Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Síða 32
52 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Helgin PV llmvatn - Lovely frú Sarah Jessica Parker:„Ég keypti þetta fyrst afþvíað ég var með æði fyrir Sex andthe City svo ég varð auðvitað að kaupa ilmvatnið. En svo kom þetta svona llka skemmtiiega á óvart. Milt og gott- hversdagsilmvatn." Varasalvi frá Sally Hansen: „Þessi er alveg geggjaður. Hann stækkar varirnar. Það verða alliraðeiga svona. Hann erekkimeð miklum glans og svo hefurhann mikinn raka - ómissandi fyrir fólk með litlar varir. Ég var soldið skeptísk fyrstenþettavirkarí alvörunni. Rosa fiottur, sérstaklega af þvl að hann ermattur, nú er attur gtans búinn i bili. Núna á bara að safna augabrúnum, hætta að fara i Ijós og nota brúnkukrem og setja á okkur rauða varaliti.“ Maskari frá Maybelline: „Besti maskari í heimi. Hann litur út fyrir að vera algjört drasl en hann endist vel, klessist ekki og þornar ekki upp eftir tvo mánuði eins og svo margir. Það var ekki hægtaðfá hann á timabiii en svo byrjaöi Hagkaup að flytja hann inn - mörgum til mikillar ánægju." Golden Glow frá Kanebo: „Þetta verða allirað eiga. Ef það er eitthvað sem ég myndi taka með mérá eyöieyju þá er það þettaj segirÁlfrún og hlær. Þetta er litað dagkrem og gottefþú ertþunná leið I fjölskylduboð, afskaplega frlskandi. Ég gefþessu alveg 101 einkunnl' Plokkari frá H&M: „Þrátt fyrir að það mæli gegn nýjustu tískustraumum þá er ég mjög vandlát á augabrúnir. Plokkunin sjálfermjög sátsaukafull en mér llður alltafsvo vel eftir á.‘ Alfrún Pálsdóttir er kennari hjá Emm School of Makup.„Ég kenni nokkur kvöld I viku og finnst það mjög gaman og hressandi. Þetta er þó ekki aðalvinna mín, en mér finnst mjög gaman að grípa í vel valin verkefni inni á milli. Ég sá til dæmis um Nylon-stelpurnar um tíma sem var mjög gaman og skemmtilegt að fyigjast með þeim slá I gegn," segir Álfrún sem vinnur annars I fullu starfi á innblaði Fréttablaðsins þar sem hún sér meðal annars um að fræða landann um það heitasta f tfskunni hverju sinni.„Ég byrjaði að vinna í Sautján þegar ég var sautján ára svo það má eiginlega segja að ég hafí alist upp innan um fatnað," segir Alfrún aðspurð um áhuga sinn á tísku. En hvað er í tísku?„Það er mikið verið að upphefja hversdagsleikann um þessar mundir, mikið um stórar og siðar peysur og skemmtilega ýkt snið. Glamúr er eiginlega farinn í bili og það er alveg kærkomið. (förðun er það svart, svart, svart og vínrautt, soldið skítugt og pönkað. Svo það er bara að safna augabrúnum, kaupa hvitt púður og smella á sig rauðum varalit vilji maður vera með." í dag klukkan 13 hefst ráðstefnan Healing The Healers. Þetta er í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin og í annað sinn sem hún er haldin hér á landi. Þóra Halldórsdóttir er einn af þremur skipu- leggjendum hátíðarinnar en hún er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu og vellíðan manneskjunnar. Hefðbundnar og óhefð- bundnar lækningaaðferðir Ráðstefhan verður haldin að Kríunesi við Elliðavatn og stendur fram á sunnudag. Bandaríkjakonan Jacqueline Mast er heilinn á bak við hátíðina en fyrirlesarar koma frá alls sjö löndum og fjalla um málefrii af ýmsum toga. Þóra Halldórsdóttir veit meira um málið. „Jacqueline Mast kom í heimsókn til íslands íyrir tveimur árum. Hún hreifst af landinu og ekki síst Kríunesi og hafði hug á að halda ráðstefriuna hér á landi árið 2005. Hún leitaði því til okkar önnu Katrínar Ottesen og Am- ar Jónssonar og fékk okkur til þess að halda utan um skipulagninguna hér heima. Ráðstefnan í fyrra þótti heppn- ast svo vel að það kom ekki annað til greina en að halda hana aftur hér í ár." Fólk er að verða meðvitaðra um sinn þátt í eigin heilsu Þóra starfar annars í hugbúnaðar- bransanum en hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heilsu og almennri h'ðan manneskjunnar. Þátttaka Þóru í undirbúningi ráðstefnunnar er ákveð- ið hugsjónastarf þar sem hún hefúr ánægju af að vera þátttakandi í því að þekkingu og visku sé miðlað. „Ég reyni að huga almennt vel að heilsunni. Ég hugsa um það sem ég læt ofan í mig, fer í sund tvisar sinnum á dag og geng mik- ið auk þess sem ég nýti mér þær lækn- ingaaðferðir sem henta mér hveiju sinni svo sem nálastungui;" segjr Þóra. „Ég held að fólk sé að verða meðvitaðra um að það sjálft spili stærsta hlutverk- ið þegar kemur að eigin heilsu og sé farið að átta sig á því hvað það er mik- ilvægt að huga vel að líkama og sál. 111 að einstaklingnum líði vel og finni sitt jafnvægi, þá þarf lfkami, hugur og sál að vera í lagi en fólk er í auknum mæli farið að huga að öllum þessum þáttum. Eitt af því mMvægasta fyrir einstakl- inginn er að hann ftnni og þekki sínar eigin þarfir og sinni þeim." Óvenjuleg ráðstefna Það er að mörgu að huga við skipu- lagningu svona ráðstefnu enda margir erlendir gestir á leiðinni og allir þurfa þeir svefnstað. „Það þarf að samræma þetta allt saman og huga að því hvaða fyrirlesarar tala á hvaða tíma. