Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Síða 58
78 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006
Síðast en ekki slst DV
Kúrekarnbrðursins Friðrik
ÞórFriöriksson ásamt
stjörnunum i myndinni. Hér
eru meðal annarra þeir
Hallbjörn Hjartarson og
Johnny King. Á inijfelldu
myndinni er Friðrikl dag.
Fasteignamarkaðurinn á uppleið
Ha?
Það er ljóst að fasteigna-
markaðurinn er á uppleið,
ef mið er tekið af auglýsingu
sem er á fasteignavef mbl.is.
Eftir nokkurra mánaða niður-
sveiflu býður fasteignasalan
Fasteignamarkaðurinn upp á
hrörlegt 155 fermetra
i einbýlishús á Lauga-
“ vegi fyrir 35 milljón-
ir króna. Fasteignasalar sem
DV ræddi við hlógu allir þegar
þeir sáu verðið og nokkrir sem
höfðu skoðað húsið sögðu
það hreint og beint í ömur-
legu ástandi.
Það hindrar þó ekki Fasteigna-
Furðufréttin
Lögbrot að líkja
lögreglu við
hund
Furðufrétt vikunnar kemur frá
fréttastofunni Antara í Indónes-
íu og fjallar um tvo söngvara þar
í landi sem hafa verið ákærð-
ir fýrir að móðga lögregluna í
lagi sem þeir fluttu á tónleikum.
Tónleikar þessir voru haldnir á
Balí til styrktar þeim sem misstu
allt sitt í jarðskjálftanum á Jövu í
maí síðastliðnum.
í laginu sem söngvararn-
ir fluttu er lögreglunni líkt við
hund. Sökum þessa texta eiga
söngvararnir yfir höfði sér allt að
18 mánaða fangelsi. Samkvæmt
Antara segir meðal annars í text-
anum: „...ég hélt að þetta væri
glæpamaður en þetta reyndist
vera lögregluþjónn sem hegðaði
sér eins og hundur". Söngvar-
arnir voru handteknir í júlí og
réttarhöldin yfir þeim eru fram-
undan.
Samkvæmt Antara þykir það
víst meiriháttar móðgun að líkja
einhverjum við hund í Indó-
nesíu. Eru söngvararnir ákærðir
fyrir brot á lögum sem banna að
opinberir aðilar séu móðgaðir á
almannafæri.
Hér heima á íslandi vakti
það verulega athygli er Jóhann-
es Jónsson í Bónus sagði í viðtali
nýlega að H.B. í nafni Jóns H.B.
Snorrasonar sem rannsakaði
Baugsmálið stæði fyrir „hund-
ur í bandi". En engum datt í hug
að lögsækja Jóhannes fyrir þetta
enda löngu aflögð lög sú sem
banna fólki að móðga opinbera
starfsmenn hér á landi.
Enhverátti
ólina?
markaðinn í að setja þennan verð-
miða á húsið. í lýsingu segir að
einbýlishúsið sé á góðum stað
við Laugaveg. Það stendur á
baklóð og kemur fram að hús-
ið þarfnist viðhalds. Það þarf
ekki að koma á óvart miðað við
myndirnar sem fylgja auglýs-
ingunni. Þá er kjallari hússins
fokheldur.
En ef einhvern hefur allt-
af dreymt um að eignast ein-
býlishús á Laugavegi þá skyldi
sá hinn sami ekki láta verð-
ið stöðva sig. Sölumenn Fast-
eignamarkaðarins skrifa
væntanlega upp á að þetta sé
toppverð fyrir toppeign.
vtvoe.T wíuvok w
At? \ie(tc' A
EÍ>A HÁKABt lliH?
•»’’. v>~V' *’<
te-
•V
Auðunn BlöndaL-
Segirþættma Fiáfa tekist
frábæneg'a en býst við aö .
erfitt verði að gera aðra
syrpu - bað veröi allir frekdr
varir um sig eftir þetta.
-hugleikur
Auddi Blö
hrekkir fræga
frá Bubba
Nýr þáttur Auðuns Blöndal,
| Tekinn!, hefur göngu sína á Sirkus
! mánudaginn 9. október. Þar fetar
Auðunn í fótspor bandaríska leik-
arans Ashtons Kutcher sem stýrði
þættinum Punk’d við miklar vin-
sældir. Þátturinn gengur út á það að
þjóðþekktir einstaklingar eru leidd-
ir í gildruog þeim strítt af Auðuni og
hjálparkokkum hans.
