég þarf að ljúka við að mála húsið og næst á dag- skránni er að ftísaleggja og taka húsið í gegn. Svo er ég sífellt að komast meira og meira inn í starfsheiminn hans Ni- els." Eruð þið Björk einu íslendingamir á þessu svœði? „Já, eftir því sem við vitum best.Við vitum af Islendingum í Cape Town og Greyton, en þangað er 700 kílómetra ferð, sem við höfum enn ekki farið. í kringum okkur er ótrúlegt dýratíf, þar er til dæmis garðurinn Shamwari þar sem em villt dýr, fílar, ljón, blettatígr- ar, sebrahestar og margar antilóputeg- undir. Þetta er snobbgarðurinn sem kvikmyndastjömumar heimsækja og Með mömmu Fegurðardísimar Henný Hermannsdóttir og Unnur Berglind íSuður- Afriku. l ita mynda sig í. Leiðin frá Port Eliza- beth tfi Cape Town er ótrúlega falleg. Þar er annar af tveimur flottustu brim- brettastöðum veraldar, Jeffrey's Bay, hinn er á Hawaii." Og þú, liprí dansarinn, ert óhrœdd við allt. Mér var sagt að Niel hafi fall- ið fyrir þér nokkrum sinnum á þessu ári, eitt skiptið þegar þú stökkst teygju- stökk! „Já, einmitt teygjustökkið, ég stökk hæsta „commercial" teygjustökk í heimi. Það er 216 metrar og er á Blou- krans-river brúnni á Garden Route sem er á leiðinni milli Port Elizabeth og Cape Town." „Bass"og„Misses" Þegar hún sýnir mér mynd afhús- inu þeirra verð ég orðlaus. Meryl Streep, Out ofAfrica hvað? „Húsið er ekki stórt á afn'skan mæli- kvarða," flýttr Unnur Berglind sér að segja - og kímir svo: „En það er samt yfir 500 fermetrar. Á landinu, sem er 1700 hektarar, erum við með tvö þús- und strúta, tvö þúsuna kindur og nokk- uð af nautgripum. Þótt samband Ni- els við starfsfólkið sé einstakt, er hann aldrei ávarpaður annað en „Bass" og ég „MissesT Unnur Berglind segist stolt afþeirri viðleitni sem nú ríkir í Suður-Afríku, þar sem áhersla er lögð á að sameina þjóðarbrotin sem þar búa? „Niel er tfi dæmis Búi, ættaður frá Þýskalandi. í gmnninn þýðir Búi „bóndi" Búar em bændafólkið. Það þykir flottara að vera enskur í Suð- ur-Afríku og sumt Africaans-fólk elur bömin sín upp við að tala ensku. Mikfi áhersla er lögð á að svartir fái atvinnu til jafiis við hvíta og sú þróun minnir mig að mörgu leyti á jafnréttisbaráttuna hér. Ef tveir jafn hæfir sækja um starf, annar svartur en hinn hvítur, fær hinn svartí starfið. Ég er ekki með atvinnu- leyfi, heldur bara dvalarleyfi. Við búum í raun á tveimur stöðum. I sveitinni virka daga og í Port Elizabeth um helg- ar. Þar á Niel fallega íbúð við ströndina. Það er of langt frá bóndabænum inn í Port Elizabeth tfi að hægt væri að keyra þangað daglega tfi vinnu, þannig að ég gætí ekki starfað þar meðan við erum með bæinn." Og cetlastu til að ég trúi því að þú hafir ekki kannað hvort þú getir opn- að dansskóla þama og kennt litlu, fal- legu dökku bömunum að dansa ensk- an vals, rúmbu og cha cha? Hún skellir upp úr: „Jú, ég er búin að tí'ta í kringum mig!" segir hún. „Það er hins vegar sá munur á löndunum að þar em ekld hóptímar eins og hér heima. Hjón fara í einkatíma og þama er ekki hefð fyrir danskennslu fyr- ir böm. Ég gætí ekki opnað dansskóla nema inni í borginni og það verður þá ekki nema Niel selji bóndabæinn." En því má breyta? „Já, auðvitað má breyta því. Ég get svo vel hugsað mér að kenna böm- unum alla þessa gömlu, góðu bama- dansa, sem ég lærði sjálf. Vinahópur okkar Niels vill læra að dansa, en Niel vfil læra þetta á undan þeim, þannig að það er ósjaldan sem við