Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Síða 54
66 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006 Helgin DV Töframaðurinn Pétur Pókus segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við fikniefnalögregluna á Keflavíkurflugvelli. Þegar hann kom frá Lundúnum á dögunum var hann tekinn afsíðis og haldið í þrjá og hálf- an tíma. Pétur hafði ekkert ólöglegt í fórum sínum en hann er yfirmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum. „Þetta var alger valdníðsla," segir Pétur Finnbjörnsson töframaður, betur þekktur sem Pétur Pókus. Pétur var á ferð í gegnum Leifsstöð á dögunum þegar hann var stoppaður, tek- inn til yfirheyrslu í þrjá tíma. Leitað var á Pétri sem hafði ekkert ólöglegt í fórum sínum. Pétur fór út til Lundúna fyrir um þremur vikum til þess að skemmta. „Ég fór út á flmmtudegi og þá byrj- uðu þeir [tollverðirnir, innskot blaðamanns] á því að taka af mér leðurmanninn minn. Svo þegar ég kom til baka þá sögðu þeir að það væri búið að eyða honum. Þetta er fimmtán þúsund króna græja sem ég nota mikið þegar ég er að skemmta," segir Pétur. Þegar tollverðirnir tóku leðurmanninn af Pétri spurðu þeir hann hvenær hann kæmi aftur en Pétur segist ekki hafa getað svarað því þar sem hann átti einungis pant- að far aðra leiðina. „Þá var ég með stæla að þeirra mati," segir Pétur. Tóku allt galdradótið Þegar Pétur kom heim frá Lund- únum var hann stoppaður í tollin- um. „Þá hélt fíkniefnalögreglan mér í þrjá og hálfan tíma, en taktu eft- ir því - ég er yfirmaður á meðferð- arheimili," segir Pétur sem starfar á meðferðarheimilinu Stuðlum. „Fyr- ir utan að ég er skemmtikraftur. Það er nóg af öðru fólki að taka dóp inn í landið þannig að ég þurfi ekki að vera að skemma mitt nafn líka. Svo voru þeir með schaffer-hund og ég sagði þeim að ég myndi drepa hann ef hann myndi snerta mig því ég var bitinn af svona hundi þegar ég var krakki." Pétur segir að farið hafi ver- ið í gegnum allt galdradótið hans og honum hleypt í gegn með einungis handtöskuna sína. „Ég þurfti svo að borga toll til að fá þetta inn í-landið. Dótið fór á vöruhótel á Reykjavík og fyrir utan að þurfa að borga tæpar þrjátíuþúsund krónur í toll, þá þurfti ég að borga þeim tæpan fimmþús- und kall fyrir geymslu á vöruhótel- inu. Ég bað ekki einu sinni um að þetta yrði geymt þarna. Ég fékk ekki einu sinni tækifæri til þess að velja vöruhótel til að láta geyma þetta á. Ennþá hress Litlu munaði að góða skap galdramannsins hyrfiþegar hann lenti I tollinum. Ég hefði fengið TVG Zimsen til að geyma þetta og þeir hefðu ekki rukk- að mig neitt fyrir það," segir Pétur. Þurfti lögreglubréf Á 17. júm' var Pétur boðaður aftur út til Lundúna, þá til þess að skemmta íslendingafélaginu þar í borg. Áður en hann hélt þangað þurfti hann að setja sig í samband við Ríkislögreglu- stjóra. „Þeir eru mjög almennilegir þar. Þar var var útbúið fyrir mig lögreglu- bréf svo ég gæti komist óáreittur út með galdradótið," segir Pétur. „Mér líkar ekki svona íramkoma af hálfu yfirvalda. Það er allt í lagi að lenda í eftirliti en þá verður að koma sóma- samlega fram við mann," segir Pét- ur og bendir á að hann hafi oft þurft að eiga við breskyfirvöld og annað sé uppi á teningnum þar. „Það eru al- gerir snillingar. Þar ferðu bara í gegn- um ákveðið kerfi og ekkert vesen. Maðurinn sem fer með þér í gegn- um þetta er bara að djóka við þig, en kemur ekki fram við þig eins og glæpamann." Tapaðfé Pétur segist vera búinn að kynna sér hvort hann geti með nokkru móti fengið endurgreiddan þennan kostn- að sem hann þurfti að leggja út í. „Ég get ekki fengið þetta til baka, ég er búinn að kynna mér það hjá hæsta- réttarlögmanni. Hins vegar var brot- ið á mér þarna því ég mátti fara með meirihlutann af dótinu í gegn," segir Pétur. Hann segist núna alltaf ætla að ferðast með lögreglubréfið með sér. „Ég tek það með mér á sólarströnd," segir Pétur og hlær dátt. Hann seg- ist ekki hafa verið með nein hættuleg vopn þegar hann fór út í fyrra skiptið en nú taki hann öll sverðin og hníf- ana með sér. Af því að hann má það. Vesen í tollinum Pétur er ekki sáttur við meðferðina sem hann fékk. BOLTINN I BEINNI VEISLUSALUR afmæli, steggir / gæsir og einkasamkvæi POOL & SNOKERr Hverfisgata 46 s: 55 25 300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.