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ég hlakka mikið tú helgarinnar. Þetta er sérstök ráðstefiia, þar sem fólk með ólíkan bakgrunn hittist og á frá- „Til að einstaklingnum líði vel og finni sittjafn- vægi, þá þarflíkami, hugur og sál aðvera í lagi en fólk er í auknum mæli farið að huga að öllumþessum þáttum." bæra helgi saman og ekki spillir um- hverfið fyrir, en ráðstefnan er haldin í skemmtilegu og friðsælu umhverfi í Kfíunesi við Elliðavatn." Fjölbreytt og fræðandi dagskrá Dagskrá hátíðarinnar er með fjöl- breyttasta móti. Fagfólk um heilsu hvaðanæva að úr heiminum kemur saman og miðlar sinni reynslu, bæði af óhefðbundnum og hefðbundnum lækningum. Það verður hægt að fræð- ast um næringu, heilun, læknisaðferð- ir Ibgo-ættbálksins í Afríku, hvemig eigi að hugsa um og hreinsa líkamann, Feng Shui og áhrif bænarinnar séð frá vísindalegu sjónarhomi. Þetta er alls ekki tæmandi listí og er áhugasömum bent á heimasíðu ráðstefnunnar sim- net.is/amarljos. berglind&dv.is Það er svo leiðinlegt að vera í fýlu. Þegar þannig er komið fyrir okkur segjum við oft við þá sem eru í kringum okkur: „Æ, þetta er bara þannig dagur.“ Betra er þó að taka ráðin i eigin hendur og gera eitthvað til þess að hressa sig við. Tíu ráð gegn óþarfa tárum 1. Hlustaðu á uppáhaldsgeisla- diskinn þinn Tónlistin þarf ekki nauðsynlega að fá þig til að dansa. Fallegir tón- ar og textar geta gert kraftaverk á dimmum og drungalegum dögum. 2. Klæddu þig í litrfkustu fötin þín Það er oft þannig að fólk velur sér svart eða grátt þegar risið er lágt en það eru einmitt litirnir sem ber að forðast. En hvað sem þú velur skaltu forðast rauðan. Þó svo hann sé vissu- lega skær, hressandi og góður fyrir sjálfstraustið getur hann einnig ýkt allan pirring. 3. Farðu út Þó svo að dagurinn sé drunga- legur er um að gera að fá sér heilsu- bótargöngutúr. Það þarf ekki endi- lega að vera löng ganga, bara smá spölur, og þú kemur inn aftur með roða í kinnum og mun meiri orku. 4. Dragðu andann djúpt Með því að anda rétt örvar þú taugakerfið þannig að þú verð- ur bjartsýnni og jákvæðari. Dragðu andann inn, djúpt ofan í maga, og teldu upp á sex og andaðu út og teldu upp að þremur. Gerðu þetta nokkrum sinnum og þá ættirðu að finna mun á tilfinningum þínum. 5. Spjallaðu við góðan vin eða vinkonu Þeir sem hafa gott félagslegt net í kringum sig eru hamingjusamast- ir, segja sérfræðingar. Taktu upp tól- ið og hringdu í þann sem þér þykir bestur. Það getur verið hressandi að hlusta á annað fólk og dreifa þannig huganum ffá neikvæðum hugsun- um. 6. Gerðu góðverk Það þarf ekki að vera stórvægi- legt. Farðu út í búð fyrir ömmu þína, leggðu góðu málefni lið með fjár- stuðningi eða komdu einhverjum nákomnum á óvart. Gæti verið mjög hressandi. 7. Bakaðu köku Ilmurinn af nýbakaðri köku hlýt- ur bara að kæta þig. Ef þú bakar fyr- ir fleiri en sjálfan þig færðu jafnvel klapp á bakið fyrir ómakið. Kökuilm- ur getur Uka dregið fram mjög já- kvæðar æskuminningar sem gott er að ylja sér við meðan japlað er á kökunni. 8. Borðaðu karrí Rannsóknir hafa sýnt fram á að sterkur matur getur framleitt kraft- mikla vellíðunartilfinningu. Svo verða margir rjóðir og sætir í fram- an. Þegar leiðindin verða okkur ofviða Þá er um að gera að gera eitthvað hressandi. 9. Fáðu útrás Settu rokklag á fóninn, hækkaðu í botn og dansaðu í nokkrar mínútur. Líkaminn þarf hressilegt adrenalín- kikk annað slagið, ekki neita honum um það. 10. Faðmaðu félagann Fyrir þá lofuðu er fátt betra en gott knús. Fyrir hina einhleypu er um að gera að faðma góðan vin, nú eða skella sér í gott nudd þar sem snert- ing er alltaf jákvæð þegar fýlupúkinn í okkur hefur náð yfuhöndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.