dönsum tvö í stofunni á kvöldin. Hann er orðinn góður í rúmbu!" Erfitt að vera nýbúi Verðurðu aldrei einmana? „Jú, ég sakna vina minna og fjöl- skyldu stundum hræðfiega! Þótt þetta sé yndislegt land og besta vinkona mín sé þama í borginni, þá sakna ég margs Grillað í garðinum Með Björkæskuvinkonu sinniogfjölskyldu. að heiman. Björk er komin með tvær dætur, Silju tveggja ára og Nínu þriggja mánaða og er auðvitað upptekin við húsmóðurstörfin og móðurhlutverkið, en við hittumst nánast um hveija helgi. Það var nokkuð lýsandi fyrir vináttu okkar, að hún komst að því að hún gengi með Nínu þegar ég var hjá henni í fyrra. Okkur tekst alltaf að vera sam- an á stærstu stundunum - nema þeg- ar Björk gifti sig! Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, en það er meira en að segja það að vera nýbúi. Ég er útlendingur og þótt ég fái allt upp í hendumar og allt sé gert fyrir mig, þá er svo margt að læra: að venjast því að keyra vinstra megin á götunni, skilja um hvaða fólk er verið að tala í fréttunum, finna réttu smjör- tegundina og annað sem manni finnst sjálfsagt að vita. Mig langar að tfiheyra og skfija landið, en Suður-Afríka er flók- ið land. Þar eru ellefu opinber tungu- mál, allir þessir svörtu ættbálkar tala sitt eigið mál og svo eru mörg tungu- mál sem ná ekki að verða opinber. Svo er töluð enska og africaans. Kostimir við að búa í slíku landi em hins vegar þeir að ég er ekki ein um að vera „öðm- vísi"; þama er ég ekkert „skrýtin". Ég er að læra africaans og ætla mér að ná góðum tökum á málinu." Hvað gerirðu til að láta tímann líða? „f byrjun var ég upptekin við tölv- una, að senda bréf heim og segja frétt- ir. Núna fer ég tfi dæmis með Niel að kaupa strúta og ég fékk það merka hlutverk að skrá niður þyngd þeirra. Niel skoðar strútana, vinnumennimir flytja þá á vigtina og svo stend ég mjög ábyrgðarfull að skrá þyngdina nið- ur, afar alvarleg á svip. Þama stóð ég í rykinu, með sjö svarta vinnumenn og skráði niður þyngd strúta og allt í einu fékk ég hláturskast, svona mynd af mér hafði ég aldrei séð í huganum! Þetta var súrrelaískt, éghafðiekkieinusinmséð strút nokkrum mánuðum áður! Þetta er nánast eins og eyðimörk, Niel valdi staðinn með tilliti til strútanna, þeir deyja ef þeir fá kvef, eru svo viðkvæmir fyrir bleytu og rigningu." Strútar elska glingur og eru hópsálir Svo fer hún að segja mér strútasög- ur, nokkuð sem ég hafði aldrei heyrt. „Við kaupum strútana um 50 kílóa þunga, ölum þá upp í 100 kíló og þá er þeim slátrað. Kjötið af þeim fer með flugi tfi Brussel í Belgíu og á franska veitingastaði, alltaf ferskt kjöt. Strúta- kjötbragðast eins og villibráð, kannski svolítið líkt hreindýri og er kólesteról- laust og fitusnautt." Vitandi að Unnur Berglind er mik- ill dýravinur sem lengi átti hund, spyr ég hana um persónuleg tilfinninga- tengsl hennar við strúta. „Anna. Það er ekki hægt að bind- ast strútum tilfinningaböndum," seg- ir hún og nú skil ég hvers vegna hún var svona vinsæll kennari. Hún hefur þannig talanda að maður hlustar. „Þeir eru einhver heimskustu dýr jarðarinnar. Þetta eru einu dýr- in í heiminum sem eru með stærri augu en hefia. Þeir eru mjög stórir, með þessi stóru augu og augnhár og hlaupa hratt, en ef þeir festa hálsinn í grindverki þá kippa þeir þangað til hausinn fer af. Þeir bíða ekki eftir að einhver komi og bjargi þeim. Ég er mikill dýravinur og hef alltaf átt gælu- dýr og