Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Page 40
60 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Helgin DV « ríkisráðuneytinu í einni setningu að við værum í Gvantanamó. Við fengum að skrifa fjögur bréf og tvö póstkort á mánuði til ijölskyldna okkar. í upphafi skrifuðum við um aðbúnaðinn og sögðum sannleik- ann. En þegar við fórum að fá bréf frá fjölskyldum okkar, sem meira og minna var búið að krota yfir og komu hálfu ári eftir dagsetningar, gerðum við okkur grein fyrir að allt var ritskoðað. Við breyttum því um aðferð og einbeittum okkur að því að skrifa heim í þeim tilgangi að hughreysta fólkið okkar og biðja það að hafa ekki áhyggjur." Minning um heimkynni fjarar út „Smám saman fjaraði minning- in um Bretland út. Minningin um fjölskylduna hvarf. Við upplifðum það eins og við hefðum fæðst og alltaf búið í þessum búrum. Menn- irnir í appelsínugulu samfesting- unum urðu fjölskylda okkar. Við tókum einn dag í einu. Það var eina leiðin til að missa ekki vitið. Við lærðum að lesa Kóraninn eftir að bókin var skyndilega sett til allra. f upphafi var komið fram við okkur eins og hryðjuverkamenn, ásýnd hins illa. Hálfu ári síðar komu nýir hermenn og sumir þeirra töluðu við okkur en það var takmarkað hvað þeir gátu leyft sér að segja, því allt var hlerað. Einn vörður kom vikulega og sagði okkur frá bíó- myndunum sem hann hafði verið að horfa á. Annar gaf okkur stund- um súkkulaði í laumi og smyglaði ís inn í erminni á búningnum sín- um og lét hann leka ofan í bollana okkar þegar enginn sá." Á hnjánum í eitt og hálft ár Ári eftir komuna til Gvantan- amó kom þangað nýr hershöfð- ingi, Geoffrey Miller. Þá fyrst urðu Gvantanamó-búðirnar helvíti á jörðu, að sögn vinanna. „Miller setti upp stig. Ef þú and- mæltir vörðunum lentir þú á stigi fjögur. Það þýddi að allt var fjarlægt af okkur og við fengum ekki að fara í sturtu. Ekki það að við hefðum stöðugt verið í sturtu," segja þeir og brosa. „Við fengum að fara und- ir sturtu í tvær mínútur vikulega. Á tveimur mínútum náði sápan ekki einu sinni að renna af húðinni. Appelsínugulu samfestingarnir eru úr ull og pólíester, ótrúlega heitir, og við vorum farnir að lykta illa eft- ir tvo daga. Þegar við lentum á fjórða stigi voru dýnurnar fjarlægðar líka og við lágum á járngólfinu dögum saman. Yfir daginn var það sjóð- andi heitt, á nóttunni jökulkalt. Ef við vorum hlýðnir fengum við að hafa bolla, tannkrem og tann- bursta, tvö handklæði, teppi og pappírsþurrku. Það var eins og að vera á fimm stjörnu hóteli! Frá því Miller kom og þangað til við vorum leystir úr haldi var okkur meira og minna skipað að vera á hnjánum - í eitt og hálft ár." það. Ég sagðist ekki skilja arabísku og ekki geta skrifað undir það sem ég skildi ekki. Þá mögnuðust bar- smíðarnar." Þeim var sýnt myndband frá fundi Mohammeds Atta og Osama bin Laden, tekið í janúar árið 2000. Bandaríkjamenn fullyrtu að þeir Asif og Rhuhel vœru á mynd- bandinu. „Við gátum sannað að við vor- um heima í Tipton á þessum degi. En það var sama hvað við sögðum, þeir hlustuðu ekki. Einangrunar- klefinn tók við enn einu sinni." Eftir eina slíka meðferð gáfust þeir upp. „Við sögðumst vera meðlimir al-Kaída. Þegar manni finnst mað- ur vera að missa vitið af pyntingum gefst maður upp. Við höfðum sagt sannleikann í rúm tvö ár. Á hann var ekki hlustað. Þeir vildu fá fram játningu sem þeir náðu með pynt- ingum." Eftir það breyttist lífið heldur betur. „Tveimur vikum eftir játning- una kom tilkynning frá Bretlandi sem staðfesti að það væru sann- anir fyrir veru okkar í Bretlandi á þeim tíma sem Bandaríkjamenn fullyrtu að við hefðum verið í Af- ganistan. Þá var okkur boðið upp á pítsur frá Pizza Hut og McDon- alds-hamborgara þótt okkur væri enn haldið í búrunum. Þremur mánuðum síðar var okkur sagt að við værum frjálsir ferða okkar. Síð- ustu vikurnar fyrir