Auðunn sagði í samtali við DV að
það hefði verið mjög gaman að taka upp
þessa þætti og mikil spenna fólgin í því að
sjá grínið ganga upp í hverju atriði. „Ég var
kannski fullstressaður á köflum en það er
* margt sem þarf að ganga upp til að brand-
¥ arinn virki. Oll atriðin gengu vel og það má
eiginlega segja að þetta hafi heppnast full-
komlega," sagði Auðunn sem lauk tökum á
þáttunum nú í vikunni.
Aðspurður um viðbrögð fórnarlambanna
sagði Auðunn að enginn hefði orðið reiður.
„Mannskapurinn tók þessu vel enda var ekki
verið að særa blygðunarkennd neins. Fólk
hefur yfirleitt húmor fyrir sjálfu sér og það var
reyndin í þessum tilfellum," sagði hann.
Brot úr þættinum þar sem Bubbi Morthens
er tekinn hafa gengið á vefnum að undan-
förnu og þar sést Bubbi reiðast allsvakalega
við ungan mann. Auðunn sagðist ekki vita
hvort Bubbi hefði verið mjög pirraður á með-
an á gríninu stóð en verið rólegur eftir á, jafn-
vel þótt hann hafi tekið Auðun þéttingsföstu
hálstaki eftir hrekkinn.
Auðunn sagði engan þáttanna standa sér-
staklega upp úr en bætti þó við að Bubbi hefði
verið frábær og íþróttafréttamaðurinn Hörð-
ur Magnússon hefði verið yndislegur. Fyrsti
þátturinn, sem sýndur verður 9. október, verð-
ur með leikkonunni Höllu Vilhjálmsdóttur en
síðan kemur Hörður Magnússon. Aðrir sem
urðu fyrir barðinu á Auðuni eru meðal ann-
ars Kastljóssdrottningin Eva María Jónsdóttir,
Baddi, söngvari Jeff Who?, knattspyrnukapp-
inn Tryggvi Guðmundsson, Páll Magnússon
útvarpsstjóri, Sigmundur Ernir Rúnarsson,
fréttastjóri á NFS, leikarinn Atli Albertsson og
alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson
auk Bubba Morthens.
„Þetta verða tíu til tólf þættir og aðeins
einn hrekkur í hverjum þætti. Við gerum
meira úr hrekknum og fórnarlambinu heldur
en gert var í Punk’d. Þetta er svakalega dýrt
dæmi og til að mynda koma um tíu tækni-
Tekið eins og það kom af skepnunni
Gamla myndin
„Þetta er mér mjög eftirminni-
legt, ekki hvað síst að mér fæddist
sonur er ég var á leið í bæinn
aftur," segir Friðrik Þór
Friðriksson leikstjóri ^
um Gömlu myndina
að þessu sinni sem
tekin er á frumsýn-
ingu myndarinn-
ar Kúrekar norð-
ursins í nóvember
árið 1984. Með
Friðrik á myndinni
má sjá helstu „cow-
boys" Islands á þessum
tíma, þá Hallbjörn Hjart-
arson og Johnny King. Myndin
var gerð á kúrekahátíð sem haldin
var þetta sumar á Skagaströnd.
Friðrik segir að undanfari Kú-
rekar norðursins hafi verið nær
enginn. „Ég sá dagskrána að þess-
ari útihátíð á Skagaströnd og hugs-
aði með mér að þetta væri eiginlega
tilbúið handrit að heimildar-
mynd," segir Friðrik. „Ég
svo samband við
Einar Kárason sem
hvatti mig til að
fara norður og gera
þetta. Daginn eftir
vorum við fjórir fé-
lagar búnir að leigja
okkur Lödu og lagð-
ir af stað norður."
Friðrik segir að
myndin hafi verið tekin
eins og hún kom af skepn-
unni. „Við náðum að veiða þetta
andrúmsloft sem þarna var á hátíð-
inni, allar uppákomurnar og ekki
hvað síst messan þar sem Hallbjörn
var meðhjálpari."
Kúrekar norðursins er heimild
um merkan kafla í íslenskri menn-
ingu þar sem kántrí-aðdáendur
söfnuðust saman yfir verslunar-
mannahelgi og héldu íslenska kú-
rekahátíð þar sem riðið var á hest-
um inn á barinn og kálfar snaraðir
með reiðhjóladekkjum.