Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Qupperneq 48
60 FÖSTUDACUR 23. JÚNÍ2006 Helgin DV Líklega hefur aldrei verið jafn mikil heilsuvakning í þjóðfélaginu og einmitt núna. Margt er í boði og all- ir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Nýjasta æðið er án efa Boot Camp en þar er um einhvers konar herþjálfun að ræða. DV ræddi við nokkra þekkta einstaklinga og forvitnaðist um hvernig þeir hugsa um heilsuna. Fæstir þeirra gætu hugsað sér lif án hreyfingar enda er líkamsræktin hluti af lífsstíl þeirra. GET EKKIHUGSAÐ MÉR LÍF ÁN HREYFINGAR „Ég var alltaf í handbolta, körfubolta og fótbolta og bara öllu sem ég komst í, en hef verið að hreyfa mig á fullu síðan ég var 19 ára en þó ekki af viti fyrr en ég kyimtist Amari Grant árið 2001,“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir Qölmiðlakona og fyrrum fegurðardrottning. „Þegar ég komst í kynni við Amar fór ég að kunna þetta því það skiptir máb hvemig maður hreyfir sig og borð- ar. Margir ætla að taka þetta með þvílíkum stæl en gefast upp eftir eina viku. Þá er betra að gera þetta rétt og reglulega," segir Ragn- heiður og bætir við að hún mæti fjórum sinnum í viku. „Það er al- veg nóg fyrir mig og ég vil ekki eyða meiri tíma í ræktinni en með baminu mínu." Ragnheiður segist ekki geta hugsað sér lífið án hreyfingar. „Ég myndi ömgglega leggjast í þunglyndi því æfingamar veita mér vellíðan, bæði fyrir líkama og sál. Hreyfingin veitir mér bæði vellíð- an- og vítamínsprautu og mér finnst ég ómöguleg ef ég kemst ekki í ræktína nokkra daga í röð.“ Aðspurð segir hún réttu íþróttafötín ekki vera aðaiatriðið þegar kemur að því að mæta í ræktina. „Ég spái fyrst og fremst í að vera í einhveiju þægilegu og þótt það sé alltaf gaman að vera í fallegum fötum þá er ég Utið að fylgjast með tískunni þegar kemur að leikfimibolum. Maður er að þessu fyrir sjálfan sig en ekki aðra, en svo er alltaf sniðugt að verðlauna sig einhvem laugardaginn með því að kaupa sér flottan bol." Ragnheiður Guðfinna æfir ein og finnst það best. „Ég er ein með iPod-inum mfnum, þá verður mest úr æfingunni. Stundum er líka gott að gleyma iPod-inum heima og hlusta einfaldlega á lík- amann og finna þannig fyrir hverri einustu hreyfingu og hlusta á sjálfan sig svitna og púla." HollcnsUn renggnc hl/omsvcitin F1VE-4-VTBES DANSLEIKIR ó jSólstöðuhótíð VíUingn um helginn • nukþcss A\HÍIV/V Rommistensk hljomsveit HTLMÆRjS SVERRTS$ONAR FJÖRUKRÁTN „Efannað situr heima með sælgætið en hitt með próteindrykkinn gengi sambandið líklega ekki upp Jól Fel f ræktinni „Ég get ekki hugs- að mér lifið án þess að hreyfa mig og þegar ég lenti i bakmeiðslum fannst mér verst að mega ekki æfa." DV-Mynd Valli SKEMMTILEGAST AÐ HAFA KONUNA MEÐ „Ég er búinn að æfe í World Class í næstum 20 ár," segir Jóhannes Felixson sjónvarpskokk- ur betur þekktur sem Jói Fel. „Ég er aðallega í tækjunum og hleyp á brettunum á meðan ég horfi á sjónvörpin. Þetta er algjörlega minn lffsstíU og ég skipulegg daginn út frá því hvenær ég kemst á æfingu," segir Jói og bætir brosandi við að hann æfi svona mikið til að geta borð- að meira. „Ég get ekki hugsað mér lífið án þess að hreyfa mig og þegar ég lentí í bakmeiðsl- um fannst mér verst að mega ekki æfe." Jóhannes segist aðallega vera í lyftingunum og að hann lítí á aðra hreyfingu, eins og golf og skíði, sem hobbí. „Slíkar æfingar stundar maður tímabundið á hveiju ári og ég á örugglega eftir að prófa það síðar." Jói Fel hefur smitað konuna sína af líkamsræktaráhuganum. „Hún er í þessu á fullu eins og ég og það er miklu skemmtilegra að hafa hana með. Að mínu matí er vonlaust þegar að- eins annað er í þessu því lífið snýst svo mikið um hreyfinguna. Maður skipuleggur tímann í kringum þetta og mataræðið og það er skemmtilegra að geta talað um æfingamar við mak- ann," segir Jói og ítrekar að það breyti öllu fyrir pör að vera bæði í líkamsrækL „Ef annað sit- ur heima meö sælgætið en hitt með próteindiykkinn gengi sambandið líklega ekki upp," seg- ir hann brosandi að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.