heimferð vorum við klefafélagar." London - mars 2004 Á breiðgötu í London stend- ur ungur maður og faðmar að sér Ijósastaur. Hjá honum stendur maður sem getur varla rétt úr fót- leggjunum. Þegar þeir ganga af stað finnst þeim allir horfa á sig og vita að þeir hafi verið að komafrá Gvantanamó. „Við höfðum gengið með hlekkj- aða fætur í tvö og hálft ár og kunn- um ekki lengur að ganga eðlilega. Við fórum fetið," segir Asif. „Það fyrsta sem ég gerði þeg- ar ég kom út á götu í London var að faðma ljósastaur," segir Rhuhel brosandi. „Ég varð að vita hvort hann væri raunverulegur og hvort ég væri virkilega á lífi." Umskiptin voru hröð; ofhröð. „Einn daginn vorum við fangar í Gvatanamó, þann næsta vorum við í rammgirtu fangelsi í London í yfir- heyrslu og þann þriðja stóðum við á götu í London. Við vorum sendir á heimili lögfræðings sem tók mál okkar að sér. Hann bjó á nokkurs konar herragarði og þar sáum við í fýrsta skipti plasmasjónvarp og far- síma með myndavél. Það var eins og við hefðum verið í burtu áratug- um saman. Þangað kom geðlæknir að ræða við okkur og benti okkur á að það væri eðlilegt fyrir fólk sem hefði verið í einangrun og pyntað að geta vart hamið sig af hamingju í fýrstu. Við yrðum hins vegar að „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom út á götu i London varað faðma Ijósastaur. Ég varð að vita hvort hann væri raunverulegur og hvort ég væri virkilega á lífi." Pítsa og McDonalds- hamborgarar Vinirnir sáust ekki fyrr en ári eftir komuna í Gvantanamó-búð- irnar en þóttþeir hafi ekki vitað um afdrifhinna vissu þeir hvencer ver- ið var að Ijúga að þeim. „í yflrheyrsluherberginu var mér einu sinni sagt að Rhuhel hefði viðurkennt að vera í al-Kaída og verið sendur til Bretlands," segir Asif. „En ég vissi að hann var ekki í al-Kaída svo ég vissi að hann væri að ljúga. Ég vissi líka að það væri verið að hræða mig til að játa þeg- ar þeir sögðu að vinir mínir hefðu staðfest að ég væri meðlimur al- Kaída. Við þekkjumst svo vel að ég vissi að þeir myndu aldrei ljúga upp á mig til að bjarga eigin skinni. Hershöfðingjarnir réttu mér bréf á arabísku og sögðu mér að undirrita búast við að þunglyndi helltist yfir okkur. Kona frá mannréttindasam- tökum kom líka og vildi allt fýr- ir okkur gera. Vandamálið er bara að þetta fólk er allt í London, í 220 kílómetra fjarlægð frá heimili okk- ar, og við höfum ekki haft tök á að hitta það aftur." Tipton - apríl 2004 Þeir segjast ekki alveg hafa vitað hvernig þeir áttu að haga sér þegar þeir hittu fjölskyldur sínar að nýju. Þeir vissu ekki þá að daginn sem þeir lentu í London hafði dúkka í appelsínugulum samfestingi verið hengd á tré í hverfi hvítra í Tipton og á hana festur miði með orðun- um: „Hengjum Tipton-strákana." „Ég fór herbergi úr herbergi, horfði á fólkið mitt og faðmaði það," segir Rhuhel. „Ég var lengi að ••-n- ' Y ASAl. Hlekkjaðir og niðurlægöir leitt og hálft ár var föngum f Gvantanamó gertaö krjúpa. átta mig á því að ég væri frjáls." Asif tekur undir þau orð. „Það tók mig langan tíma að skilja að ég mætti fá mér að borða þegar ég vildi, borða það sem ég vildi og eins mikið og mig langaði til. Við fengum enga „áfallahjálp" en mesta hjálpin fyrir okkur er að hafa hvorn annan. Við Rhuhel og Shafiq ræðum mikið um þessa reynslu og það gerir okkur gott. Það getur enginn nema sá sem ver- ið hefur á staðnum skilið hvað við upplifðum." Tuttugu dögum eftir heimkom- una gekk Rhuhel í hjónaband. „Eg hitti Sheada í skólanum þeg- ar ég var fjórtán ára," segir hann og augu hans ljóma. „Það var ást við fyrstu sýn. Ég vissi hvað ég vildi og veit það enn.