tengst þeim. Ég var alltaf í sveit á sumrin í Landeyjunum, þannig að ég lærði þá á „circle of life" - þetta er Gladys þjónustustúlka leldhúsinu sem Unnur Berglind er nýbúin að máta. hringrás lífsins. Ég binst ekki strútum tilfinningaböndum! Það er gaman að fara inn tíl þeirra og spjalla aðeins við þá. Þeir eru sólgnir í glingur og vfija tékka á því og svo elta þeir mig. Ef ég fer tfi þeirra, elta mig alltaf hundrað strútar og það er eins og þeir vití ekk- ert hvern þeir eru að elta eða hvers vegna! Miklar hópsálir," segir hún brosandi. Bara grátið einu sinni En einhvern tíma hlýturðu að verða einmana? „Reyndar ekki, en ef ég finn til heimþráar þá sendi ég tölvupóst eða fæ símhringingar. Það er svo æðislegt þegar einhver hringir í mig. Það er allt þrisvar til fimm sinnum ódýrara í Suð- ur-Afríku en hér heima nema sími og intemet. Hér getið þið keypt símakort fyrir 2000 krónur og talað við mig í þrjá og hálfan tíma. Neil er svo góður við mig að ég þarf ekkert að fá heim- þrá. Ég hef bara einu sinni grátið. Það var þegar ég hringdi í bróðurson minn, Alexander á fimm ára afmælis- degi hans og gestirnir voru að koma í veisluna. Þá fannst mér svo erfitt að vera svona langt í burtu og Alexand- er skildi ekki hvað ég var að gera, af hverju ég kæmi ekki í afmælið. Þá vissi ég ekki hvenær ég kæmist heim næst, en svo heppilega vildi tfi að Árni Henry bróðir minn ákvað að gifta sig 10. júní og bað mig að vera veislu- stjóra. Um leið og ég vissi að ég væri að fara til íslands, varð allt í lagi. Núna finnst mér dvölin hér á íslandi of stutt til að hitta alla vini og fjölskyldu, en á sama tíma finnst mér ég vera allt- of lengi frá Niel. Ég hef ferðast mikið, verið lengi að heiman og ég hef aldrei upplifað heimþrá fyrr en núna. Núna stend ég frammi fyrir því að hugsan- lega muni ég búa í Suður-Afríku alla ævi. Ég hef aldrei verið með ákveðin markmið um hvar ég ætli að búa eða starfa, en allt í einu stend ég í þeim sporum núna. Ég hef fengið marg- ar heimsóknir, fjölskylda mín hef- ur komið, vinkonur og frænkur. Ef ég veit að ég kem heim einu sinni á ári, þá verður.allt í lagi. Ég vil bara ekki verða týnd í Afríku. Ég vil rækta vel sambandið við mitt fólk á íslandi. Ég vil halda vel utan um kjarnann minn. Amma sendir mér tvö bréf í viku og þau halda í mér lífinu þegar ég fæ smá heimþrá." Ertu enn í vigtunarvinnunni? „Já, auðvitað. Ekki get ég setið ein heima alla daga og mega ekki skúra! Ég vigta strúta, vinn með Niel í bók- haldinu og svo er hann með lána- starfsemi í annarri borg - kannski rétt að taka fram tfi að fyrirbyggja mis- skilning að þetta er lögleg lánastarf- semi - og ég er að setja mig inn í það fyrirtæki, því það stendur jafnvel til að opna fleiri víðar í landinu. Við erum með margar hugmyndir í kollinum og ein er sú að selja bæinn og gera eitt- hvað allt annað. Til dæmis að opna dansskóla fyrir börn," segir hún og brosir lúmskt. En þú átt eftir að opna dansskóla? „Já, það getur verið. Ég ætla ekki að ráðgera um of. Mér stendur í raun allt til boða, það er engin tímapressa á mér og ég hef tíma til að hugsa mál- in. Það er ekki mitt að ákveða fram- tíðina. Á það var ég hressilega minnt 22. júní í fyrra, þegar ég ætlaði að lesa lögfræði í Suður-Afríku en lærði hana á annan hátt!" annakristine@dv.is Glysgjarn strútur Unni Berglindi fylgja gjarnan hundrað strútar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.