“ Pakistan - júlí 2005 Brúðkaup Asifs og Humeara hefur dregist um jjögur ár og það rílcir mikil hamingja í loftinu þegar veislan erhaldin. Vinirnir sem upp- haflega lögðu afstað til veislunnar í október 2001 eru þar allir, nema Munir Ali, sem engar spumir hafa borist af frá því í Afganistan. í veislunni eru líka kvikmyndagerð- armennirnir sem unnu að heim- ildarmyndinni Leiðin til Gvantan- amó. „Þið sjáið í myndinni hvernig líkamlegu harðræði við vorum beittir. Þið sjáið hins vegar ekki andlegu hliðina. Hana er ekki hægt að útskýra," segja þeir. „Það mun enginn sem ekki hefur verið í okk- ar sporum skilja hvernig það er að vera haldið föngnum án ákæru og pyntaður. Stríðið gegn hryðju- verkum einkennist af því að fólk er hneppt í fangelsi, því eru ekki birtar ákærur og það fær hvorki að tala við lögfræðinga né hitta fjöl- skyldur sínar. Þrjú hundruð manns hefur verið sleppt úr fangabúð- unum í Gvantanamó án þess að skýringar hafi verið gefnar á hand- töku þeirra. Jafnvel þótt hryðju- verkamaður náist og sé sendur til Gvantanamó réttlætir það ekki þá meðferð sem fangarnir fá þar. Það setur hermennina á sama plan og hryðjuverkamennina. Fólk er svipt öllum mannréttindum." Tipton - 1. október 2006 Asif Iqbal kveður eiginkonuna Humeara ogfimm mánaða dóttur- ina Hadiyah. Hann er að leggja af stað íferð til Islands ásamt Rhuhel vini sínum. „Við verðum að kynna mynd- ina og segja sögu okkar," seg- ir Asif. „Fyrir Gvantanamó vorum við hressir og kærulausir strákar og tókum nærri okkur allt það illa sem var að gerast í heiminum, en gleymdum því jafnóðum. Það er svo auðvelt að ýta frá sér hlutum sem snerta mann ekki persónu- lega. Fyrir Gvantanamó skipti mig engu þegar ráðist var inn í frak. Ég var ekki þar. Nú upplifi ég frétt- ir á allt annan hátt. Umheimur- inn kemur okkur við. Ég held það hafl verið tilgangur með því að við sluppum lifandi frá Gvantanamó. Við erum rödd sem heimurinn þarf að heyra." Þeir virðast taka á lífsreynslunni á ólíkan hátt. Kannski er það þetta eina aldursár sem skiptir máli. Asif dreifsig í nám og starfar sem pípu- lagningamaður, en Rhuhel seg- ist vera búinn að gefast upp á að scekja um vinnu. „í starfsferilskrá er spurt um vinnu síðustu árin. Ég segi sann- leikann, að ég hafi verið í Gvant- anamó. Ég hef sótt um ótal störf, en ekki fengið. Nú hef ég gefist upp. Nú borða ég, sef og stunda líkamsrækt. Konan mín vinnur úti og við lifum af tekjum hennar og sjúkrabótum mínum. Ég hef ekki hugmynd um hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski breytist allt til batnaðar á augabragði, líkt og allt breyttist til hins verra á augabragði fyrir fimm árum." „Fjölskyldan er enn í Gvantanamó" Þeir segja hatur horfið úr huga sínum en reiði gjósi upp á ákveðn- um stundum. „Reiðin gýs upp þegar við heyr- um lygarnar. Við skráðum 150 síðna skýrslu um ástandið í Gvantanamó. Bandaríkjastjórn sagði hana hrein- ræktaða iygi, við værum þjálfaðir í að skrifa lygar. Hálfum mánuði eftir þá yfirlýsingu staðfesti FBI að hvert orð í skýrslu okkar væri satt. Von- andi náum við þeim stað sem við vorum á fyrir 11. september 2001. Við búum öll í sama heiminum og það skiptir ekki máli hverrar trúar við erum. Við erum öll manneskj- ur og eigum að búa saman í friði. Það eru einstaklingar sem skapa vandamál, ekki trúarbrögð. Bush mun hverfa úr embætti, Tony Blair mun hverfa úr embætti. í þeirra stað kemur vonandi fólk með góða dómgreind sem gerir greinarmun á réttu og röngu. En við megum ekki gefa Gvant- anamó allt líf okkar. Við tökum eitt skref í einu, lifum einn dag í einu. Auðvitað hugsum við oft til baka. Þetta er ör sem grær aldrei. Gvant- anamó er og verður hluti af lífi okk- ar. Við erum frjálsir, en fjölskyldan okkar, fólkið í appelsínugulu sam- festingunum, er það ekki. Þar eru ennþá yfir fjögur hundruð manns sem ekki hefur verið birt ákæra. Við getum ekki leyft okkur að gleyma fyrr en Gvantanamó hefur verið lokað." annakristine@dv.is DV-myndir/Anton Myndir úr kvikmyndinni The Road to Guatanamo, Roadside Attractions

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.